Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 35
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 35 „Ég elska starfið mitt sem hjúkrunarfræðingur og það getur líka boðið upp á ferðalög og ævintýralegar upplifanir ef maður vill og þess vegna hef ég svo gaman af vinnu minni við kvikmyndatökur.“ Langjökli, Svínafellsjökli, í Ísafjarðardjúpi og svona mætti lengi telja,“ segir hún en bætir við að hún finni núna hjá sér þörf fyrir að eiga meiri tíma til að sinna fjölskyldunni. „En að vera hjúkrunarfræðingur á setti er fullkomið starf fyrir þá sem elska ævintýramennsku og vilja upplifa eitthvað nýtt.“ Lærði að hugsa út fyrir kassann á Gufuskálum Aðspurð hvaða þekking úr starfi hafi nýst henni best á setti segir Jónína að námskeið sem hún sótti á Gufuskálum fyrir mörgum árum síðan hafi reynst henni ótrúlega vel í starfi á setti og breytt hugarfarinu. „Þetta var vikunámskeið sem hét wilderness advanced life support og þarna sviðsettu þátttakendur, sem voru hjúkrunarfræðingar, læknar og slökkviliðsmenn, flugslys og alls konar slys og þurfu að læra að bjarga sér án þess að vera með tæki og tól sem vanalega eru til staðar í vinnuumhverfi okkar. Þarna lærði ég að hugsa út fyrir kassann; finna lausnir í flóknum aðstæðum sem hefur nýst mér sérlega vel í starfi hjúkrunarfræðings á setti. Auðvitað er líka öll mín reynsla af bráðamóttökunni og tengsl mín við hana ómetanleg,“ segir Jónína þakklát fyrir alla reynsluna því eftir spjall okkar er ljóst að hjúkrun í óbyggðum og óveðrum getur verið mikil áskorun og mikilvægt að pakka öllu mögulegu sem gæti komið að notum í sjúkratöskuna góðu. Verkefni eru oft mörg og langir tökudagar fjarri mannabyggðum. „Stundum fer ég í nokkurra vikna verkefni eins og þegar verið var að taka upp erlenda sjónvarpsseríu á Reyðarfirði. Þá er oft rólegt hjá mér fyrstu vikuna en þegar líður á aukast veikindi í hópnum. Sérstaklega þegar um lengri verkefni er að ræða. Fólk sefur oft lítið, vinnur gjarnan við erfiðar aðstæður og vinnudagar eru langir. „Þetta er alls ekkert glamúrlíf og þetta er oft skrítin hjúkrun, ef við getum orðað það þannig.“ Jónína segir kuldann oft vera erfiðustu áskorunina í þessu starfi: „Það getur verið rosalega erfitt að vera úti í kulda, roki og frosti, jafnvel uppi á jökli, í 12 tíma eða meira, samfleytt. Kuldinn er erfiðastur finnst mér, eins og þetta er dásamlegt starf í góðu verði. Þegar ég kem heim eftir langa vinnutörn er maður stundum búinn að gleyma hversdagslífinu og skilur ekkert að það þurfi að fara út í búð og þvo þvott,“ segir hún hlæjandi. Ætlaði að verða kvikmyndastjarna „Ég ætlaði mér aldrei að vinna á mörgum stöðum í einu. Nú á ég tvö barnabörn sem ég vil hafa meiri tíma fyrir og svo kláraði ég jógakennaranám í fyrra og langar að fara nýta það meira en það nýtist mér vel í starfi hjúkrunarfræðings. Oft er fólk á setti að bera þunga hluti til dæmis og biðja mig um verkjalyf vegna álags á stoðkerfið. Ég er, eftir þetta nám, hins vegar farin að kenna fólki að gera æfingar sem virka oft og þá er jafnvel hægt að sleppa verkjalyfjum en það er ekki alltaf tími fyrir þetta, en stundum.“ Að lokum spyr ég Jónínu hvort hún hafi alltaf ætlað sér að vera hjúkrunarfræðingur eða hvort eitthvað annað hafi heillað hana á yngri árum? „Ég ætlaði alls ekki að læra hjúkrun. Ég ætlaði að verða kvikmyndastjarna, í dans- og söngvamyndum þegar ég var lítil eða vinna í sirkus,“ segir hún og hlær. En síðar þegar ég áttaði mig á hæfileikaleysinu, ætlaði ég í ferðamálafræði en þetta æxlaðist svona. Mamma var hjúkrunarfræðingur og pabbi læknir. Mig langaði að ferðast til Afríku og annarra fjarlægra landa og það var móðir mín sem hvatti mig til að fara í þetta nám af praktískum ástæðum. Hún sagði að ég yrði aldrei atvinnulaus og hún hafði rétt fyrir sér. Ég elska starfið mitt sem hjúkrunarfræðingur og það getur líka boðið upp á ferðalög og ævintýralegar upplifanir ef maður vill og þess vegna hef ég svo gaman af vinnu minni við kvikmyndatökur,“ segir hún að lokum og ljóst að fleiri kvikmyndaævintýri bíða Jónínu núna þegar heimsfaraldurinn er að fjarlægast. Viðtal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.