Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 26
26 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Viðtal Borðar hreint fæði en getur ekki sagt nei við rjómaís Óla segir mataræðið skipta sig miklu máli: ,,Ég borða mikið og ég borða flest en mest hreint fæði í sinni upprunalegustu mynd. Ég fylgi engu ákveðnu mataræði en borða helst ekki unnar matvörur og ekki sykurbættar mjólkurvörur. Ég verð samt að játa að ég get aldrei sagt nei við rjómaís og á alltaf til rjómaís í frysti en ég læt hann vera í fjórar vikur fyrir keppni,“ segir hún brosandi og bætir við að hún taki líka bætiefni og nefnir sérstaklega astaxanthin og Unbroken; ,,Hvort tveggja eru íslensk vörumerki. Astaxanthin er andoxunarefni unnið úr örþörungum og Unbroken er unnið úr ferskum laxi og er vöðvanæring sem flýtir líka fyrir endurheimt og styður við ónæmiskerfið. Fyrir mig er góð endurheimt lykilatriði og ég viðurkenni að eftir því sem maður verður eldri því mikilvægari er hún,“ segir hún og hlær innilega. Ákveðin hugleiðsla að hlaupa ein úti Óla segist alla tíð hafa hreyft sig mikið: ,,Ég æfði alla tíð íþróttir sem krakki og er með mikið keppnisskap en ég var lengst í handbolta, hætti þegar ég var 25 ára og yngsti sonur minn eins árs. Næstu árin hafði svo annað í lífinu forgang; skóli, vinna og barnauppeldi en við hjónin eignuðumst þrjá syni á sjö árum. Þegar ég var 34 ára fluttum við til Bretlands og vorum þar í þrjú ár. Þegar við fluttum aftur heim byrjaði ég aftur að hreyfa mig af krafti, ég ákvað þá að prófa Boot Camp og fann mig strax í því. Boot Camp fer vel saman með hlaupunum, styrkur, snerpa og þol. Hlaupin mín eru flest utanvegar og ég hleyp mest ein. Fyrir mig er það ákveðin hugleiðsa að hlaupa ein, mér finnst það gott.“ Óla er hjúkrunarfræðingur, hugsar vel um heilsuna og hreyfir sig mikið, en hvað með svefninn, hversu mikilvægur er hann? ,,Hlaupin mín eru flest alltaf utanvegar og ég hleyp mest ein. Fyrir mig er það ákveðin hugleiðsa að hlaupa ein, mér finnst það gott.“ Ólafía ásamt fjölskyldu sinni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.