Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 41
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 41
„Ég viðurkenni að það
er óneitanlega svolítið
súrrealískt að upplifa
þetta fjórum dögum eftir
fæðingu, að vera allt í
einu á hliðarlínunni að
fylgjast með barninu sínu í
þessum aðstæðum.“
„En ég upplifði sterkt hvað ég var stödd
á röngum stað, verandi nýbúin að fæða
barn og mætt í flugstöðina í miðjum
heimsfaraldri með tóman barnabílstól,
...“
Brynjarsson læknir höfðu fulla stjórn á aðstæðum
sem var mjög traustvekjandi. Okkur leið ágætlega
miðað við aðstæður en ég er flughrædd og átti nóg
með sjálfa mig. Þegar við lentum fylgdi Björk honum
í sjúkrabílnum til Lundar og Hrólfur læknir fylgdi
okkur í leigubílnum. Svo hittumst við á sjúkrahúsinu og
þremur dögum eftir komuna þangað fór Theódór svo
í aðgerðina sem gekk vonum framar. Við foreldrarnir
vissum ekki að eftir svona stóra opna hjartaaðgerð
er brjóstholið opið í tvo sólarhringa á eftir til að geta
brugðist við ef eitthvað kemur upp á, svo ekki þurfti að
opna bringubeinið aftur. Honum var haldið sofandi í
öndunarvél og fimm dögum eftir aðgerðina var hann
tekinn úr henni. Hann var vakinn og allt gekk eins og í
sögu, átta dögum seinna fórum við svo með hann heim
til Íslands í barnabílstólnum sem við fórum með tóman
út. Flutningsteymið var samt fyrir tilviljun í vélinni á
leiðinni heim, það hittist þannig á að þau voru að flytja
annað barn út og voru á heimleið á sama tíma sem var
ótrúlega gott. Það veitti okkur öryggi að vita af þeim,“
segir hún og bætir við að ekkert hafi komið upp á í
fluginu eða eftir aðgerðina. Theódór er nýorðinn eins árs
og Theódóra segir að hann sé undir reglulegu eftirliti en
braggist vel og eðlilega
Að lokum ef þú ættir að lýsa flutningsteyminu
með einni setningu?
Flutningsteymið er mjög mikilvægur hlekkur í þjónustu
við fjölskyldur á krefjandi tíma í lífinu. Traustvekjandi
og við fullkomna stjórn án þess þó að það bitni á
umhyggjusemi gagnvart barninu, og ekki síst, okkur
foreldrunum.
Foreldrarnir með nýfæddan
son sinn.
Farteymi