Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 25
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 25 Viðtal gjörólíkar, þá var kuldinn ekki erfiðasta áskorunin heldur hiti og fíngerður sandur en hlaupið var í eyðimörk í Abu Dhabi í 30 stiga hita,“ segir hún og þá leikur okkur forvitni á að vita hvort kuldinn eða hitinn hafi hentað íslensku hlaupakonunni betur? ,,Ég vann í kuldanum en hef samt enga afsökun fyrir því að hafa ekki sigrað líka í hitanum því ég var búin að undirbúa mig mjög vel. Ég hljóp til að mynda í snjó til að undirbúa mig fyrir sandinn og æfði svo inni í svitagalla sem andar ekki með alla ofna í botni til að undirbúa mig undir hitann. Það kom mér samt á óvart hvað það er rosalega erfitt að hlaupa í eyðimerkursandi, það er eins og að hlaupa í hveiti því sandurinn er svo fíngerður. Skórnir mínir fylltust af sandi, þrátt fyrir sérstakar skóhlífar, táneglurnar krömdust og duttu svo af ein af annarri. Sama hvað ég reyndi þá gat ég ekki, frekar en aðrir, hlaupið hratt í sandinum, ég er yfirleitt rúma þrjá tíma að hlaupa þessa vegalengd en ég var tæpa fimm tíma í Abu Dhabi-eyðimörkinni.“ Margir keppendur gáfust upp „Strax í upphafi hlaupsins þegar ég var búin að hlaupa nokkra kílómetra gerði ég mér grein fyrir því að ég yrði miklu lengur að klára þetta. Það er einmitt þessi óvissa og breytileiki á aðstæðum sem mér finnst svo heillandi. Þetta er ekki bara líkamlega erfitt heldur líka gífurleg andleg áskorun. Maður er í gegnum allt hlaupið að tala við sjálfan sig, endurmeta, breyta áætlun og aðlagast aðstæðum hverju sinni. Ég mætti vel undirbúin, var með næga orku og steinefni sem er það allra mikilvægasta við þessar aðstæður. Ég gerði ekki ráð fyrir því að vera svona lengi úti í sólinni og hitanum en sem betur fer hafði ég tekið með mér nægar birgðir og lenti ekki í neinum vandræðum. Það eru vatnsstöðvar í brautinni en maður þarf að bera alla orku með sér. Margir keppendur lentu í vandræðum og gáfust upp en ég kláraði hlaupið og náði öðru sætinu,“ segir Óla ágætlega sátt þótt hún viðurkenni að það sé meira gaman að landa gulli en silfri. En hún er ekki hætt, segist vera farin að skoða næstu hlaup og vafalaust á hún eftir að koma heim með fleiri gullpeninga. Fór með hlaupahóp til Dallas Óla segir aðspurð ekkert Spartan Race-hlaupasamfélag vera til hér á landi, þessi íþrótt njóti meiri vinsælda í öðrum löndum. ,,Þetta er risastórt batterí og á heimasíðunni spartan.com geta áhugasamir kynnt sér þetta nánar, til að mynda er keppt í aldursflokkum, eins og ég geri, en svo eru líka atvinnumannaflokkar þar sem keppendur safna stigum yfir tímabil og til að átta sig á umfanginu má nefna að á heimsmeistaramótinu 2019 voru 10-12 þúsund keppendur,“ útskýrir hún og eflaust eiga fleiri íslenskir hlauparar eftir að bætast við Spartan-hlaupasamfélagið í framtíðinni. Óla hefur lagt sitt af mörkum til að vekja áhuga á íþróttinni hérlendis, en árið 2018 skipulagði hún ferð til Dallas þangað sem hún fór með 50 manna hóp. ,,Við vorum í Dallas í fimm daga og allir kepptu, flestir fóru 21 km en nokkrir hlupu 42 km. Fórum síðan aftur 2019 til Killington í Vermont en þar er ein erfiðasta Spartan- brautin.“ Óla hefur verið með átta vikna sumarnámskeið þar sem hún lagði áherslu á að kenna fólki tæknileg atriði til að takast á við ólíkar hindranir og segir aldrei að vita hvort það verði haldið eitt slíkt á komandi sumri. Áhugasamir geta sent henni skilboð í gegnum Instagram, en hana er að finna undir nafninu olakvaran.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.