Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 56
Að verja starfsheilbrigði í krefjandi starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga Reynsla hjúkrunarfræðinema af áhrifum boðorða þjónandi forystu innan heilbrigðiskerfisins GUÐRÚN EYDÍS EYJÓLFSDÓTTIR HULDA SIF ÞÓRISDÓTTIR LAUFEY LIND STURLUDÓTTIR MARGRÉT ÁSTA ÍVARSDÓTTIR MARÍA RÓS SIGURBJÖRNSDÓTTIR ÞORBJÖRG INGA ÁSBJARNARDÓTTIR Nemendur við Háskólann á Akureyri DR. SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Kennari Höfundar HINN ÚTKEYRÐI HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Heilbrigðisstörf eru álagstengd margra hluta vegna. Má þar nefna niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, undirmönnun, skort á starfsfólki og núna síðast áhrif af COVID-19. Hjúkrunarfræðingar eru undir vaxandi álagi vegna þessa og samhliða hafa kröfur á stéttina aukist. Orsakir bæði stöðugs og langvarandi álags í starfi hafa valdið aukningu einkenna streitu og kulnunar, sem brýst gjarnan fram í formi tilfinningalegrar örmögnunar (Guo o.fl., 2017). Stjórnendur og deildarstjórar eru eins misjafnir og þeir eru margir og aðhyllast þeir og fylgja mismunandi stjórnunar- stílum. Höfundar hafa allar reynslu af stjórnendum frá sínum vinnustöðum, bæði góða og slæma. Starf hjúkrunarfræðinga er margþætt og skiptir þar miklu að hafa gott utanumhald og yfirsýn. Þegar upp koma vandamál er hins vegar mikilvægt að geta leitað til stjórnanda. Stuðningur, góð samskipti, viðurkenning og hvatning frá stjórnanda eru allt þættir sem ýta undir vellíðan í starfi og þá tilfinningu að starfsmaðurinn skipti máli. Ákveðið var að skoða sérstaklega stjórnunarstílinn sem kenndur er við þjónandi forystu. Höfundar telja að með hann að leiðarljósi sé hægt að minnka álag á starfsfólk og koma á betra starfsumhverfi. Þjónandi forysta er í senn leiðtoga- og stjórnunarstíll, sem leggur til uppbyggilega leið til að auka traust, siðferði og fagmennsku á vinnustaðnum. Í þjónandi forystu huga stjórnendur að heildinni, högum starfsfólks og uppbyggingu starfs á jafningjagrundvelli. Rannsóknir sýna að framkoma leiðtoga og líðan hans hefur áhrif á líðan og árangur undirmanna. Þannig geta styðjandi stjórnendur lækkað streituvalda hjá sínu starfsfólki og bætt líðan þeirra. Ánægja og áhugi af starfi hjálpar hjúkrunarfræðingum við að veita góða hjúkrun, skapa góðan starfsanda og minnkar starfsmannaveltu (Chen og Chen, 2018). Heilsa og vellíðan hjúkrunarfræðinga hefur mikið að segja um starfsgetu og starfsheilbrigði þeirra. Þar geta álagsþættir og slæm líðan komið niður á veittri hjúkrun, umönnun og öryggi skjólstæðinga. Hér verður leitast við að svara spurningunum: Hvaða þættir í starfi hjúkrunarfræðinga eru líklegastir til að draga úr starfsheilbrigði og starfsánægju? Með hvaða hætti er hægt að bregðast við því álagi sem myndast hefur innan hjúkrunar vegna COVID-19? Og hvernig má nýta leiðtogafærni og þjónandi forystu til að styðja við starfsheilbrigði hjúkrunarfræðinga?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.