Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 48
46 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Gæðastaðall um forvarnir gegn sárum á Sóltúni Starfsfólk notar gæðastaðla sem leiðarljós í starfi. Gæðastaðall um sár gengur út á að íbúar á Sóltúni séu í sem minnstri hættu á að fá sár þrátt fyrir bága heilsu. Í anda hugmyndafræði Sóltúns er lögð áhersla á að íbúar séu með í ráðum. Skilgreining Þrýstingssár er staðbundin vefjaskemmd í húð sem orsakast af núningi, togi, þrýstingi eða samblandi af öllu þessu. Þau eru metin í stigum eftir alvarleika vefjaskemmdar. Stig 1, þá er stöðugur roði á húð sem hverfur ekki þó þrýstingi sé aflétt. Stig 2, þá er húðlag skaddað, svo sem afrifur, blaðra eða grunnt sár. Stig 3, þá er húðlag skaddað þannig að sést í fituvef, djúpt sár jafnvel með holrými undir aðliggjandi vefjum eða fistli. Stig 4, þá er húðlag og fituvefur horfinn, sést í vöðva og bein. Viðmið • Starfsfólk skal geta tekist á af öryggi við forvarnir gegn sárum og það á að búa yfir staðgóðri þekkingu. • Öll sár skal skrá í Sögu/RAI-mat. • Gæðavísar samkvæmt RAI-matstækinu eru mældir þrisvar á ári. Í Sögu er kannað í hversu mikilli sárahættu (Bradenkvarði) vistmenn eru og meðferð þeirra er endurskoðuð reglulega. • Sárateymi skal nota RAI-matslykil (protocol) um sár og veita ráðgjöf eftir þörfum. • Boðið skal upp á öfluga símenntun starfsmanna. Framkvæmd • Sáramat fer fram hjá öllum íbúum í hjúkrunarskrá Sögu og RAI-matstæki. • Forvarnir gegn sárum eru ákvarðaðar af teymi fagfólks, í samráði við íbúa og aðstandendur þeirra. • Hluti af forvörnum felst í að fræða íbúa og aðstandendur þeirra og leiðbeina þeim um sár og varnir gegn þeim. Árangursviðmið • Íbúar tjái sig um viðunandi andlega og félagslega líðan. • Aðstandendur séu sáttir við þá þjónustu sem ástvinir þeirra fá og skynja að einstaklingsbundnum þörfum íbúa sé sinnt. • Starfsmenn séu öruggir í starfi varðandi meðferð íbúa sem eiga á hættu að fá sár. • Að innan við 2,7-11% íbúa séu með sár. (sjá nánar um gæðastaðal á www.soltun.is) Markmiðið er að vera sem næst grænu línunni. Óæskilegt er að fara yfir rauðu línuna. Gæðateymi Sóltúns setti fram gæðaviðmið fyrir sár, stig 1-4. Lágmarksviðmið var 5% og hámarksviðmið 15%. Árið 2013 ákvað gæðateymið að breyta viðmiðum þannig að efri mörk yrðu 11% og neðri mörk 2,7% til samræmis við viðmið frá Embætti landlæknis. Alltaf er stefnt að því að Sóltún mælist sem næst lágmarksviðmiði. Allir íbúar eru metnir þrisvar á ári. Mat fór því fram í 4.779 skipti á Sóltúni á tímabilinu 2006 til 2020. Sóltún hefur náð betri árangri í gæðavísi um þrýstingssár, stigi 1-4, með auknu eftirliti gæðateymis. Þær vísbendingar um ný þrýstingssár, sem koma fram á hjúkrunarheimilinu, eru fyrst og fremst sár á 1. stigi. Um 6% íbúa Sóltúns voru með slík sár árin 2011 og 2012 (sjá mynd 1). Árin 2017 og 2018 komu óvenjumargir íbúar inn með þrýstingssár. Íbúar á Sóltúni í áhættuhópi fá fyrirbyggjandi meðferð og sérstaklega er hugað að næringu, hreyfingu og virkni þeirra. Mikil áhersla er lögð á að fylgst sé með ástandi húðar samhliða aðstoð við daglegar athafnir. Þrýstingssár

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.