Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 33
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 33 Viðtal heldur. Í því verkefni var ég til að mynda beðin um að keyra vörubíl í bæinn því það var enginn annar til taks. Í dag er það orðið hluti af tryggingarsamningum hjá flestum löndum að það þurfi að vera hjúkrunarfræðingur á staðnum ef eitthvað kemur upp á. Ég fór í mitt fyrsta verkefni þegar læknir sem var að vinna með mér bað mig um það. Honum fannst ég líklegust til að hafa gaman af þessu því ég sæki svolítið í ævintýri og finnst bara gaman að fara út í vond veður. Ég játa að ég hef alveg lent í veseni en það hefur sloppið til. Ég fæ stundum brjálaðar hugdettur og framkvæmi þær kannski án þess að hugsa of mikið út í framhaldið, er jafnvel örlítið hvatvís,“ segir hún og hlær innilega. Slysahættan mest í lok dags Í þessu fyrsta kvikmyndaverkefni sem Jónína fór í var verið að taka upp bíómynd á Reykjanesi og margir heimsfrægir leikarar, eins og Helen Mirren og fleiri, voru mættir á tökustað. „Áður en ég hélt af stað pakkaði ég verkjatöflum og fleiru ofan í tösku en faðir minn sem var læknir hjálpaði mér að útbúa sjúkratösku til að vera viðbúin þeim verkefnum sem upp gætu komið. Pabbi var meðal annars héraðslæknir á Egilsstöðum á sjöunda áratugnum og ýmsu vanur og gott að geta leitað til hans. Núna, eftir öll þessi ár og reynslu sem hjúkrunarfræðingur á setti, veit ég að ólíklegustu aðstæður geta komið upp. Leikararnir eru kannski bara tuttugu talsins en allur hópurinn er miklu stærri, oft eru yfir hundrað manns, og stundum miklu fleiri, á tökustað þegar verið er að gera kvikmynd eða sjónvarpsþátt. Auk þess er oft verið að vinna með stór farartæki og þunga hluti í erfiðum aðstæðum og allt skapar þetta slysahættu. Ég hef tekið eftir því að slysahættan er oft mest í lok tökudaga, sem yfirleitt eru tólf til sextán tíma langir, þegar allir eru orðnir þreyttir og að flýta sér að klára daginn og pakka niður, gerast slysin oft.“ Má ekki víkja frá þegar áhættuatriði eru tekin upp Jónína segir að verkefnin geti verið allt frá hausverk til slysa þar sem hún þarf að veita fyrstu hjálp og senda þann slasaða á nærliggjandi heilsugæslu eða sjúkrahús. „Ég hef stundum þurft að sauma fólk úti í móum eða uppi á jökli í alls konar veðrum. Ég þarf alltaf að meta hvað ég get klárað á tökustað en tíminn er peningar í kvikmyndabransanum og ef það þarf að senda leikara eða aðra frá tökustað til að, til dæmis, láta sauma nokkur spor, bíður kannski hundrað manna tökulið á meðan,“ útskýrir hún og segir að það hafi tekið sig mörg ár að átta sig á því að það er best þegar hún hefur ekkert að gera. „Ef hjúkrunarfræðingurinn er verkefnalaus á setti, þá er enginn meiddur eða verkjaður en ég er þannig að mér finnst erfitt að gera ekki neitt og ef sú staða hefur komið upp þá hef ég farið í það að smyrja samlokur eða hjálpa til með öðrum hætti,“ segir hún hress í bragði. „Ég er alltaf til taks og er með talstöð svo hægt sé að ná í mig en ef verið er að taka upp áhættuatriði er ég kölluð á staðinn þar sem verið er að taka upp og má ekki víkja frá. Alltaf þegar verið er að taka upp við erfiðar aðstæður, jafnvel líka í slæmu veðri er ég ekki róleg fyrr en dagurinn er búinn. Það getur allt gerst þegar fólk er til dæmis að klöngrast „Þetta er alls ekkert glamúrlíf og þetta er oft skrítin hjúkrun, ef við getum orðað það þannig.“ Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.