Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 28
26 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Fréttir frá kjara- og réttindasviði Fíh Í dag starfa hjúkrunarfræðingar á fjórum kjarasamningum þar sem viðsemjendur eru fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs (ríkið), Samband íslenskra sveitarfélaga (SNS), Reykjavíkurborg og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Launaröðun samkvæmt kjarasamningum Reykja- víkurborgar og SNS byggja á starfsmati og þess vegna eru ekki gerðir sérstakir stofnanasamningar við þá. Gerðir eru stofnanasamningar milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og einstakra stofnana hjá ríki og SFV og eru þeir hluti af kjarasamningi. Þeim er meðal annars ætlað að tryggja launaþróun og stuðla að skilvirkara launakerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum sérhverrar stofnunar og starfsfólks hennar. Með úrskurði gerðardóms frá 1. september 2020 fékk Fíh það verkefni að útdeila fjármununum sem dómurinn úrskurðaði að ríkið skyldi leggja viðkomandi stofnunum til og skyldi það gert með endurnýjuðum stofnanasamningum. Í kjölfar úrskurðarins hófst sú vinna. Fíh hefur nú þegar lokið við gerð allra stofnana- samninga við ríkisreknar stofnanir en þær eru Landspítali, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Sjúkrahúsið á Akureyri, Embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og Lyfjastofnun Íslands ásamt þeim sex heilbrigðisstofnunum sem staðsettar eru úti á landsbyggðinni. Þessar sex heilbrigðisstofnanir eru Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Mikil vinna var lögð í að samræma stofnanasamninga sem Vinnu við gerð stofnanasamninga er að ljúka gerðir voru við heilbrigðisstofnanir á lands- byggðinni. Það var yfirgripsmikið verk þar sem þeir voru um margt ólíkir í grunninn. Þegar nýr stofnanasamningur liggur fyrir fellur eldri samningur úr gildi og er hjúkrunarfræðingum endurraðað samkvæmt fyrirliggjandi forsendum og gildir launaröðun frá gildistöku samningsins. Við gerð stofnanasamninganna var lögð áhersla á að bæta kjör almennra hjúkrunarfræðinga og var það gert samkvæmt ábendingu úr gerðardómnum en þar segir meðal annars að; ,,brýnast sé að bæta kjör almennra hjúkrunarfræðinga með tilliti til ábyrgðar fremur en þeirra sem gegna stjórnunarhlutverki eða eru í stöðu sérfræðinga.“ Auk þess að gera stofnanasamninga við ríkisreknar stofnanir, eru gerðir slíkir samingar við stofnanir/ fyrirtæki sem eru aðilar að kjarasamningi SFV. Nú þegar hefur verið lokið við að gera stofnanasamninga við Dalbæ, Grundarheimilin, Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lund á Hellu, Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, Hrafnistuheimilin, Krabbameinsfélag Íslands, MS setrið, SÁÁ, Sjálfs- bjargarheimilið, Sóltún og Sólvang. Einungis á eftir að ljúka við gerð stofnanasamninga við örfáar stofnanir en þær eru hjúkrunarheimilin Eir, Hamrar og Skjól, Fellsendi, Hornbrekka, Múlabær/Hlíðabær, Reykjalundur og Vigdísarholt. Það fjármagn sem gerðardómur úrskurðaði nam um 2% að meðaltali af launakostnaði hverrar stofnunar að meðtöldum launatengdum gjöldum. Niðurstaða gerðardóms var mikil vonbrigði og augljóst að fjárhæðin dygði ekki til þess að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga til samræmis við aðrar viðmiðunarstéttir eða tryggja að þeir fengju laun í samræmi við ábyrgð í starfi eins og bent var á í gerðardómnum. Rétt er að benda á að yfirleitt fylgir ekki fjármagn með við gerð stofnanasamninga þar sem þeir eru hluti af miðlægum kjarasamningi. Nú er þessari vinnu við endurnýjun stofnanasamningana að ljúka. Kjara- og réttindasvið Fíh Texti: Jón Tryggvi Jóhansson Jón Tryggvi Jóhansson, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjararáðgjafi

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.