Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 22
20 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 ,,… ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt fólk furða sig á því að það sé karlmaður í hjúkrun hérna í Ástralíu.“ Viðtal Myndir þú mæla með við aðra hjúkrunarfræðinga að flytja og starfa við fagið í fjarlægu landi? ,,Já, ég mæli hiklaust með því fyrir alla að prófa að vinna við fagið í öðru landi. Ísland er pínulítið og ég held að það sé öllum hollt að taka styttri eða lengri tarnir í útlöndum ef fólk hefur kost á. Reynslan skilar sér líka inn í kerfið heima,“ segir hann. En er eitthvað annað sem Gunnar gæti hugsað sér að læra í framtíðinni; innan hjúkrunar eða jafnvel á allt öðrum starfsvettvangi? „Ég ætlaði að skrá mig í sjúkraflutninganám hérna en vegna hjartavandamála er það, því miður, ekki í boði fyrir mig. Annars gæti ég líka hugsað mér að fara í nám í svæfingahjúkrun, eða eitthvað allt annað, eins og til dæmis jarðeðlisfræði,“ svarar hann hress í bragði. Sidney og Svalbarði Hvernig kom það til að þið ákváðu þið að flytja til Sidney? „Ég kynntist konunni minni hér árið 2014 þegar ég var að klára meistaranám í bráðahjúkrun. Við fluttum saman heim til Íslands en eftir fjögur ár í heimalandinu mínu fór hana að langa aftur heim til Ástralíu. Við ákváðum þá að flytja og hérna verðum við væntanlega næstu árin.“ Og aðspurður hvernig hefðbundinn dagur sé hjá fjölskyldunni í Sidney segir hann virka daga vera svipaða og heima en um helgar vakni þau yfirleitt snemma og fari í einn af þeim fjölmörgum görðum sem eru í nágrenninu og svo heim í hádegismat. ,,Áður en heimsfaraldur og útgöngubönn skullu á nýttum við yfirleitt helgarnar í að skoða nýjar strendur en í Sidney eru yfir hundrað strendur. Svo fórum við heim og skelltum oftast vænni steik á grillið um eftirmiðdaginn,“ segir hann en ætli eitthvert annað land heilli hann þannig að hann langi að flytja þangað? ,,Svalbarði hefur alltaf heillað mig. Þó svo ég búi í Sydney núna þá kann ég betur við mig í kaldara loftslagi. Ég held að það gæti verið ævintýri að prófa að búa á Norðurslóðum einn daginn. Varð frægur á einni nóttu í auglýsingaherferð HeForShe Gunnar er einn þeirra karlmanna sem hefur tekið virkan þátt í því að brjóta niður staðalímyndir um hlutverk kynjanna á vinnumarkaði, hann tók þátt í átaki Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem markmiðið var að hvetja karlmenn til að læra hjúkrun og varð nánast heimsfrægur á einni nóttu þegar hann tók þátt í auglýsingaherferð HeForShe-hreyfingarinnar sem miðar að því að hvetja karlmenn og stráka sérstaklega til að beita sér fyrir kynjajafnrétti. En hvað svo, hvernig hefur baráttan gengið síðan þetta var árið 2016? Finnst þér hafa orðið hugarfarsbreyting almennt hjá fólki? ,,Já, það hefur orðið veruleg hugarfarsbreyting síðustu árin. Áður fyrr töldum við vissa hegðun og talsmáta vera eðlilegan, en það hefur, sem betur fer, orðið breyting þar á. Karlmenn eru farnir að passa sig mun betur á því hvernig þeir hegða sér og tala við hitt kynið.“ Gunnar segist aldrei verða fyrir fordómum í starfi vegna kyns? ,,Aldrei, ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt fólk furða sig á því að það sé karlmaður í hjúkrun hérna í Ástralíu. Þegar ég kom svo heim til Íslands um jólin fyrir tveimur árum og tók eina vakt fékk ég að heyra það alla vega tvisvar frá sjúklingum hvað það væri nú gott að sjá stráka í þessu starfi. Þetta pirraði mig svolítið því það á ekki að koma neinum á óvart og það á ekki að vera neitt sérstakt við það að sjá karlmann í faginu. Þetta á bara að vera eðlilegasti hlutur og það á ekki að skipta máli hvaða kyn þú ert.“ Gunnar segir að vel eigi að vera hægt að auka hlutfall karlmanna í hjúkrun. ,,Það gerum við með jákvæðum fyrirmyndum og orðræðu og með því að útrýma þeim hugsunarhætti að kyn skipti máli í starfi. Ég hugsa að þegar við förum að sjá karlmenn í ljósmóðurfræði á Íslandi brotni síðasti múrinn. Hér í Ástralíu er stórt hlutfall hjúkrunarfræðinga karlkyns og einnig er nokkuð af þeim í ljósmóðurstörfum. Oft á vaktinni hérna erum við strákarnir um helmingur hjúkrunarfræðinga og stundum raðast það þannig að við erum í meirihluta. Ég tala þó bara fyrir bráðahjúkrun. Saknar íslenska veðursins En er eitthvað sem þú saknar sérstaklega frá Íslandi? ,,Já, eins og margir Íslendingar fjarri heimahögunum sakna ég fjallanna, norðurljósanna og veðursins, því eins og fyrr segir hentar kaldara loftslag mér betur en hitinn. Ég sakna þess að geta keyrt í nokkrar mínútur og verið kominn út í ósnortna náttúru, sem mér finnst jafnast á við mánuð af sálfræðiþjónustu eftir erfiða vakt. Ég sakna líka að geta gengið úti í náttúrunni án þess að hafa áhyggjur af því að rekast á snáka, eitraðar köngulær eða önnur kvikindi og svo sakna ég kjötsúpunnar frá mömmu,“ svarar hann brosandi. Ætlið þið að flytja aftur til Íslands einn daginn? ,,Algjörlega. Ég á stóra fjölskyldu og krakkarnir mínir voru ungir þegar við fluttum hingað, ég vil að þau fái að kynnast Íslandi og fái betri tengingu við landið. Við stefnum á að koma heim eftir um þrjú til fimm ár og vera heima í nokkur ár.“ Að endingu segir Gunnar að ef einhver heima á Íslandi vilji prófa að koma til Ástralíu og vinna við hjúkrun sé hann alltaf til í að hjálpa. ,,Eins ef einhver vill koma á skiptiprógrammi á milli landanna þá er ég meira en til í að leggja hönd á plóg við það verkefni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.