Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 57
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 57 Þekktu rauðu ljósin Þegar fjallað er um hugtök er venjan að skilgreina þau svo bæði höfundur og lesandi geti sammælst um merkingafræðilegan ramma þeirra. Hugtök á borð við „vellíðan“, „hamingja“, „heilbrigði“ og „ánægja“ verða hins vegar ekki svo auðveldlega skilgreind. Hér á eftir verður fjallað nánar um slík hugtök, einkum í tengslum við hjúkrunarstarfið. Sú umræða tekur mið af almennum málvenjum, ásamt notkun og þýðingu hugtakanna í fræði- og fræðslugreinum. Starfsheilbrigði verður notað sem regnhlífarhugtak um líkamlega, félagslega og sálræna þætti sem hafa áhrif á velferð og heilbrigði einstaklings í starfi. Í því felst m.a. starfsánægja og heilbrigt vinnuumhverfi. Hvoru tveggja stuðlar að góðum starfsanda og getur haft jákvæð áhrif á starfsemi. Í daglegu lífi er gjarnan talað um forvarnargildi þess að þekkja hættur, áhættuþætti og það sem ber að varast. Í atvinnulífinu þarf einnig að huga að því sem getur talist álagsvaldur og áhættuþáttur fyrir heilsu starfsfólks í vinnuumhverfi þess. Stjórnendur og starfsfólk bera sameiginlega ábyrgð á að skapa gott vinnuumhverfi og starfsanda. Það er allra hagur að starfsfólki líði vel á vinnustaðnum og sé ánægt í starfi. Starfsánægja hefur m.a. verið skilgreind út frá viðhorfi og tilfinningum einstaklinga til starfs síns sem geta verið bæði neikvæð eða jákvæð. Starfsánægja byggir á mati hvers og eins á starfi sínu, á starfsumhverfi, stjórnun og samskiptum. Ánægja í starfi getur skipað veigamikinn sess í starfsmannahaldi og heilbrigt vinnuumhverfi er jafnframt talið stuðla að betri þjónustu innan heilbrigðisstofnana. Nokkrir þættir innan vinnustaða eru taldir stuðla að starfsheilbrigði, m.a. valdefling, árangur í starfi, stuðningur frá yfirmanni, væntumþykja, samskipti og gott upplýsingaflæði. Vinnuumhverfi þar sem starfsfólki er leyft að þroskast í starfi og það fær að taka virkan þátt í ákvarðanatöku er einnig talið stuðla að aukinni starfsánægju (Zinn, 2008). Á síðustu áratugum hafa lífslíkur einstaklinga með lang- vinn veikindi aukist með bættri heilbrigðisþjónustu og framförum í læknavísindum. Meðalaldur hækkar og eru aldraðir ört stækkandi hópur í okkar samfélagi. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands (2019) er talið að aldraðir verði rúmlega 25% þjóðarinnar árið 2055, en árið 2019 voru þeir í kringum 14%. Samfara þessari þróun mun fjölga í hópi þeirra sem þurfa á hjúkrunarþjónustu að halda. Víða er nú þegar skortur á starfsfólki í hjúkrun og þykir einsýnt að ekki verði hægt að þjónusta alla þá sem þurfa á hjúkrun að halda. Talið er að 7,6 milljónir hjúkrunarfræðinga muni vanta til að uppfylla hjúkrunarþörf á heimsvísu árið 2030 (WHO, 2016). Viðamiklar ráðstafanir og úrbætur þarf því til að tryggja fagfólk áfram til vinnu. Skortur á hjúkrunarfræðingum og viðvarandi mannekla hefur áhrif á gæði og umönnun skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Um leið hefur slíkur skortur neikvæð áhrif á starfsánægju hjúkrunarfræðinganna sjálfra. Starfsálag og óánægja í starfi dregur úr löngun og áhuga þeirra á starfi sínu og með snjóboltaáhrifum getur hvorutveggja viðhaldið ástandinu. Þá smitar streita og óánægja í starfi út frá sér og hefur í senn neikvæð áhrif á vinnustað, starfsánægju annarra og ekki síst þá þjónustu sem veitt er (Lu o.fl., 2019; Rodríguez- Monforte o.fl., 2021). Vernd starfsheilbrigðis Á síðustu árum hefur mikið verið rætt um streitu, kulnun og brotthvarf hjúkrunarfræðinga úr stéttinni. Vaktavinna er vel þekktur streituvaldur, að ónefndu miklu álagi á heilbrigðiskerfið og vinnustaði innan þess. Auknar starfstengdar kröfur, álag og ábyrgð taka sinn toll og erfitt getur verið að samræma einkalíf, vinnu og frítíma. Birtingarmyndir vinnutengds álags og streitu geta verið mismunandi á milli einstaklinga en tengjast gjarnan verri líðan starfmanna. Hjúkrunarfræðingar þurfa að hlúa sjálfir að velferð sinni og heilsu og axla vissa ábyrgð á starfsheilbrigði sínu. Stofnanir og stjórnendur bera þó mestan þunga af framsetningu og útfærslu álags- og streituúrræða til starfsmanna sinna. Löggjafinn veitir starfsmönnum enn fremur ákveðna vernd, t.d. þegar kemur að umhverfi vinnustaða og öryggi. Í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 (vinnuverndarlögin) kemur fram, að tilgangur þeirra sé að leitast við að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Vinnuverndarlögin fjalla meðal annars um skipan fulltrúa í öryggisnefnd og stofnun öryggisráðs, sem eftir atvikum tekur mið af stærð vinnustaðar og fjölda starfsmanna. Þá eru ákvæði um lögboðinn hvíldartíma, frítíma og hámarksvinnutíma. Enn fremur er fjallað um áhættumat, heilsuvernd og heilsufarsskoðanir. Þar kemur fram að atvinnurekandi beri ábyrgð á að gerð sé áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Sú áætlun á að fela í sér mat á áhættu í starfi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og áhættuþátta í umhverfi. Þegar áhættumat á vinnustað gefur til kynna að heilsu og öryggi starfsmanna sé hætta búin skal atvinnurekandi grípa til nauðsynlegra forvarna í þeim tilgangi að koma í veg fyrir hættuna eða, þar sem þess er ekki kostur, draga úr henni eins og frekast er unnt. Áætlunin á einnig að Fræðslugrein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.