Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 28
26 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Fréttir frá kjara- og réttindasviði Fíh Í dag starfa hjúkrunarfræðingar á fjórum kjarasamningum þar sem viðsemjendur eru fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs (ríkið), Samband íslenskra sveitarfélaga (SNS), Reykjavíkurborg og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Launaröðun samkvæmt kjarasamningum Reykja- víkurborgar og SNS byggja á starfsmati og þess vegna eru ekki gerðir sérstakir stofnanasamningar við þá. Gerðir eru stofnanasamningar milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og einstakra stofnana hjá ríki og SFV og eru þeir hluti af kjarasamningi. Þeim er meðal annars ætlað að tryggja launaþróun og stuðla að skilvirkara launakerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum sérhverrar stofnunar og starfsfólks hennar. Með úrskurði gerðardóms frá 1. september 2020 fékk Fíh það verkefni að útdeila fjármununum sem dómurinn úrskurðaði að ríkið skyldi leggja viðkomandi stofnunum til og skyldi það gert með endurnýjuðum stofnanasamningum. Í kjölfar úrskurðarins hófst sú vinna. Fíh hefur nú þegar lokið við gerð allra stofnana- samninga við ríkisreknar stofnanir en þær eru Landspítali, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Sjúkrahúsið á Akureyri, Embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og Lyfjastofnun Íslands ásamt þeim sex heilbrigðisstofnunum sem staðsettar eru úti á landsbyggðinni. Þessar sex heilbrigðisstofnanir eru Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Mikil vinna var lögð í að samræma stofnanasamninga sem Vinnu við gerð stofnanasamninga er að ljúka gerðir voru við heilbrigðisstofnanir á lands- byggðinni. Það var yfirgripsmikið verk þar sem þeir voru um margt ólíkir í grunninn. Þegar nýr stofnanasamningur liggur fyrir fellur eldri samningur úr gildi og er hjúkrunarfræðingum endurraðað samkvæmt fyrirliggjandi forsendum og gildir launaröðun frá gildistöku samningsins. Við gerð stofnanasamninganna var lögð áhersla á að bæta kjör almennra hjúkrunarfræðinga og var það gert samkvæmt ábendingu úr gerðardómnum en þar segir meðal annars að; ,,brýnast sé að bæta kjör almennra hjúkrunarfræðinga með tilliti til ábyrgðar fremur en þeirra sem gegna stjórnunarhlutverki eða eru í stöðu sérfræðinga.“ Auk þess að gera stofnanasamninga við ríkisreknar stofnanir, eru gerðir slíkir samingar við stofnanir/ fyrirtæki sem eru aðilar að kjarasamningi SFV. Nú þegar hefur verið lokið við að gera stofnanasamninga við Dalbæ, Grundarheimilin, Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lund á Hellu, Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, Hrafnistuheimilin, Krabbameinsfélag Íslands, MS setrið, SÁÁ, Sjálfs- bjargarheimilið, Sóltún og Sólvang. Einungis á eftir að ljúka við gerð stofnanasamninga við örfáar stofnanir en þær eru hjúkrunarheimilin Eir, Hamrar og Skjól, Fellsendi, Hornbrekka, Múlabær/Hlíðabær, Reykjalundur og Vigdísarholt. Það fjármagn sem gerðardómur úrskurðaði nam um 2% að meðaltali af launakostnaði hverrar stofnunar að meðtöldum launatengdum gjöldum. Niðurstaða gerðardóms var mikil vonbrigði og augljóst að fjárhæðin dygði ekki til þess að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga til samræmis við aðrar viðmiðunarstéttir eða tryggja að þeir fengju laun í samræmi við ábyrgð í starfi eins og bent var á í gerðardómnum. Rétt er að benda á að yfirleitt fylgir ekki fjármagn með við gerð stofnanasamninga þar sem þeir eru hluti af miðlægum kjarasamningi. Nú er þessari vinnu við endurnýjun stofnanasamningana að ljúka. Kjara- og réttindasvið Fíh Texti: Jón Tryggvi Jóhansson Jón Tryggvi Jóhansson, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjararáðgjafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.