Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 53
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 53 að stuðningsaðili hafi ekki mátt vera viðstaddur fósturskimun hafi skapað meiri ótta og kvíða hjá verðandi mæðrum og vakið upp spurningar um öryggi þjónustunnar fyrir fæðingu (Davis- Floyd o.fl., 2020). Margir verðandi foreldrar höfðu áætlað að fara á fæðingar- námskeið fyrir COVID-19 en hjá um 75% var námskeiðunum aflýst sökum faraldursins. Um helmingi þeirra var boðið fæðingarnámskeið á netinu í stað námskeiðsins sem átti að vera á staðnum. Flestir verðandi foreldrar (93,2%) sögðust frekar hafa kosið námskeið á staðnum en námskeið á netinu ef það hefði staðið til boða (Burgess o.fl., 2021). Brjóstagjöf Mæður í Bretlandi sem eignuðust barn þegar samkomu- takmarkanir voru sem mestar lýstu margar hverjar skorti á stuðningi við brjóstagjöf. Skortur var á raunverulegri aðstoð þar sem þær fengu hagnýt ráð um t.d. hvernig þær ættu að leggja barnið á brjóst. Þær leituðu margar hverjar eftir stuðningi frá fjölskyldu, vinum og mömmuhópum á samfélagsmiðlum. Makar voru helstu stuðningsaðilar þeirra (Vazquez-Vazquez o.fl., 2021). Veiran sem veldur COVID-19 hefur fundist í sýnum brjósta- mjólkur en óvíst er hvort smit berist til barns með mjólkinni. Á sumum stöðum var haldið aftur af húð við húð snertingu nýburans við foreldra, barn aðskilið frá móður og brjóstagjöf ekki hafin hjá mæðrum með grun um eða staðfest smit vegna hugsanlegs skaða sem það gæti valdið barninu (Souto o.fl., 2020). Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur mælt með því að konur sem eru með staðfest smit eða grun um smit hefji eða haldi samt sem áður áfram brjóstagjöf. Hugsanlega er brjóstagjöf verndandi þáttur fyrir barnið þar sem mótefni í brjóstamjólk berast til barns. Kostir brjóstagjafar vega verulega upp á móti mögulegu smiti til barns og því ætti ekki að hætta brjóstagjöf ef mögulegt er (Kotlar o.fl., 2021). Breyting á fjölskyldulífi Vísbendingar eru um að þeir sem upplifa mikla umönnunar- byrði, t.d. foreldrar, upplifa meiri og sterkari neikvæð viðbrögð á tímum hamfara eins og heimsfaraldurs. Kvíði og áfallastreita getur einnig aukist hjá umönnunaraðilum þegar umönnunarbyrði eykst (Russell o.fl., 2020). Þegar umönnunaraðilar takast á við aukna streitu verður andleg og tilfinningaleg líðan þeirra fyrir miklum áhrifum. Það að annast fjölskylduna verður þeim erfitt og foreldrar geta upplifað þessar hindranir í foreldrahlutverkinu sem óyfirstíganlegar (Prime o.fl., 2020). Foreldrar móta sín eigin viðbrögð, hver þeirra bjargráð eru og hvernig þau hlúa að sjálfum sér í erfiðum aðstæðum. Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna og rannsóknir gefa til kynna að þó að börn telja sig ekki verða fyrir eins miklum áhrifum af erfiðleikum og foreldrar þeirra, upplifa þau álíka mikla vanlíðan (Russell o.fl., 2020). Hræðsla foreldra getur smitað út frá sér og börn verið sérstaklega næm á tilfinningalegt ástand fullorðinna í kringum sig, sérstaklega foreldra sinna (Imran o.fl., 2020). Streita og álag foreldra á hamfaratímum getur magnað upp umönnunarbyrði og andleg einkenni, sem gæti haft áhrif á samband foreldra og barna (Russell o.fl., 2020). Að vera foreldri er streituvaldandi við