Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 44
44 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Betri vinnutími Samantekt og staða frá kjara- og réttindasviði Fíh Kristjana E. Guðlaugsdóttir, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjararáðgjafi Harpa Júlía Sævarsdóttir, sérfræðingur í kjaramálum Þann 1. janúar og 1. maí árið 2021 fór af stað verkefnið Betri vinnutími, hjá dagvinnuhópum annars vegar og vaktavinnuhópum hins vegar. Verkefnið er ákveðið tilraunaverkefni sem lýst er í Fylgiskjali 1 og 2 sem fylgir miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Verkefnið tekur til alls starfsfólks hjá ríki, sveitarfélögum, Reykjarvíkurborg og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Leiðarljós verkefnisins eru öryggi, heilsa og jafnvægi, ásamt því að samræma betur vinnu og einkalíf. Það er í gildi til 31. mars 2023 samhliða gildistíma kjarasamninga. Stýrihópur og matshópur launagreiðenda og launþega fylgjast vel með lykilmælikvörðum verkefnisins, bæði fyrir hönd launþega og stofnanna. Forsendur verkefnisins eru skýrar. Þetta er breytingarferli sem felur í sér tækifæri en jafnframt takmarkanir sem þarf og verið er að greina. Verkefnið hefur vakið athygli annarra þjóða sem fyrirmynd og þáttur sem litið er til sem áhugaverða nálgun til að mæta því álagi sem faraldur COVID-19 hefur valdið á vinnumarkaði. Betri vinnutími í vaktavinnu hófst 1. maí 2021 og var sá tími vissulega áskorun með sumarið fram undan og alheimsfaraldur í gangi. Kerfisbreytingin var kynnt hjúkrunarfræðingum á breiðum vettvangi, bæði af verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu, Starfsmennt, stofnunum og Fíh. Nú líður að því að um ár sé komið frá þeim tíma og er verkefnið hálfnað. Nauðsynlegt er að hafa í huga að þetta er umbótaverkefni sem þarf að vera í stöðugri skoðun þar sem um ákveðið tímabundið tilraunaverkefni er að ræða. Það eru enn að finnast tækifæri til umbóta og það þarf að endurskoða verkefnið á hverjum stað reglulega og endurmeta þætti eins og t.d. starfshlutfall og dreifingu vakta. Breytingin hefur ekki verið fest í sessi og skrifuð inn í kjarasamninga. Þess vegna þarf að greina vel annamarka verkefnisins sem og tækifærin til þess að það sé hægt að betrumbæta breytinguna, ef hana á að festa í sessi. Félagið er ánægt með hvað hjúkrunarfræðingar eru duglegir að láta heyra frá sér og fundað er reglulega með trúnaðarmönnum hjúkrunarfræðinga um stöðu verkefnisins. Fleiri tækifæri eru fram undan til þess að ræða þessi mál, sem og önnur kjaratengd málefni. Fyrirhugaðir eru fundir með hjúkrunarfræðingum vítt og breytt um landið, könnun verður lögð fyrir hjúkrunarfræðinga á haustdögum og einnig verður haldin kjararáðstefna í haust en hún verður nánar kynnt í júní útgáfu Tímarits hjúkrunarfræðinga. Kjara- og réttindasvið Fíh
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.