Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 57
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 55
Þessi fræðilega samantekt varpar ljósi á fjölbreytilega þætti
sem hafa áhrif á ávinning dansmeðferðar fyrir einstaklinga
með PS. Þó að dansmeðferð sé ekki kerfisbundið til staðar
á Íslandi í dag, geta hjúkrunarfræðingar hvatt samfélagið
til að bjóða upp á dansmeðferð og ráðlagt sjúklingum og
aðstandendum þeirra að nýta sér úrræði sem eru á netinu og
fjallað samhliða um örugga meðferð. Það er um að gera að
hvetja einstaklinga með PS til að finna öruggar leiðir til að
skella sér á dansgólfið og „dansa til betra heilbrigðis“!
LOKAORÐ
Fræðigrein
Vitað er að einstaklingar með PS leita sér oft úrlausna með
viðbótarmeðferðum og getur dansmeðferð verið fýsilegur,
gagnlegur og skemmtilegur kostur sem hefur fjölþættan
ávinning fyrir þennan hóp (Rabin o.fl., 2015). Dansmeðferð
er árangursrík leið til að örva bæði hreyfingu og félagsleg
samskipti með því að hreyfa sig með öðru fólki og upplifa
snertingu og nánd (Westheimer o.fl., 2015; Hidalgo-Agudo
o.fl., 2020). Þegar þátttakendur hitta aðra einstaklinga sem
glíma við svipaða erfiðleika, upplifa þeir sig sem hluta af
einni heild sem er mikilvægt og dregur úr einkennum eins og
kvíða og þunglyndi (Hashimoto o.fl., 2015; Shanahan o.fl.,
2015). Dansinn eflir einnig minni og eigin líkamsvitund þegar
þátttakendur þurfa að muna, skipuleggja og framkvæma
hreyfingar (Hashimoto o.fl., 2015). Ef meðferðin er skipulögð
rétt er hún örugg en það eru margir þættir sem mikilvægt er
að gefa gaum við útfærslu hennar.
Dansmeðferð er vannýtt miðað við þann ávinning sem
hún skilar. Rannsókn Raje og félaga (2019) varpaði ljósi á
að af þeim einstaklingum með PS sem stunduðu reglulega
hreyfingu hefðu eingöngu 19% prófað dansmeðferð.
Líkamsæfingar sem mest voru notaðar af þátttakendum voru
göngur og um helmingur þeirra gerði teygjur. Íhuga má hvort
einstaklingar með PS, aðstandendur og heilbrigðisstarfsmenn
séu nægjanlega upplýstir um gagnsemi dansmeðferðar og
hvort dansmeðferð sé í boði (Lee o.fl., 2019).
UMRÆÐA
Dansmeðferð getur verið gagnleg bæði í litlu eða miklu
magni. Séu strangar kröfur gerðar um mætingu geta líkur
á brottfalli aukist. Með því að gefa einstaklingi færi á að
stjórna meðferðinni að hluta til, fæst hvatning til þátttöku og
aukinnar meðferðarheldni. Sú tilhugsun að skuldbinda sig
til að mæta reglulega, til dæmis tvisvar í viku er eitthvað sem
einstaklingum með PS vex oft í augum, hugsanlega vegna
sveiflukenndra einkenna sjúkdómsins. Ljóst er að mörg ólík
dansform eru til líkt og tangó, þjóð- og samkvæmisdansar og
hægt er að skipuleggja kennsluna þannig að fólk dansi í litlum
hópum, í pörum eða jafnvel einir. Það er einstaklingsbundið
hvað hentar hverjum og einum best. Almennt þykir tangó eitt
árangursríkasta dansformið til að bæta göngulag og jafnvægi
(Ghaffari og Kluger, 2014).