venjulegar kringum- stæður. COVID-19 faraldurinn hefur leitt til aukinnar streitu hjá almenningi sem er greinilegri hjá foreldrum en öðrum fullorðnum sem ekki eiga börn. Á tímum faraldursins gripu margir skólar og daggæslur til þess ráðs að loka. Skólastarf færðist heim og börnin voru mun meira heima (Russell o.fl., 2020). Faraldurinn og breytingarnar sem urðu á daglegu lífi höfðu meiri áhrif á feður en mæður. Þeir sem glímdu við fjárhagserfiðleika lýstu einnig meiri umönnunarbyrði og geðrænum einkennum (Russell o.fl., 2020). Streita tengd faraldrinum getur hafa aukist hjá fjölskyldum barna með sérþarfir og krefjandi hegðunarvandamál vegna þess að stuðningur sem þær nutu fyrir var skertur (Prime o.fl., 2020). Foreldrar þurftu margir hverjir að vinna heima á tímum COVID-19 og börnin einnig þegar skólar lokuðu. Það að sinna bæði vinnu og börnum, jafnvel í sama rými, þessar aðstæður gátu haft hindrandi áhrif á afköst foreldra í vinnunni (Waizenegger o.fl., 2020). Hlutverk hjúkrunarfræðinga COVID-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á störf heilbrigðis- starfsfólks. Heilbrigðiskerfið hefur þurft að takast á við margvíslegar áskoranir út um allan heim. Í faraldrinum hafa hjúkrunarfræðingar staðið frammi fyrir aðstæðum sem ógna heilsu þeirra, vellíðan og getu til að sinna starfi sínu. Hjúkrunarfræðingar hafa upplifað örmögnun, líkamleg óþægindi í kjölfar langra vinnudaga í hlífðarbúnaði, hræðslu við að smitast og tilfinningalega vanlíðan. Þessir álagsþættir eru viðbót við álag í störfum hjúkrunarfræðinga sem var ærið fyrir (Arnetz o.fl., 2020). Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki í forvörnum gegn COVID-19 og viðbrögðum við faraldrinum. Þeir veita sjúklingum persónulega hjúkrun og innleiða heilsuseflingar- áætlanir og forvarnir í samfélaginu og fyrir aðra heilbrigðis- starfsmenn. Heimsfaraldur krefst virkrar þátttöku hjúkrunar- fræðinga bæði við umönnun, við heilbrigðisfræðslu og miðlun lýðheilsuupplýsinga til samfélagsins á tímum COVID-19. Hjúkrunarfræðingar veita sjúklingum, fjölskyldum og almenningi upplýsingar um faraldurinn, biðla til almennings um að fylgja tilmælum heilbrigðisyfirvalda og stuðla að aðgerðum til að koma í veg fyrir ný smit. Leiðtogar í hjúkrun eru enn fremur ábyrgir fyrir því að veita hjúkrunarfræðingum uppfærðar upplýsingar reglulega varðandi verklagsreglur um vinnuvernd (Bolina o.fl., 2020). Hjúkrunarfræðingar veita foreldrum í barneignarferlinu mikilvægan stuðning. Þeir hafa þekkingu og færni til að styðja við nýja foreldra í þeirra hlutverki með notkun gagnreyndar þekkingar og starfshátta. Þarfir nýrra foreldra eru mismunandi og því þarf að aðlaga heilbrigðisþjónustu að þeirra óskum og hjúkrunarfræðingar þurfa að meta gagnrýnið hvað á við hverju sinni. Hjúkrunarfræðingar ættu að leiðbeina nýjum foreldrum og benda á úrræði sem standa þeim til boða ef þeir standa frammi fyrir erfiðleikum t.d. eins og svefnráðgjöf (Gilmer o.fl., 2016). Það er mikilvægt að heilbrigðiskerfið sem veitir nýjum foreldrum þjónustu hafi getu til að bregðast hratt og örugglega við nýjum aðstæðum. Fyrstu mánuðir COVID-19 leiddu í ljós að þjónusta við nýbakaða foreldra var ábótavant Fræðslugrein
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.