Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 13
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 13
Hvernig upplifun var að vera valin maður ársins
og breytti það einhverju fyrir þig?
Nei, nei það breytti engu fyrir mig og ég segi að
þetta sé heilbrigðisstarfsmaðurinn og COVID-19
stríðsmaðurinn sem hafi fengið þessa viðurkenningu.
Kom valið þér á óvart?
Já, algjörlega. Mikil fjölmiðlaumfjöllun hefur verið
í kringum verkefni heilsugæslunnar í faraldrinum,
bæði sýnatökurnar og bólusetningarnar. Í stefnu-
mótunarvinnu árið 2019 vildum við, meðal annars,
bæta ímynd heilsugæslunnar. Stefna okkar var að
koma fram í fjölmiðlum með jákvæða umfjöllun um
heilsugæsluna og við settum okkur nokkur markmið:
Að ræða alltaf um hvað við værum að gera í stað
þess að ræða um það sem við værum ekki að gera
eða gætum ekki gert, hafa umræðuna jákvæða.
Að kynna heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað
og að fólk væri velkomið og reyna almennt að tala
heilsugæsluna upp. Við settum okkur það markmið
að við færum ekki í fjölmiðla til að kvarta og kveina.
Það var alveg meðvitað. Við gætum farið í ráðuneytið
ef okkur vantaði eitthvað og með athugasemdir, kvart
og kvein en það ætti ekki heima í eyrum almennings.
Maður þarf að vera meðvitaður um við hvern maður
er að tala þegar talað er í fjölmiðlum. Ég ætla ekki
að tala við stjórnvöld í gegnum fjölmiðla, um að það
vanti peninga eða eitthvað annað. Það á ekki heima
í fjölmiðlum eða í eyrum almennings á svona tímum.
Almenningur þarf að heyra, og þá sérstaklega í svona
kreppu, að það gangi vel, að við ráðum við hlutina, að
við getum þetta og að við séum hér fyrir þig. En það er
einmitt slagorð heilsugæslunnar: „Við erum hér fyrir
þig“ og frá byrjun vorum við meðvituð um hvernig við
vildum fara í umræðuna. Leiðarljósið var alltaf: „Við
erum hér fyrir þig“.
Þegar við vorum að byrja að bólusetja komu upp
miklar pælingar hvort það ætti að útiloka fjölmiðla
en það voru alveg skýr skilaboð, líka frá forstjóra, að
taka fjölmiðlum alltaf vel, vera jákvæð og hafa þá
með okkur í liði. Ég held að það hafi jafnvel verið stór
þáttur í því að við vorum valin maður ársins því við
fengum líka að heyra það frá fjölmiðlafólki að það
væri alltaf hægt að ná í okkur og að við værum alltaf
jákvæð og viljug að segja frá, ég held að það hafi
spilað inn í. Samskipti við fjölmiðla hafa verið alveg
gríðarlega mikil, þetta eru örugglega 10-20 símtöl á
dag við fjölmiðla og þegar eitthvað er í gangi þá gerir
maður ekkert annað en að svara þeim. Ég spurði eina
fjölmiðlakonuna einu sinni hvers vegna fjölmiðlar
sýndu þessu svona mikinn áhuga, þetta væru jú bara
sýnatökur eða bólusetningar. Þá lýsti hún þessu svo
skemmtilega þegar hún sagði: „Þetta snertir okkur
öll og við erum öll að bíða eftir okkar skammti.“ Þetta
hjálpaði okkur að skilja betur, það var allt samfélagið
að bíða eftir sínum skammti.
Hver var erfiðasta faglega áskorunin í þessum
heimsfaraldri?
Það var að manna, að fá starfsfólk og að halda
öllum gangandi og á tánum. Það er búið að vera
ofboðslegt álag á mjög mörgu starfsfólki og þetta
getur verið lýjandi og slítandi. Margir eru jafnvel með
áfallastreituröskun eftir að hafa verið undir svona
Viðtal
„Ég ákvað að slá til og ég sé alls ekki eftir
því, þessi ár hjá heilsugæslunni hafa verið
mjög skemmtileg og ég sá strax að þar voru
fjölmörg tækifæri.“