Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 93

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 93
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 91 pirraður ... blóðið hætt að renna þegar maður er kominn með hann í hendurnar ... “. Annar greindi svo frá: „... maður missi hann niður ... af því að maður er eitthvað að dunda við þetta ... “. Jafnframt var erfiðleikum lýst ef smokkur var of þröngur: „... erfiðara að halda honum uppi ... það var ... mjög þrengt að, mér leið eins og það væri kannski erfiðara að ná honum aftur upp ...“. Þá komu einnig fram dæmi þess að óttast brátt sáðlát við það að setja smokk á, sér í lagi ef hinn aðilinn aðstoðaði við það: „Sérstaklega ef stelpurnar hjálpa ... það er rosalega örvandi sko ... “. Í þessum aðstæðum verður spennan mjög mikil og einstaklingurinn hefur greinilega miklar áhyggjur af því hvort sú athöfn að setja smokkinn á takist eða ekki. Það er mikið í húfi, sjálf karlmennskan. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að það gangi misvel hjá ungum karlmönnum að nota smokkinn. Hjá sumum er þetta einfalt og auðvelt en hjá öðrum getur þetta reynst þeim nokkuð erfitt eins og fram kom í rannsókn Chernick og félaga (2019). Sumir eru jafnvel tvístígandi og fá misvísandi skilaboð. Það sem einkum virðist hvetja ungu karlmennina til smokkanotkunar er jákvæð afstaða til hennar, góð þekking, finnast auðvelt að kaupa smokkinn og þeir meta hann sem mikilvæga og trausta kynsjúkdóma- og getnaðarvörn. Þeim finnst mikilvægt að taka ekki áhættu í kynlífi. Þetta lýsir öryggi þeirra. Það er svo hið gagnstæða sem virtist letja smokkanotkun og fólst í neikvæðri afstöðu til smokkanotkunar, þekkingarleysi og meiri erfiðleikum með að nálgast og nota smokkinn. Þessir þættir virtust skipta máli varðandi óöryggi við smokkanotkun. Hjá þeim sem voru óöruggir kom meðal annars fram að þeim þætti óþægilegt, pirrandi og kæfandi að nota smokka. Óþægindi og kæfandi tilfinning vísar til þess að viðkomandi hefur ekki fundið sér smokk við hæfi. Að finnast smokkar vera pirrandi vísar hins vegar til notkunarinnar sjálfrar og að neyðast til að trufla þetta viðkvæma augnablik þegar reynir á sjálfa smokkanotkunina. Þessu augnabliki er iðulega ekki lýst í eigindlegum rann- sóknum um getnaðarvarnir og smokkanotkun (Dalessandro o.fl., 2019; Noar o.fl., 2012) en fram hefur þó komið að með því að rjúfa augnablikið þá gæti stelpan hætt við allt saman (Davis o.fl., 2014). Það er greinilegt að þeir sem ráða verr við smokkanotkun eru að glíma við margvíslega þætti er lúta að vitsmuna- og sálfélagslegum þroska þeirra. Þeir virðast eiga erfiðar með að átta sig á afleiðingum áhættuhegðunar, verða fyrir áhrifum frá umhverfi sínu, eiga erfiðar með tjá sig á eðlilegan hátt um smokkanotkun, eru óöruggir varðandi sjálfa smokkanotkunina og leita gjarnan leiða til að koma sér hjá notkuninni (Davis o.fl., 2014; Measor, 2006; Tulloch o.fl, 2004). Það lykilatriði sem virðist gera aðstæðurnar þægilegar við smokkanotkun er að geta á auðveldan hátt rætt við kynlífsfélaga um þá notkun enda hefur verið sýnt fram á að tjáskipti spá fyrir um smokkanotkun (French og Holland, 2013). Það er þó greinilegt að sumir eiga í meiri erfiðleikum með þetta en aðrir (Breny og Lombardi, 2017). Það er því mikils virði fyrir ungt fólk, kynferðislega vellíðan þess og ábyrga kynhegðun að það kunni að tjá sig um kynlíf og smokkanotkun á árangursríkan hátt. UMRÆÐUR Þessi rannsókn gefur enn ítarlegri mynd af kynlífsvanda ungra karlmanna en