Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 39
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 39 Veðurteppt í Kulusuk Eru bakvaktir í teyminu? „Nei því miður er enginn á bakvakt, hvorki læknir né hjúkrunarfræðingur, eins og staðan er í dag. Stundum erum við heppin og það er einhver á vaktinni sem kemst í flutning en annars er hringt í meðlimi teymisins og treyst á að einhver komist í bráðaflutning. Ég hef hlaupið á móti sjúkrabílnum heiman frá mér og verið kippt upp í. Við viljum vera komin af stað innan hálftíma eftir að óskað er eftir bráðum flutningi,“ útskýrir hún. Ég frétti að þú hafir eitt sinn verið stödd á Akureyri þegar þú fékkst símtal þar sem þú varst beðin um að sinna barni á sjúkrahúsinu þar? „Já, það passar. Ég var í fríi og það náðist ekki í neinn í teyminu nema mig. Ég sagðist vera stödd á Akureyri í fríi en var fljót að koma mér upp á sjúkrahúsið til að sinna nýburanum. Það kom læknir að sunnan og hitti mig þar og saman gátum við veitt barninu gjörgæslumeðferð.“ En hvað er það eftirminnilegasta sem þú hefur upplifað með flutningsteyminu? „Einu sinni þurftum við að sækja barn til Tasiilaq á Grænlandi en til að komast þangað þarf að fljúga til Kulusuk og fara þaðan með þyrlu til Tasiilaq. Daginn áður hafði verið gerð tilraun til að sækja barnið en þá var ekki hægt að lenda í Kulusuk. Flugvélin okkar gat lent næsta dag í Kulusuk en við vorum ekki fyrr lent en það skall á óveður svo þyrlan gat ekki flogið til Tasiilaq. Þetta var mjög dramatískt því við enduðum á að vera veðurteppt í Kulusuk í tvo sólarhringa. Þá komst þyrlan að sækja okkur og við gátum loksins sótt barnið. Allt fór vel að lokum og barnið komst á Barnaspítala Hringsins,“ svarar Elín brosandi. Öll skilningarvit á fullu Hvernig er að vera í háloftunum með veikt barn? „Maður er „on high alert“ ef það má orða það þannig, öll skilningarvit eru á fullu. Maður slakar aldrei á og er á tánum allan tímann. Flugtak og lending. Ég er alltaf þeirri stund fegnust þegar ég kem til baka aftur á nýburagjörgæsluna, ég finn hvernig ég slaka á þegar barnið er komið í öruggt umhverfi. Þessir flutningar taka mjög mikið á, umhverfið er lítið og þröngt, maður er oft á hnjánum og þetta eru ekki bestu vinnuaðstæðurnar en ofboðslega skemmtileg vinna samt. En maður þarf að vera svolítill adrenalínfíkill til að vilja vinna í þessum aðstæðum,“ segir Elín að lokum. ,,Nýburar eru viðkvæmir fyrir áreiti eins og ljósi, hitabreytingum, titringi og hávaða. Besti flutningsmáti fyrir nýbura er í móðurkviði en það er að sjálfsögðu ekki alltaf hægt.“ „Ég er alltaf þeirri stund fegnust þegar ég kem til baka aftur á nýburagjörgæsluna, ég finn hvernig ég slaka á þegar barnið er komið í öruggt umhverfi.“ Farteymi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.