Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 22
22 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Ef maður er í góðu formi ræður maður líka betur við erfiðleika sem koma upp í lífinu Ólafía Kvaran hjúkrunarfræðingur varð heimsmeistari árið 2019 þegar hún sigraði 21 km Spartan Race hindrunar- og þrekhlaup í sínum flokki. Árið 2021 landaði hún svo Evrópumeistaratitlinum, hún segir útihlaup vera sína hugleiðslu og hleypur þess vegna oftast ein. Við heyrðum í hjúkrunarfræðingnum og hlaupakonunni Ólafíu sem segist ekki vera hætt að keppa en ætli samt að njóta lífsins meira á komandi árum og setja minni pressu á sjálfa sig. Hún segist vera mjög meðvituð um mikilvægi þess að hafa heilsu eftir að eiginmaður hennar fór í hjartastopp fyrir nokkrum árum. Það breytti lífsviðhorfi fjölskyldunnar. Óla, eins og hún kýs að kalla sig, kom sá og sigraði árið 2019, eftir að hafa lent í fjórða sæti árið áður. Svo skall heimsfaraldur á, hún hélt þó ótrauð áfram að hlaupa og tók þátt í Evrópumeistaramóti sem haldið var í Verbier í Swiss haustið 2021. Óla sigraði og var Evrópumeistari í sínum aldursflokki í 21 km Spartan Race. Í kjölfarið mætti hún til leiks á heimsmeistaramótið 2021 sem haldið var í heitum eyðimerkursandi í Abu Dhabi og landaði þar öðru sætinu. Óvænt boð á heimsmeistaramót í liðakeppni Keppt er í íþróttinni í fjölmörgum löndum í Evrópu og Asíu og hún nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Í Spartan-hlaupum takast keppendur á við ýmiss konar hindranir í hlaupi sem oft er með mikilli hækkun. ,,Spartan-hlaup eru yfirleitt alltaf utanvegahlaup. Yfirleitt eru mótin haldin á stórum útivistarsvæðum, heimsmeistaramótið sem ég fór á 2019 var haldið á risastóru skíðasvæði og þar vorum við að hlaupa í skíðabrekkum. Evrópumótið sem ég fór á var svo haldið í skíðaþorpi í Sviss,“ útskýrir Óla. Hún segir að það sé hentugt að halda þessi mót í skíðaþorpum því þar séu hótel, veitingastaðir og öll aðstaða fyrir keppendur. ,,Keppt er í fjórum vegalengdum, 5 km, 10 km, 21 km og 42 km og ég hef verið að keppa í 21 km hlaupum.“ En hvernig byrjaði þetta ævintýri? „Það gerðist satt best að segja mjög óvænt sumarið 2017, þá var mér og tveimur æfingafélögum mínum boðið að keppa sem lið. Spartan var að fara að halda heimsmeistaramót í liðakeppni um haustið og vantaði lið frá Íslandi. Ekkert okkar hafði prófað Spartan-hlaup áður en við ákváðum samt að skella okkur í liðakeppnina, mér fannst þetta spennandi áskorun og kolféll strax fyrir íþróttinni. Ég ákvað því að halda áfram og fljótlega var ég komin á kaf í pælingar og æfingar. Í upphafi árs 2018 fór ég að skoða hvernig best væri að æfa fyrir Spartan-mót sem endaði með því að ég fór til New York á þjálfaranámskeið og í framhaldinu til Boston á framhaldsnámskeið. Fyrra námskeiðið var bókleg þjálfunarfræði en það seinna tæknilegt, verklegt nám. Í Spartan-hlaupum eru Texti: Sigríður Elín Ásmundsdóttir | Myndir: Úr einkasafni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.