Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 39
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 39
Veðurteppt í Kulusuk
Eru bakvaktir í teyminu? „Nei því miður er enginn
á bakvakt, hvorki læknir né hjúkrunarfræðingur, eins
og staðan er í dag. Stundum erum við heppin og það
er einhver á vaktinni sem kemst í flutning en annars er
hringt í meðlimi teymisins og treyst á að einhver komist
í bráðaflutning. Ég hef hlaupið á móti sjúkrabílnum
heiman frá mér og verið kippt upp í. Við viljum vera
komin af stað innan hálftíma eftir að óskað er eftir
bráðum flutningi,“ útskýrir hún. Ég frétti að þú hafir eitt
sinn verið stödd á Akureyri þegar þú fékkst símtal þar
sem þú varst beðin um að sinna barni á sjúkrahúsinu
þar? „Já, það passar. Ég var í fríi og það náðist ekki í neinn
í teyminu nema mig. Ég sagðist vera stödd á Akureyri
í fríi en var fljót að koma mér upp á sjúkrahúsið til að
sinna nýburanum. Það kom læknir að sunnan og hitti mig
þar og saman gátum við veitt barninu gjörgæslumeðferð.“
En hvað er það eftirminnilegasta sem þú hefur
upplifað með flutningsteyminu? „Einu sinni þurftum
við að sækja barn til Tasiilaq á Grænlandi en til að
komast þangað þarf að fljúga til Kulusuk og fara þaðan
með þyrlu til Tasiilaq. Daginn áður hafði verið gerð
tilraun til að sækja barnið en þá var ekki hægt að lenda í
Kulusuk. Flugvélin okkar gat lent næsta dag í Kulusuk en
við vorum ekki fyrr lent en það skall á óveður svo þyrlan
gat ekki flogið til Tasiilaq. Þetta var mjög dramatískt
því við enduðum á að vera veðurteppt í Kulusuk í tvo
sólarhringa. Þá komst þyrlan að sækja okkur og við
gátum loksins sótt barnið. Allt fór vel að lokum og barnið
komst á Barnaspítala Hringsins,“ svarar Elín brosandi.
Öll skilningarvit á fullu
Hvernig er að vera í háloftunum með veikt barn?
„Maður er „on high alert“ ef það má orða það þannig,
öll skilningarvit eru á fullu. Maður slakar aldrei á og
er á tánum allan tímann. Flugtak og lending. Ég er
alltaf þeirri stund fegnust þegar ég kem til baka aftur
á nýburagjörgæsluna, ég finn hvernig ég slaka á þegar
barnið er komið í öruggt umhverfi. Þessir flutningar taka
mjög mikið á, umhverfið er lítið og þröngt, maður er oft
á hnjánum og þetta eru ekki bestu vinnuaðstæðurnar
en ofboðslega skemmtileg vinna samt. En maður þarf
að vera svolítill adrenalínfíkill til að vilja vinna í þessum
aðstæðum,“ segir Elín að lokum.
,,Nýburar eru viðkvæmir fyrir áreiti eins
og ljósi, hitabreytingum, titringi og
hávaða. Besti flutningsmáti fyrir nýbura
er í móðurkviði en það er að sjálfsögðu
ekki alltaf hægt.“
„Ég er alltaf þeirri
stund fegnust þegar
ég kem til baka aftur á
nýburagjörgæsluna, ég
finn hvernig ég slaka á
þegar barnið er komið í
öruggt umhverfi.“
Farteymi