Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 32
32 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Viðtal Ævintýralegt en ekkert glamúrlíf Jónína Eir Hauksdóttir er hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni í Fossvogi, hún er einnig í hlutastarfi á Læknavaktinni og svo tekur hún að sér að vera hjúkrunarfræðingur á setti þegar verið er að taka upp erlendar kvikmyndir, sjónvarpsþætti eða annað efni hér á landi. Þær vaktir næra ævintýramanneskjuna Jónínu sem veit fátt skemmtilegra en að fá að fara á nýjar slóðir með tökuliði, leikurum og öllum hinum sem koma að svona verkefnum. Hún hefur unnið með heimsfrægum leikurum uppi á jöklum, úti í móa, oft fjarri mannabyggðum í alls kyns veðrum og vindum. Jónína segir að kuldinn sé erfiðasta áskorunin í starfi sínu sem set medic, eins og það heitir á ensku. Við settumst niður með ævintýramanneskjunni Jónínu og spurðum hana spjörunum úr. Jónína útskrifaðist úr hjúkrunarfræði árið 1986 og hefur starfað við fagið síðan. „Fyrstu fimm árin eftir útskrift vann ég á Borgarspítalanum, eins og hann hét þá, á deild A-6 sem var almenn lyflækningadeild. Það var afskaplega lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Á þessum tíma voru líka fjögur heila- og taugaskurðdeildarpláss á deildinni. Seinna fór ég svo að starfa á bráðamóttöku.“ Var nýfarin þegar hryllingurinn í Útey átti sér stað Jónína segist alla tíð hafa verið í tveimur eða fleiri störfum í einu. „Í um sex ár var ég í 80 % starfi á bráðamóttökunni og fór svo fimm til sex sinnum á ári til Noregs þar sem ég tók oftast eins til tveggja vikna vinnutarnir, á hinum ýmsum deildum og bráðamóttökum. Stundum var ég lengur í einu. Mér fannst það á sínum tíma hressandi og skemmtilegt en eftir á að hyggja var þetta mikið álag. Kosturinn við að taka vinnutarnir erlendis er að maður kynnist mörgu fólki, lærir helling og upplifir nýja hluti. Ég var mest í Ósló, Bergen og Stavanger, tvisvar sinnum var ég í bænum Hønefoss, sem eyjan Útey tilheyrir, en það er bærinn sem tók við fórnarlömbum skotárásarinnar í Útey árið 2011. Ég var nýfarin þaðan þegar þessi hryllilegi atburður átti sér stað og þakka forsjánni fyrir að hafa ekki verið á vakt. Ég veit að nokkrir kollegar mínir á sjúkrahúsinu í bænum hættu að vinna við hjúkrun eftir þetta,“ segir hún sem lýsir vel hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér að upplifa slíkan hrylling í starfi. Texti: Sigríður Elín Ásmundsdóttir | Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson og úr einkasafni Ævintýrasækin og finnst gaman að fara út í vond veður Jónína hefur, eins og fram hefur komið, ekki eingöngu starfað við hjúkrun á sjúkrahúsum hérlendis og erlendis því hún hefur fengið að upplifa ótrúleg ævintýri sem hjúkrunarfræðingur á kvikmyndatökustöðum um allt Ísland; í óbyggðum, í borginni, litlum þorpum og uppi á jöklum svo eitthvað sé nefnt. En hvernig kom það til að hún fór að taka að sér verkefni sem hjúkrunarfræðingur á setti? „Þetta ævintýri byrjaði fyrir meira en 20 árum síðan þegar ég var fyrst beðin um að taka að mér að vera á setti, en á þeim tíma var ekki algengt að hjúkrunarfræðingur væri til staðar við tökur á kvikmyndum. Það var að byrja þá og ég vissi í raun ekkert hvað ég átti að gera og þeir sem ég var að vinna fyrir á þessum tíma vissu það varla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.