Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 14
14 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 miklu álagi í svona langan tíma og ég held að það eigi eftir að koma betur í ljós, það er enginn vafi. Það má líkja þessu við að fara í stríð, svo kemur fólk til baka og allt er búið, þá er mjög erfitt að keyra orkuna upp að nýju. Ég held að helsta áskorunin sé eftir, hún komi eftir faraldurinn. Hvernig hvetur þú samstarfsfólk þitt áfram? Með jákvæðni. Það er ofboðslega gott starfsfólk sem við erum með hérna á Heilsugæslunni og mér finnst ég geta treyst því svo vel. Ég er ekki að anda ofan í hálsmálið á fólki heldur treysti ég því til að tala saman. Ég ber mikla virðingu fyrir teymisvinnu og vil hafa teymi í hlutunum. Ég þarf alls ekki að vita allt og stýra öllu og bara helst ekki. Ég vil heldur vera leiðbeinandi ef eitthvað vantar og mér finnst mjög gott að taka þátt sjálf. Ég hef mikið gert það í COVID-19 verkefnum; ég fer á gólfið og tek þátt í að bólusetja, blanda lyf, taka sýni og sinni öðrum aðkallandi verkefnum. Ég hef þá líka betur á tilfinningunni um hvað málið snýst. Til dæmis um daginn þegar mörg börn voru í sýnatökum og ég heyrði á starfsfólki að það væri allt að kikna. Þá fór ég einn dag á gólfið með þeim og tók þátt og eftir það veit ég um hvað málið snýst, þetta eru ekki lengur bara tölur á blaði. Ég get þá sagt við sóttvarnalækni: „þetta gengur ekki lengur, þetta er ófremdarástand, við verðum að gera eitthvað.“ Og í kjölfarið var farið í að taka út allar þessar sýnatökur á börnum. Það er mikilvægt, þó svo maður sé framkvæmdar- stjóri að vera líka á gólfinu og vita hvernig hlutirnar ganga fyrir sig, hvað gengur vel og hvað ekki. Maður þarf að geta verið alls staðar í lífinu. Hvernig hlúir þú að starfsfólkinu? Ég geri örugglega ekki nóg en það deilist líka á alla fagstjóra í heilsugæslunni, sem eru mjög flinkir að hrósa sínu fólki. Við hrósum en við höfum náttúrlega ekkert svigrúm sem ríkisstofnun til að gera eitthvað annað en að hrósa starfsfólki. Ég finn einnig að það er vel metið að geta verið jafningi; að vinna með starfsfólki á gólfinu og að taka þátt í þessu með því. Hefur starfsandinn eitthvað breyst, þreyta eða er meiri samheldni nú en áður en faraldurinn skall á? Kannski ekki breyst mikið, það er mikið álag og fólk fer ekki varhluta af því en ég held að það sé meiri samheldni. Það er svona hvoru tveggja. Því tel ég að okkar helsta áskorun sé ekki komin enn, hún kemur eftir COVID. Ég er alla vega að búa mig undir það og sé alveg fyrir mér að það verði átak að koma öllum í gang aftur með önnur verkefni og þróun og að byggja upp og halda áfram því góða starfi sem hefur verið á Heilsugæslunni. Þegar þú varst að undirbúa bólusetningar, hvernig gerðir þú það og voru einhverjar fyrirmyndir erlendis frá varðandi skipulag og framkvæmd? Nei, það var engin fyrirmynd en mikil teymisvinna og allir lögðu sitt af mörkum. það var náttúrlega frábær hópur hjúkrunarfræðinga í þessu og svo voru lögreglan og sjúkraflutningamenn líka með okkur, að ógleymdum forriturunum. Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur var með okkur frá byrjun, hún er með innbyggða flæðishugsun og er alltaf að hugsa um flæði og ferli og hún kom til dæmis allri lyfjablönduninni upp í mjög gott flæði. Varðandi skipulagið eins og það þróaðist í Laugardalshöllinni þá var Jórlaug Heimisdóttir hjúkrunarfræðingur sem stýrði því flæði, ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu, þegar við fórum yfir í Laugardalshöll. Þeir eru sérfræðingar í flæði og skipulagi á „Ég held að það hafi sett tóninn þegar elsta kynslóðin, 90 ára og eldri, byrjaði að koma og mætti spariklædd. Konurnar svo flottar, búnar að fara í lagningu og klæða sig upp á, í pils, háa hæla og pels. Þetta var gaman og hátíðlegt ...“ Viðtal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.