Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 91

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 91
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 89 Þrettán ungir íslenskir karlmenn á aldrinum 18-25 ára tóku þátt í rannsókninni. Níu skilgreindu sig sem gagnkynhneigða og fjórir sem samkynhneigða. Þeir voru búsettir í Reykjavík og nágrenni. Allir nema einn bjó í foreldrahúsum. Þegar viðtölin fóru fram voru tíu í skóla eða að ljúka skóla en þrír voru ekki í skóla. Flestir töluðu um að þeir hefðu viljað fá meiri fræðslu um smokkanotkun. Í einhverjum tilfellum höfðu foreldrar rætt við ungu karlmennina um kynheilbrigðismál og þá oftast móðirin. Allir nema einn höfðu reynslu af því að nota smokk við kynmök og flestir gerðu sér grein fyrir mikilvægi smokkanotkunar. Þrátt fyrir það reyndust aðstæður þó vera mishvetjandi og greindu margir frá því að þeir kusu frekar að sleppa við smokkanotkun ef hjá því var komist. Fram komu þrjú þemu við greiningu viðtalanna. Þemað Óöryggi og öryggi á við um áhrifaþætti á þá ákvörðun að nota smokk. Þemað Athöfnin sterkari en orðin á við um að framkvæmdin sjálf (kynmökin) varð oft yfirsterkari því að ræða saman um smokkanotkun. Þemað Óttast að allt fari til fjandans á við um reynslu af því sem getur farið úrskeiðis við smokkanotkun. Óöryggi og öryggi Í þessu þema er lýst reynslu af því að vera óöruggur, öruggur eða á báðum áttum um smokkanotkun. Þeir ungu karlmenn sem lýstu reynslu af því að nota ekki smokk höfðu efasemdir um að þeir gætu tekist á við áskoranir smokkanotkunar. Gefur það til kynna óöryggi og vanmáttarkennd af þeirra hálfu. Þeir höfðu neikvæða sýn á smokkanotkun, lýstu þekkingarleysi og áttu jafnframt erfiðar með að nálgast smokkinn. Þessir þættir virtust skipta máli varðandi óöryggi við smokkanotkun. Erfið reynsla af smokkanotkun gat haft þau áhrif að forðast notkunina. Þeir lýstu smokkum sem óþægilegum, pirrandi, kæfandi og að hann minnkaði kynferðislega tilfinningu og höfðu sumir ekki fundið smokk sem hentaði þeim. Fram kom afstaða eins og þessi: „... nenna ekki að nota smokk af því að væri óþægilegt eða pirrandi“. Jafnframt sýndu þeir minni skilning á margsvíslegri áhættu tengdri óvörðum kynmökum: „... strákar eru aldrei í raunverulegri áhættu ... þeir muni aldrei ... bera barn ... miklu fúsari til að sleppa honum“. Kynsjúkdóma töluðu þeir oftar um af léttúð og óráðgerð þungun var það sem fyrst og fremst þurfti að varast. Ef upp kom kynsjúkdómasmit þá mátti yfirleitt laga það með einni töflu: „Maður hefur heyrt að það er ekkert mál að fá klamydíu. Þú tekur bara einhverjar töflur og búinn að leysa málið.“ Segir það nokkuð til um kæruleysi þeirra gagnvart kynlífi. Samkynhneigðir ungir karlmenn greindu sumir frá kæruleysi við smokkanotkun þar sem engin hætta var á þungun. Þeir óttuðust þó afleiðingar langvarandi kynsjúkdóma en vonuðust til að þeir myndu sleppa. Smokkanotkun þótti brýnni við skyndikynni en oftar en ekki voru frásagnir af því að smokknum hefði verið sleppt. Ungu karlmennirnir sem lýstu jákvæðri reynslu af smokka- notkun og öryggi við notkun hans voru líklegri til að meta hann sem mikilvæga og trausta kynsjúkdóma- og getnaðarvörn. Þeir vildu síður taka áhættuna: „... pínu svona better safe than sorry... en