Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 84

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 84
82 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 þegar unnið er með háskólanema og það streituvaldandi umhverfi sem þeir búa við. Stærsta hlutfall þátttakenda (98%) mældist með námstengda kulnun og þar af 33% með mikla námstengda kulnun samanborið við 11% með mikla kulnun tengda samnemendum og 7% með persónutengda kulnun. Kostur þess að nota CBI-kvarðann er einmitt að hann metur mismunandi þætti kulnunar og var hann þess vegna valinn til notkunar í þessari rannsókn. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að hjúkrunarfræðinemar upplifa kulnun í námi. Í sænskri rannsókn á hjúkrunarfræðinemum mældist kulnun allt að 41% með notkun mælitækisins Oldenburg Burnout Inventory (Rudman og Gustavsson, 2012) og í brasilískri rannsókn sem notaði Maslach Burnout Inventory-mælitækið, mældist kulnun hjá 24,7% hjúkrunarfræðinema (da Silva o.fl., 2014). Dönsk rannsókn (Kristensen o.fl., 2005), sem m.a. tók til hjúkrunarfræðinga sýndi, að þeir upplifðu mun minni starfstengda kulnun (sambærilegt við námstengda kulnun) á CBI en þátttakendur okkar rannsóknar. Streita tengd ástundun háskólanáms og tengd samskiptum við kennara spáði fyrir um námstengda kulnun og skýrði 34,8% breytileika þess líkans. Þá skýrði streita mæld með PSS fyrir um persónutengda kulnun og skýrði 30,6% breytileika þess líkans. Það kom ekki á óvart að streita spái fyrir um kulnun en rannsóknir hafa sýnt að kulnun getur komið í kjölfar mikillrar streitu (da Silva o.fl., 2014; Sharififard o.fl., 2020). Nám og streita eru samofin hugtök. Háskólanám veldur streitu og þeir sem finna fyrir meiri streitu eru viðkvæmari fyrir kulnun þ.e. því að finna líkamlega og andlega þreytu og örmögnun (da Silva o.fl., 2014:Sharififard o.fl., 2020). Streita tengd samskiptum við kennara hefur mælst ein meginorsök streitu meðal grunnnemenda í hjúkrunarfræði (Al-Zayyat og Al-Gamal, 2014). Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að hjúkrunarfræðinemar á lokaári finni fyrir einkennum streitu og kulnunar. Meðaltalsstreitustig (17,8) kom höfundum ekki á óvart þar sem rannsóknir hafa sýnt að hjúkrunarfræðinemar upplifi streitu í námi (Al Zamil, 2017). Streitustig þátttakenda voru fleiri en mældist í almennu þýði í rannsókn Cohen og Janicki-Deverts (2012), en þar var meðaltalsstreitustig 15,8. Hins vegar voru þau í samræmi við niðurstöður rannsóknar á hjúkrunarfræðinemum á fyrsta og öðru ári í HA en þar mældist meðaltalsstreitustig 17,2 á PSS-streitukvarðanum (Eva Mjöll Júlíusdóttir og Helga Berglind Hreinsdóttir, 2010) jafnframt voru þau talsvert færri en meðalstreitustig háskólanema við HÍ sem var 20,6 (Sigríður Lilja Magnúsdóttir og Valdís Ingunn Óskarsdóttir, 2016). Skortur á námsleiðbeiningum og minni stuðningur við nám spáðu fyrir um streitu hjá nemendum og skýrðu 17,2% af breytileika í streitulíkaninu. Auðvelt ætti að vera fyrir klíníska leiðbeinendur, kennara og skipuleggjendur námskeiða að bæta þar úr og stuðla að meiri stuðningi í námi. Jafnframt að hvetja til notkunar jákvæðra viðbragða við streitu. Í skýrslu heilbrigðisráðherra um fjölgun hjúkrunarfræðinga voru lagðar til eftirfarandi aðgerðir til að draga úr streitu og kulnun: Auka námsstuðning við nemendur sem þess þurfa; greina nemendur sem sýna mikil streitueinkenni og veita þeim viðeigandi stuðning og handleiðslu og bjóða upp á almenn námskeið í streitustjórnun (Heilbrigðisráðuneytið, 2020). Nemendur 24 ára og yngri voru með marktækt meiri streitu en 30 ára og eldri. Aldurinn kom þó ekki inn sem marktæk spábreyta í aðhvarfslíkaninu. Þessi niðurstaða er ekki í samræmi við niðurstöður rannsóknar- innar meðal hjúkrunarfræðinema á fyrsta og öðru ári við HA árið 2010 en þar fundust ekki tengsl milli aldurs og meðaltalsstreitustiga (Eva Mjöll Júlíusdóttir og Helga Berglind Hreinsdóttir, 2010). Hins vegar benda rannsóknir almennt til þess að yngra fólk upplifi meiri streitu en þeir sem eldri eru (Rudman o.fl., 2014) og það er mikilvægt að hafa það í huga UMRÆÐA Streita og kulnun hjúkrunarfræðinema Tafla 4. Breytur sem spá fyrir um streitu mælda með PSS† og um kulnun tengda samnemendum, námstengda kulnun og persónutengda kulnun B Std. error ẞ t Sig. R R Líkan 1. ‡ Streita mæld með PSS (fasti) 10,330 1,920 5,381 0,000 Stuðningur við nám 5,123 1,539 0,348 3,328 ,001 Skortur á námsleiðbeiningum 2,615 1,151 0,238 2,272 0,026 0,204 0,172 Líkan 2: Kulnun tengd samnemendum (fasti) 27,257 2,611 10,440 0,000 Aldur 13,648 4,869 0,304 2,803 0,006 0,093 0,081 Líkan 3: Námstengd kulnun (fasti) 57,616 1,947 29,591 0,000 Streita tengd ástundun háskólanáms -24,809 4,547 -0,505 -5,456 0,000 Streita tengd samskiptum við kennara 9,984 3,540 0,261 2,820 0,006 0,364 0,348 Líkan 4: Persónutengd kulnun (fast) 11,824 5,466 2,163 0,034 Perceived Stress Scale 1,744 ,293 0,561 5,947 0,000 0,315 0,306 Óstöðluð hallatala Stöðluð hallatala †PSS= Perceived Stress Scale ‡Breytur sem voru settar í greiningu fyrir líkan 1: „aldur“, „stuðningur við nám“ og „skortur á námsleiðbeiningum“; fyrir líkan 2-4: „aldur“, „skortur á námsleiðbeiningum“, „stuðningur við nám“; „PSS“, „upplifun streitu tengd háskólanámi“, „upplifun streitu tengd samkeppni við samnemendur“ og „upplifun streitu tengd samskiptum við kennara“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.