Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 46
46 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Allt um orlof Ávinnsla orlofs Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl. Með starfi á orlofsárinu ávinnur hjúkrunarfræðingur sér rétt til orlofs og orlofslauna á næsta orlofsári. Allir hjúkrunarfræðingar ávinna sér nú 30 daga sumarorlof. Hjúkrunarfræðingar eiga einnig rétt á að taka út að lágmarki 15 daga samfellda (alls 3 vikur) og alls 30 daga orlof á sumarorlofstímabili sem er 1. maí -15. september. Orlofsfé Greitt er orlofsfé af álagi og yfirvinnu og lagt inn á bankareikning viðkomandi. Það er greitt út í maí ár hvert. Ákvörðun orlofs Yfirmaður ákveður, í samráði við hjúkrunarfræðing, hvenær orlof skuli veitt. Yfirmanni er skylt að verða við óskum hjúkrunarfræðings um hvenær orlof skuli veitt, verði því við komið vegna starfsemi stofnunar. Ákvörðun um sumarorlof skal liggja fyrir 31. mars og tilkynnt hjúkrunarfræðingi með sannanlegum hætti, svo sem í tímaskráningarkerfi stofnunar, nema sérstakar aðstæður hamli. Tímabil sumarorlofs Tímabil sumarorlofs er frá 1. maí til 15. september. Úttekt orlofs Taka skal orlof fyrir lok orlofsársins, þ.e. fyrir 30. apríl ár hvert, þó er við sérstakar aðstæður hægt að fresta töku orlofs um eitt ár. Hjúkrunarfræðingur á rétt til þess að taka sér sumarfrí óháð því hvort viðkomandi eigi rétt á launum í orlofi. Komi hjúkrunarfræðingur úr öðru starfi án þess að hafa þar notið áunnins orlofs, þá á hann rétt á launalausu orlofi þar til 30 daga orlofi er náð. Lenging orlofs Sé orlof eða hluti orlofs tekið utan sumarorlofstímabils, að beiðni yfirmanns, skal sá hluti orlofsins lengjast um 25%. Sé það að ósk hjúkrunarfræðings að geyma töku sumarorlofs þá kemur ekki til lenging á orlofi teknu utan sumarorlofstímabils. Ef ekki var unnt að veita fullt sumarorlof (30 daga) á sumarorlofstímabili sem lýkur 15. september þá er 25% lenging á orlofsdögum teknum eftir þann tíma. Þessu þarf að fylgjast með þar sem það er yfirmaður sem tekur afstöðu til lengingar orlofs hverju sinni. Kjara- og réttindasvið Fíh Texti: Harpa Júlía Sævarsdóttir Nýr orlofskafli tók gildi í júní 2020, um leið og miðlunartillaga ríkissáttasemjara. Orlofskaflinn er samkvæmt gildandi orlofslögum (https://www.althingi.is/lagas/ nuna/1987030.html). Breytingarnar sem gerðar voru, eru til þess fallnar að stuðla að tækifærum fólks til að taka orlof á orlofsárinu og rétt til þess að taka fullt orlof á orlofstíma. Það er því miður algengt að ekki sé hægt að verða við óskum hjúkrunarfræðinga um að taka fullt orlof á sumarorlofstíma. Því mun orlof sem tekið er fyrir utan orlofstímann, áfram vera með lengingu, líkt og tiltekið er í orlofslögum og miðlægum kjarasamningum. Aftur á móti þarf framvegis að liggja fyrir því skrifleg beiðni yfirmanns.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.