Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 50
INNGANGUR Að verða foreldri er stór breyting í lífi fólks sem oftast er ánægjuleg en aðlögunin að nýjum aðstæðum er jafnframt krefjandi og getur verið streituvaldandi (Copeland og Harbaugh, 2019; Wiklund o.fl., 2018). Breytingin getur haft áhrif á líðan og tilfinningar para (Wiklund o.fl., 2018), auk þess sem ábyrgðin og nýjar áskoranir geta breytt sjálfsmynd þeirra (Riggs o.fl., 2018). Mæður upplifa gjarnan erfiðleika við að ná jafnvægi á eigin lífi eftir fæðingu, að sinna eigin þörfum á sama tíma og þær kynnast nýburanum og hans þörfum (Copeland og Harbaugh, 2019). Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í gegnum allt barneignarferlið, frá getnaði til og með sængurlegu (Gilmer o.fl., 2016). Smitsjúkdómurinn COVID-19 kom fyrst til sögunnar í desember 2019. Fljótlega dreifðist hann hratt út og varð að heimsfaraldri. COVID-19 er af völdum kórónuveiru sem veldur öndunarfærasýkingu með misalvarlega birtingarmynd (Umakanthan o.fl., 2020). Flest lönd gripu til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir til að sporna gegn frekari útbreiðslu sjúkdómsins. Gripið hefur verið til margvíslegra takmarkana s.s. ferðatakmarkana, fjöldatakmarkana og fjarlægðarmarka. Faraldurinn hefur haft þau áhrif að margir hafa misst vinnuna og óvissa ríkir um framtíðarstörf sökum efnahagslegra áhrifa (Daly o.fl., 2021). Venjur margra fjölskyldna hafa tekið breytingum þar sem biðlað var til fólks að vera sem mest heima, skólum og daggæslum var lokað og foreldrar þurftu margir hverjir að vinna heima (Russell o.fl., 2020). Faraldurinn hefur leitt af sér miklar breytingar á þjónustu við foreldra ungra barna til að verja heilbrigðisstarfsfólk og verðandi mæður gegn smiti (Davis-Floyd o.fl., 2020). COVID-19 hefur leitt til breytinga á starfi hjúkrunarfræðinga og þeirri þjónustu sem þeir veita nýbökuðum og verðandi foreldrum (Arnetz o.fl., 2020). Faraldurinn hefur haft áhrif á andlega líðan nýbakaðra og verðandi mæðra, ekki síður en almennings og fjölskyldna (Dib o.fl., 2020; Russell o.fl., 2020; Vindegaard og Benros, 2020). Að verða foreldri getur verið streituvaldandi en COVID-19 faraldurinn hefur aukið streitu tengda barneignarferlinu. Hræðsla við að smitast, einangrun, skortur á upplýsingum og tekjutap eru þættir sem hafa haft mikil áhrif á líðan fjölskyldunnar (Russell o.fl., 2020). Mæður sem áttu barn á tímum COVID-19 töldu að faraldurinn hefði haft áhrif á andlega líðan þeirra. Áhyggjur þeirra voru miklar, skortur var á upplýsingum og breyting var á þjónustu (Ollivier o.fl., 2021). Mæður misstu stuðning í gegnum meðgöngu og fæðingu, viðvera stuðningsaðila í fæðingu var takmarkaðri og miklar breytingar urðu á mæðravernd (Chivers o.fl., 2020). Takmarkanirnar höfðu áhrif á félagsleg tengsl sem varð til þess að stórfjölskyldan missti af merkilegum atburðum í lífi nýburans (Ollivier o.fl., 2021). Barneignarferli á tímum COVID-19 Hlutverk hjúkrunarfræðinga MAGÐALENA LÁRA SIGURÐARDÓTTIR hjúkrunarfræðingur SARA HILDUR TÓMASDÓTTIR BRIEM hjúkrunarfræðingur HILDUR SIGURÐARDÓTTIR lektor og ljósmóðir Höfundar Barneignarferli á tímum COVID-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.