Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 49
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 49 ,,Að því loknu slökkvum við ljós á ganginum á deildinni. Það er gert af virðingu við þann sem er að skilja við en ekki síst til að minna starfsfólk og gesti deildarinnar á að ganga hljóðlega um.“ Á annarri stofu á að taka sjúkling sem var í opinni hjartaaðgerð fyrr um daginn á rúmstokk og ég fer til að aðstoða við það. Til þess þarf a.m.k. þrjá starfsmenn þar sem sjúklingurinn er enn tengdur við hjartarafsjá, vökvadælur og dren svo ekki sé minnst á að einn og einn sjúkling svimar við fyrstu framúrferð og þá er gott að hafa margar hendur til stuðnings. Ég kíki á vaktstjórasímann til að sjá hvort einhver hafi svarað beiðni minni um að koma á næturvaktina og þá hringir hann. Í símanum er hjúkrunarfræðingur af legudeild á Hringbrautinni. Fyrr um daginn hafði verið útskrifaður til þeirra sjúklingur af gjörgæslunni og sú sem hringir vill fá ráðgjöf. Gjörgæsludeildir Landspítala veita legudeildum á Hringbraut og í Fossvogi formlegan stuðning, meðal annars með eftirliti með ákveðnum sjúklingum, eftir útskrift af gjörgæslu. Þetta kallast eftirgæsla. Eftirgæsla er reglubundið mat og eftirlit með sjúklingi sem legið hefur á gjörgæslu í að minnsta kosti 72 tíma. Klínískir sérfræðingar í gjörgæsluhjúkrun sinna eftir-gæslu á dagvinnutíma, utan þess tíma, sinna eftirgæslu annaðhvort vaktstjórar á gjörgæsludeildum eða þeir hjúkrunarfræðingar sem hjúkruðu viðkomandi í gjörgæslulegunni. Ég þekki sjúklinginn sem um ræðir og læt samtarfsfólk mitt vita að ég fari af deildinni til að kíkja á hann. Þegar ég kem á deildina, byrja ég á því að tala við hjúkrunarfræðinginn sem er ábyrgur fyrir sjúklingnum og við förum svo saman til sjúklingsins. Þegar málið hefur verið leyst sammælumst við um að gjörgæsluhjúkrunarfræðingur á næturvakt muni hringja til að heyra hvernig gangi. Á leiðinni til baka kem ég við í matsalnum og kippi með mér einhverjum kræsingum í kvöldmatinn. Vaktin líður áfram, við skiptumst á að fara í mat og þegar allir eru komnir til baka hjálpumst við að með hin ýmsu verk, aðhlynningu, sáraskipti, lyfjagjafir, framúrferðir, blóðprufur, samtöl við ættingja, annaðhvort í síma eða á deildinni, og skráningu svo eitthvað sé nefnt. Enn hringir síminn og áður en ég svara honum, loka ég augunum og sendi beiðni út í kosmosið um að þetta sé einhver að segjast ætla að fórna nætursvefninum og koma á næturvakt. Í símanum er hins vegar sérfræðingurinn á vaktinni. Hún segir mér að á leiðinni í hús sé maður sem hafi farið í hjartatopp í heimahúsi og þurfi á gjörgæslu að halda. Hann muni fyrst fara í hjartaþræðingu og sneiðmyndatöku en koma að þeim rannsóknum loknum á deildina. Ég er eini lausi hjúkrunarfræðingurinn svo það gefur auga leið að ég taki við sjúklingnum sem er á leiðinni til okkar. Við hjálpumst að við að undirbúa komu hans, yfirfara stæði og tækjabúnað og blanda þau lyf sem við þurfum til að meðhöndla sjúklinginn. Ég bið einn af sjúkraliðunum okkar að fara með gjörgæslurúm á hjartaþræðingarstofuna svo hægt sé að flytja sjúklinginn upp til okkar á öruggan hátt. Það er allt tilbúið fyrir komu sjúklings og ég Vaktin mín tek mér tíma til að kíkja enn á vakstjórasímann. Þar leynist SMS frá hjúkrunarfræðingi sem er til í að koma á næturvaktina. Ég hringi strax í hana til að staðfesta vaktina og bæti henni á planið. Ég nýti tímann áður en sjúklingurinn, sem ég á að taka við, kemur á deildina til að heyra í öllum hjúkrunar- fræðingum vaktarinnar um ástand sjúklinganna til að geta gefið næsta vaktstjóra yfirsýn yfir deildina. Renni yfir mönnun og ráðfæri mig við góðan kollega um niðurröðun verkefna fyrir næstu vakt og við gerum smávægilegar breytingar. Enn hringir síminn og í þetta skipti er það sérfræðingurinn okkar að láta vita að þau séu á leiðinni á deildina með sjúklinginn. Ég finn hvernig púlsinn verður aðeins hraðari því verkefnið fram undan er bæði krefjandi og spennandi. Þegar nýr sjúklingur leggt inn á deildina eru allir tilbúnir að aðstoða. Móttakan gengur vel, sjúklingurinn er í öndunarvél og með sídreypi í æð sem styðja við hjarta og æðakerfi og lyf til slæfingar. Við tengjum hann í hjartasírita og getum þannig séð í beinni útsendingu helstu lífsmörk eins og púls, blóðþrýsting, öndunartíðni og hita og getum brugðist við hratt og örugglega ef einhverjar breytingar verða. Ég fer yfir meðferðina með sérfræðingi og við leggjum línur fyrir næstu klukkustundirnar. Tíminn hefur liðið hratt og áður en ég veit af er nætur- vaktin mætt. Við förum yfir mál sjúklingsins, fyrirhugaða meðferð og hvað hefur þegar verið gert. Ég veit að ég skil sjúklinginn minn eftir í öruggum höndum og fer og leita uppi vaktstjóra næturvaktarinnar til að gefa henni yfirsýn yfir deildina og plön morgundagsins. Þau geta auðveldlega riðlast, þannig er starfsemi gjörgæslunnar einfaldlega. Þar breytast hlutirnir hratt og ég veit að þegar geng inn á deildina á næstu vakt gætu aðstæður á deildinni verið allt aðrar. Það og akkúrat það er það besta en líka það erfiðasta við að vinna á gjörgæslu. Vaktinni minn er lokið og ég geng út af deildinni, tæmi hugann og það eina sem ég spái í núna er hvaða leið ég ætla að ganga heim. Gunnar Helgason, Áslaug Arnoldsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.