Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 32
30 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Dætur Jordans í 30 ár Þær eru á öllum aldri og ömmubörnin þeirra fá líka stundum að fljóta með á æfingar enda Dætur Jordans ekkert venjulegt körfuboltalið. Ævintýrið hófst fyrir um 30 árum, haustið 1990 þegar nokkrir hjúkrunarfræðingar ákváðu að fara að æfa saman körfubolta til þess að reyna að komast á sjúkrahúsleika sem haldnir eru annað hvert ár milli starfsfólks sjúkrahúsa á Norðurlöndum. Ritstýran fékk að kíkja á körfuboltaæfingu hjá Dætrum Jordans og náði Önnu Soffíu, sem er ein af þeim sem hefur verið með hópnum frá upphafi, í smáspjall eftir æfinguna. „Við fórum á leikana árið 1992 en þá var ekki keppt í körfu- bolta þannig að við kepptum í staðinn í keilu og hlaupi,“ segir Anna Soffía og hlær. Hún segir að þarna hafi verið keppt í fótbolta og blaki og fleiru en ekki körfubolta því körfubolti hafi á þessum tíma ekki verið vinsæll annars staðar á Norðurlöndunum. „Við héldum samt áfram að æfa körfubolta saman en á þessum tíma þegar við vorum að byrja að æfa voru karlarnir á Landspítalanum með tvo fría tíma á viku hjá starfmannafélaginu, við höfðum þá æft saman í tvö ár og borguðum sjálfar fyrir notkun á þeim sal sem við vorum með. Þegar við fréttum að þeir fengu tvo tíma á viku fría sögðumst við vilja fá einn tíma frían og þeir þá einn og ég ákvað á sama tíma að bjóða mig fram sem formann íþróttafélags Landspítala. Við fengum þessa tillögu samþykkta en þarna voru karlarnir í fótbolta og handbolta og við æfðum körfubolta en frá 1992 hefur líka verið hópur sem æfir keilu saman,“ segir hún hress í bragði og bætir við að hún mæti líka á keiluæfingar. Texti og myndir: Sigríður Elín Dætur Jordans Hvar og hvenær fara körfuboltaæfingar Dætra Jordans fram? Við höfum æft óslitið í íþróttasal Verslunarskóla Íslands frá árinu 1990 þar til núna, við misstum salinn í Verslunar- skólanum og þetta er fyrsta æfingin okkar hérna í sal grunnskólans í Norðlingaholti. Við höfum síðustu tuttugu ár alltaf hist seinni partinn á föstudögum, klukkan fimm, og spilað körfubolta saman. Hvað gefur þessi samvera ykkur? „Félagsskapurinn er númer eitt en það er líka gott að hittast á föstudögum í lok vinnuviku og fá útrás með því að spila saman körfubolta. Við sem mætum erum ekki allar að vinna á Landspítalnum sjálfum, við komum frá nokkrum starfsstöðvum, ein er til dæmis að vinna á Grensás. Þær sem mæta eru ekki allar hjúkrunarfræðingar, ein er geislafræðingur en með þessum móti hittumst við reglulega sem við myndum ekki endilega gera annars.“ Nú hafið þið verið í rúm 30 ár saman í boltanum, hittist þið líka utan æfingatíma? „Já, það hefur myndast góður vinskapur með okkur á þessum árum og ein úr hópnum, Hallveig, sem hefur verið með frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.