mögulega gera stelpu ólétta eða ganga um með Herpes það sem eftir er“. Þeir sýndu ábyrgð NIÐURSTÖÐUR gagnvart sjálfum sér og hinum aðilanum með því að vega áhættuna meiri en að fá kannski ekki alveg það sama út úr kynmökunum. Þá litu þeir á ábyrgðina sem beggja aðila. Að kaupa smokk gat hafa verið vandræðalegt í byrjun en var það sjaldnast lengur, enda um nauðsynjavöru að ræða. Fram kom sú afstaða að ef einstaklingurinn væri ekki tilbúinn til að kaupa smokk þá var hann ekki tilbúinn til að hafa kynmök. Þeir gengu jafnvel um með smokk á sér til vonar og vara en annars var lítið mál að verða sér út um smokk ef tilefni væri til. Þeir litu svo á að smokkar væru víða í boði án endurgjalds sem grípa mátti með sér, þeir gerðir aðgengilegir af foreldrum og svo þótti tilvalið að sá sem bauð þeim heim ætti smokk. Þeir upplifðu sig örugga með smokkanotkunina og fannst hún einföld: ... partur af rútínunni, þú ert að klæða þig úr buxunum og þú ert líka að setja á þig smokkinn. Þú sefur ekki hjá meðan þú ert í buxunum og þú sefur ekki hjá ef þú ert ekki kominn með smokkinn á þig. Það sló þá ekki út af laginu ef að hinn aðilinn horfði á eða hjálpaði til við að setja smokk á. Kynferðisleg tilfinning samhliða smokkanotkun þurfti alls ekki að vera skert, sér í lagi ef að hann hafði fundið smokk sem honum leið vel með. Við skyndikynni þótti smokkanotkun sjálfsögð enda þekktust aðilarnir lítið og betra að vera öruggur en sjá eftir því. Átti það einnig við undir áhrifum áfengis að það truflaði ekki þeirra dómgreind. Að fara reglulega í kynsjúkdómaeftirlit þótti ungu karlmönnunum hluti af ábyrgum og heilbrigðum lífsstíl: „Mér finnst mjög eðlilegt að fara í tékk, það er eins og að skoða bílinn sinn, maður þarf að láta tékka hjá sér.“ Sumir þeirra höfðu fengið kynsjúkdóm á yngri árum og lært af reynslunni. Þeim hafði þótt ógnvekjandi að gangast undir greiningu, bíða eftir niðurstöðunum og að greinast svo með kynsjúkdóm. Það hafði skömm í för með sér. Reyndist það þeim hvatning til að fyrirbyggja að það endurtæki sig. Ábyrg afstaða ungu karlmannanna birtist í skilningi þeirra á vandamálum sem upp gátu komið samhliða smokkanotkun og færni í að takast á við þau. Þeir gerðu sér grein fyrir að kynlíf í kvikmyndum og klámi sýndi sjaldnast raunsanna mynd af kynlífi, hvað þá smokkanotkun. Þeir litu á kynlíf sem alls konar og að margt gæti klúðrast: Kannski klúðrast þetta og þá er það bara fyndið. Ef þú ert með rétta einstaklingnum þá er allt bara fyndið. Það er hellingur af vandræðalegum hlutum í kynlífi ... þetta er ekki eins og maður sér kannski í bíómyndunum, að maður svitnar ekki og engin skrýtin hljóð hér og þar og smokkurinn kominn á, á einni og hálfri sekúndu og allt er æðislegt og paradís. Það sem einkenndi reynsluheim þeirra sem notuðu smokk var að þetta væri lítið mál, þeir litu á þessa athöfn jákvæðum augum og voru ekki að óttast að þeim mistækist notkunin. Hjá þeim ríkti öryggistilfinning. Nokkuð bar á andstæðum í frásögnum ungu karlmannanna um afstöðu þeirra til smokkanotkunar. Þannig gat einn og sami karlmaðurinn sagt smokkinn vera mikilvæga kynsjúkdómavörn en þegar í aðstæðurnar væri komið þá notaði hann ekki alltaf smokkinn: Ritrýnd grein | Peer review
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.