erlendar megindlegar rannsóknir hafa hingað til geta sýnt fram á (Graham o.fl., 2016; Hill, o.fl., 2015). Þær rannsóknir gefa upplýsingar um hversu margir glíma við slíkan vanda og öðrum tengdum þáttum en gefa ekki nákvæmar lýsingar á því sem felst í þessari erfiðu reynslu og hvað það er sem veldur þeim angist. Í rannsókn Graham og félaga (2016) kom fram að 19% nefndu að risvandamál tengt smokkanotkun hafði komið fyrir að minnsta kosti einu sinni (meðaltal 0,72, á bilinu 0-30 sinnum). Tengdust risvandamál fleiri rekkjunautum, smokkar pössuðu ekki nógu vel eða minnkuðu tilfinningu, þeir höfðu minni löngun til að nota smokka og reyndu að setja smokkinn á áður en fullri reisn var náð. Í rannsókn Hill og félaga (2015) kom fram að af þessum 220 sem höfðu upplifað smokkatengdan risvanda, þegar smokkur var settur á, voru um 88% sem upplifðu þann vanda í minna en helming tilvika síðastliðna 90 daga en 12,3% greindu frá þessum vanda í flestum tilvikum eða alltaf. Í þeirra rannsókn kom fram að það sem gat skipt máli varðandi risvanda við smokkanotkun var rof á augnablikinu, að smokkar pössuðu ekki eða minnkuðu tilfinningu, það tæki of langan tíma að setja smokkinn á og of mikil áfengisneysla. Í sömu rannsókn kom fram að hjá þeim sem upplifðu smokkatengdan risvanda (n=220) þá fannst 72,6% þeirra það trufla augnablikið að þurfa að setja smokkinn á fyrir kynmök. Í þessari íslensku rannsókn sem hér er greint frá er augnablikinu lýst á töluvert ítarlegan hátt og því betra að átta sig á þeim þáttum sem farið geta úrskeiðis við notkunina. Það sem skiptir þar miklu máli er að þetta hlé taki stuttan tíma, að smokkurinn sé innan seilingar og að hann sé þægilegur. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að hlúa þurfi verulega að þeim hópi ungra karlmanna sem á í erfiðleikum með smokkanotkun og ná til þeirra sem einstaklinga. Fyrir þá einstaklinga er mikilvægt að byggja upp þekkingu um smokka (stærð, tegund, þykkt ...), vinna með neikvæða afstöðu, fara í færniþætti er varða tjáskipti og hvaða þættir eins og augnablikið skipta máli við notkun smokksins. Margar leiðir eru færar til að efla sjálfsöryggi unga karlmenn á þessu sviði. Það hefur t.d. sýnt sig að unglingspiltum/ungum karlmönnum finnst tölvuleikir vera mjög spennandi. Það gæti því reynst góð leið til að koma upplýsingum og æfingum til þeirra í gegnum slíka leiki. Jafnframt gæti reynst gagnlegt að útbúa forrit fyrir snjallsíma með upplýsingum um smokka. Nýlega hefur í samvinnu við ungmenni verið þróað forrit af þessum toga í Svíþjóð (Nielsen o.fl., 2020). Aðrir hafa þróað gagnvirkt efni í tölvum (IDI=Interactive Digital Interventions) þar sem einstaklingurinn hefur sinn eigin aðgang, þarf ekki að gefa upp nafn og þátttaka er eftir þeim hraða sem hentar einstaklingnum. Þetta tiltekna inngrip nefnist Men´s safer sex (MenSS). Sýnt hefur verið fram á að slík nálgun geti meðal annars aukið þekkingu, sjálfstrú og stuðlað að ábyrgari kynhegðun (Bailey o.fl., 2015). Styrkleikar og takmarkanir rannsóknarinnar Helstu styrkleikar rannsóknarinnar voru þeir að með því að taka einstaklingsviðtöl við unga karlmenn gafst tækifæri til að öðlast dýpri skilning á reynsluheimi þeirra og upplifunum m.t.t. smokkanotkunar og áhrifaþáttum hennar. Þátttakendur gáfu einlægar og jafnframt innihaldsríkar lýsingar á eigin reynsluheimi og afstöðu sinni til smokkanotkunar. Sami rannsakandi tók öll viðtölin og studdist við sömu Ritrýnd grein | Peer review
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.