Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 47
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 47 Frestun orlofs Flutningur orlofs milli ára er óheimil en þó með eftirfarandi undantekningum: Ef hjúkrunarfræðingur tekur ekki orlof eða hluta af orlofi, að skriflegri beiðni yfirmanns, getur orlofið geymst til næsta orlofsárs, enda hafi hjúkrunarfræðingur ekki lokið orlofstöku á orlofsárinu. Sama gildir um hjúkrunarfræðing í fæðingarorlofi. Í slíkum tilvikum getur uppsafnað orlof þó aldrei orðið meira en 60 dagar. Nýti hjúkrunarfræðingur ekki hina uppsöfnuðu orlofs- daga, fyrnast þeir. Upplýsingar um stöðu þegar áunnins og ótekins orlofs skulu vera hjúkrunar- fræðinig aðgengilegar í tímaskráningarkerfi stofnunar. Veikist hjúkrunarfræðingur í orlofi, telst sá tími ekki til orlofs sem veikindum nemur, enda sanni hjúkrunarfræðingur með læknisvottorði að hann geti ekki notið orlofs. Tilkynna skal yfirmanni án tafar með sannanlegum hætti ef um veikindi eða slys í orlofi er að ræða. Í slíkum tilvikum er heimilt að flytja ótekið orlof til næsta árs. Hjúkrunarfræðingur í veikindum og hlutaveikindum geta ekki tekið orlof meðan á þeim stendur og gilda þar aðrar reglur um frestun á orlofi. Fyrning orlofs Önnur breyting á orlofskaflanum varðar reglur um fyrningu orlofs bæði vegna orlofs sem ekki er tekið á orlofsárinu sbr. gr. 4.6.1 í kjarasamningum, ásamt undantekningu um ótekið orlof (gjaldfallið). Til að koma í veg fyrir að tvær fyrningarreglur væru í gildi á sama tíma var tekin ákvörðun um að fram til 30. apríl 2023 verði orlof fyrnt með sama hætti og verið hefur til þessa: Hjúkrunarfræðingur getur 1. maí ár hvert mest átt inni orlof sem nemur einu orlofsári við upphaf nýs orlofsárs, annað fyrnist. Áunnið og gjaldfallið orlof getur mest verið tvöfalt, þ.e. það sem gjaldféll við upphaf yfirstandandi orlofsárs og frestað gjaldfallið orlof frá árinu á undan (60 dagar). Þetta gildir til 30. apríl 2023. Fyrning samkvæmt nýjum reglum tekur gildi 1. maí 2023 og þá verður ekki hægt að flytja ótekið orlof milli orlofsára nema í undantekningartilvikum. Undantekningar eru ef: hjúkrunarfræðingur frestar orlofi að skriflegri beiðni yfirmanns, hjúkrunarfræðingur er í fæðingarorlofi, hjúkrunarfræðingur getur ekki tekið orlof vegna veikinda. Það orlof sem er verið að ávinna á yfirstandandi orlofsári og losnar 1. maí n.k. á að ljúka við að taka á orlofsárinu. Það fyrnist ef það hefur ekki verið tekið fyrir 30. apríl 2023. Orlofsuppbót Orlofsuppbót er greidd út 1. júní ár hvert. Hjúkrunarfræðingur, sem er í starfi til 30. apríl þar á undan, eiga að fá orlofsuppbót. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót árið 2022 er 53.000 kr. Kjara- og réttindasvið Fíh
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.