Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 44
42 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Á fyrri hluta ársins 2020, rétt áður en COVID-19 faraldurinn skall á, fóru starfsmenn leikskólanna í verkfall með tilheyrandi reddingum á pössun fyrir leikskólabörnin og því fylgdi mikið púsl sem virðist vera fastur liður foreldrahlutverksins í nútímanum. Það voru heilu og hálfu dagarnir í viku hverri sem margir foreldrar þurftu að nýta sumarleyfisdaga vegna þess að börnin komust ekki í leikskólann. Eftir þessar kröfuhörðu vikur féll lífið aftur í sinn vanagang. Ég vil að það komi þó skýrt fram að af minni hálfu var fullkominn stuðningur við leikskólastarfsmenn sem fóru í verkfall. Skömmu eftir að verkfallinu lauk skall svo heimsfaraldur á. Vá! Það var nú eitthvað sem við hefðum aldrei getað ímyndað okkur. Hversu mikið líf okkar tók stakkaskiptum. Fjölskyldulífið breyttist töluvert mikið, allir viðburðir frestuðust og við vorum sem mest heima við. Á tímabili vildi maður helst ekki hitta neinn utan heimilisins því maður hafði áhyggjur af því að smitast af COVID-19, hvað þá að hafa það á samviskunni að smita aðra. Svo varð heimilislífið allt í einu frekar einfalt og þægilegt að mörgu leyti; vinna, skutla og sækja börn á leikskólann, þegar það var ekki skertur vistunartími, og samvera fjölskyldunnar. Ég held að ég hafi aldrei bakað jafnmikið á þessu tímabili, búið jafnoft til teppahús í stofunni heima eða búið til jafnmarga heimatilbúna skynjunarleiki fyrir börnin mín. Hvað varðar skertan vistunartíma á leikskólanum þá fengu sumar starfsstéttir undanþágu, og þar sem ég er starfandi hjúkrunarfræðingur í framlínu, þá varð fjölskyldan mín fyrir minni skerðingum en aðrir þurftu að þola. Það leiddi til minna álags heima fyrir og er ég mjög þakklát fyrir það og geri mér fulla grein fyrir því að það voru ekki allir foreldrar jafnheppnir og við. Hins vegar væri ég að segja ósatt ef ég myndi ekki segja að það hafi líka fylgt þessu mikil streita. Streita sem tengdist veikindum og stopulli viðveru á leikskólanum til að byrja með, hræðslan við að fara í sóttkví eða að greinast með COVID-19, hvað þá ef börnin myndu smitast af COVID-19. Í upphafi var maður óöruggur þegar barnið kvartaði yfir verk í hálsinum eða hóstaði. Hvað á ég að gera? Á að senda barnið í leikskólann? Á ég að hafa það heima? Á ég að senda það í skimun? Á ég að fara í skimun? Fer ég þá í sóttkví? Fara börnin í sóttkví? Úff! Allar þessar vangaveltur og barnið var síðan kannski ekkert veikt. Já, ég er vissulega Þankastrik Samspil vinnu og fjölskyldulífs hjúkrunar- fræðings á tímum COVID Nú þegar við höfum upplifað heimsfaraldur í bráðum tvö ár þá datt mér í hug að renna aðeins yfir þennan tíma sem ég hef upplifað sem hjúkrunarfræðingur og móðir í sambúð. Texti: Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heilsuvernd Þankastrik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.