Dansmeðferð hefur fengið litla og ómarkvissa athygli á
Íslandi. Nýlega hafa Parkinsonsamtökin haft frumkvæði að
danstímum þar sem meðlimir samtakanna gátu dansað
reglulega saman, en þörf var á að slíta þeim tímum vegna
COVID-19 faraldursins (Parkinsonsamtökin, 2021). Áhugavert
er að líta til útfærslu dansmeðferða í heimahúsum til dæmis
með aðstoð myndbandsupptaka eða fjarfundarbúnaðar.
Tæknin er sífellt að verða öflugri og því væri gaman að skoða
möguleikana á því að nýta hana til að bjóða upp á reglulegar
heimaæfingar fyrir einstaklinga með PS og aðstandendur
þeirra. Þrátt fyrir ávinning af heimaæfingum geta þær ekki
komið fyllilega í staðinn fyrir dansmeðferð sem er veitt á
vettvangi. Sérstakar áskoranir við danskennslu í gegnum
fjarfundarbúnað eru til dæmis að tryggja að þátttakendur
hafi aðgang að nettengingu og að þeir séu með nægilegt rými
heima fyrir til að dansa.
Rannsókn Shanahan og félaga (2015) tók fram að þrátt
fyrir að dansmeðferð sé oft fýsileg eru fáar rannsóknir sem
hafa fjallað um öryggi þátttakenda. Líkt og við áttum von á
sýndu niðurstöður okkar mismunandi leiðir sem nota má
til að efla öryggi og stuðla að aukinni meðferðarheldni.
Hjúkrunarfræðingar geta til að mynda veitt ráðleggingar þegar
kemur að því að útfæra dansmeðferð, sérstaklega varðandi
byltuvarnir, sjúkdómsímynd, þátttöku aðstandenda og jafnvel
með því að finna úrræði til að komast í meðferð. Hægt er að
þróa fræðsluefni og ný úrræði með því að hafa mynd 2 til
hliðsjónar.
Áskoranir
Skert hreyfifærni, verkir og lyfjameðferð gátu hindrað
framkvæmd dansmeðferðar (Kunkel o.fl., 2017). Tvær
rannsóknanna greindu frá fjarlægð þátttakenda frá vettvangi
eða vandamál við að koma sér á vettvang (Kunkel o.fl., 2017;
Michels o.fl., 2018), en önnur þeirra nefndi einnig erfiðleika
við að finna dansfélaga fyrir hvern og einn þátttakanda
(Kunkel o.fl., 2017). Rocha og félagar (2017) bentu á að ein
dansæfing í viku væri heldur lítið til að læra flókin dansspor.
Við framkvæmd einnar rannsóknarinnar var ekki boðið upp
á sjálfboðaliða og þurftu þátttakendur þess vegna sjálfir að
útvega sér dansfélaga en það hindraði þátttöku (Shanahan
o.fl., 2017).
Af þeim tveimur rannsóknum sem könnuðu dansæfingar
sem voru framkvæmdar heima greindi önnur þeirra frá
því að brottfall við heimaæfingar hafi verið hátt og að
meðferðarheldni við þær ekki nægjanlega góð (Shanahan
o.fl., 2017). Hin rannsóknin sýndi að dansþjálfun í heimahúsi
skorti þætti líkt og félagslega virkni, snertingu og hreyfisvörun
frá dansfélaga (Albani o.fl., 2019). Þar að auki minntist
rannsóknin á áskoranir líkt og að finna dansfélaga til að
dansa við og að hafa nægilegt rými heima. Rannsókn Seidler
og félaga (2017) kom einnig inn á mikilvægi þess að leysa
úr áskorunum dansmeðferðar með fjarfundarbúnaði inni á
heimili einstaklinga með PS. Til að mynda að tryggja aðgengi
að veraldarvefnum, viðeigandi tæknibúnaði og nægilegu
rými á heimilinu til að geta dansað. Undirstrikuð var nauðsyn
þess að huga vel að því að hafa öryggisaðila/aðstoðarmann/
aðstandendur á staðnum þegar danstímar fóru fram í
heimahúsi með notkun fjarfundarbúnaðar.