Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 61
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 61 heilindum og einlægni stjórnandans og að hann sé sannur bæði í framkomu og starfi gagnvart sínum starfsmönnum. Tafla 2 sýnir samantekt á umfjöllunarefninu Horft til framtíðar Margir hjúkrunarfræðingar verja stórum hluta ævinnar á vinnustað sínum. Gott starfsumhverfi er talið skila sér í meiri starfsánægju. Til að bæta starfsumhverfi og starfsheilbrigði hjúkrunarfræðinga er mikilvægt að nýta þá þekkingu og reynslu sem til er um efnið. Þar á meðal um þau neikvæðu áhrif sem álag og undirmönnun getur haft á störf og líðan hjúkrunarfræðinga. Líkja má þessu við öryggisatriði sem farið er yfir í flugvélum. Við verðum fyrst að setja á okkur súrefnisgrímuna sjálf áður en við aðstoðum aðra. Þannig felst ávinningur atvinnurekanda í því að hjúkrunarfræðingar hlúi að sjálfum sér, enda tryggir það sjúklingum og öðrum þjónustuþegum betri hjúkrun. Þeir þættir sem hafa einna helst áhrif á starfsheilbrigði eru álag í starfi og stjórnunarhættir. Mikið álag og ónægur stuðningur geta leitt til streitu sem er beinn áhættuþáttur fyrir kulnun. Aðstæður sem leiða til kulnunar geta skapast í kjölfar niðurskurðar og illa skipulagðra breytinga. Mikilvægt er að hlúa að andlegri heilsu starfsmanna því það eykur vellíðan þeirra í starfi. Ekki er hægt að ítreka nógsamlega mikilvægi sjálfsumönnunar hjúkrunarfræðinga og að atvinnurekendur stuðli að slíkum aðstæðum eða tækifærum. Síðan COVID-19 faraldurinn skall á heimsbyggðina hafa heilbrigðisstarfsmenn þurft að takast á við áður óþekktar aðstæður og gríðarlegt álag í starfi. Á sama tíma hefur dregið úr almennri heilsugæslu og menn óttast að myndast hafi uppsöfnuð þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Því er ljóst að hjúkrunarfræðingar munu áfram vinna í krefjandi umhverfi sem vegið getur að starfsheilbrigði þeirra. Tillögur um hvernig bregðast megi við áhrifum af COVID-19 hafa verið settar fram af Alþjóðaráði hjúkrunarfræðinga. Í þeim kemur fram mikilvægi þess að gæta betur að öryggi í starfsumhverfi og huga að heilsu og velferð hjúkrunarfræðinga. Í því felst að efla þá í leiðtoga- og forystuhlutverkum og fá þá að teikniborðinu þegar kemur að stefnumótun og áætlanagerð í heilbrigðisþjónustu. Þá er líklegt að fara þurfi sérstaklega yfir vinnuverndarlögin og horfa þarf til hvernig tryggja eigi heilsuvernd heilbrigðisstarfsmanna. Leiðtogastíll stjórnanda leikur stórt hlutverk við mótun góðs starfsanda á vinnustöðum og er því beintengdur starfsánægju. Þjónandi forysta byggir á hugmyndafræði sem hægt er að Fræðslugrein Tafla 1. Átta meginþættir þjónandi forystu Boðorð þjónandi forystu Efling (e. empowerment) Leiðtoginn hvetur fylgjendur sína og stuðlar með því að persónulegum þroska þeirra. Eflir sjálfstraust þeirra og eykur trú á eigin færni og ákvarðanatöku Ábyrgðarskylda (e. accountability) Leiðtoginn höfðar til ábyrgðar á þeirri vinnu fylgjenda sinna sem þeir geta borið ábyrgð á Forgangsröðun í þágu annarra (e. standing back) Leiðtoginn setur mál sem fylgjendur hafa áhuga á í forgang og veitir þeim stuðning og viðurkenningu fyrir vel unnin verk Auðmýkt (e. humility) Leiðtoginn getur viðurkennt eigin mistök og þekkir sínar sterku og veiku hliðar og er fær um að leita eftir stuðningi annarra þegar hann þarf Falsleysi (e. authenticity) Leiðtoginn er trúr sjálfum sér og kemur sannlega fram eins og hann er Hugrekki (e.courage) Leiðtoginn hefur þor til að taka áhættu, breyta venjum og standa á móti föstum starfsháttum með nýjum aðferðum og leiðum Fyrirgefning (e. interpersonal acceptance) Leiðtoginn setur sig í spor fylgjenda og sýnir hæfni til að fyrirgefa og leggja ágreiningsmál til hliðar Ráðsmennska (e. stewardship) Leiðtoginn sýnir og tekur ábyrgð. Hann er fyrirmynd í vinnu og þátttöku og setur hagsmuni heildarinnar í forgang (van Dierendonck og Nuijten, 2011) Tafla 2. Þættir sem stuðla að starfsheilbrigði Starfsheilbrigði Reynsla höfunda Hvað segja fræðin? Þjónandi forysta Áhugi Hver ber ábyrgð á eigin starfsheilbrigði Hlúa að mannauðnum Sjálfsefling Heilsa og líðan Úrræði og bjargráð til betri líðanar og eflingar starfsheilbrigðis Siðferði og gildi á vinnustöðum Árangur í starfi Viðurkenning Samskipti við stjórnendur mikilvæg og eykur samvinnu Stjórnunarstíll yfirmanns Stuðningur frá yfirmanni Starfsánægja Þekktu rauðu ljósin Samskipti við stjórnanda Gagnkvæmt traust horfa til sem uppbyggilegs stjórnunarstíls. Boðorð hennar byggja á trausti, skýrum markmiðum og stuðningi frá stjórnanda. Samkvæmt henni er helsta markmið stjórnanda að þjóna undirmönnum sínum og skapa gott vinnuumhverfi. Þannig vinna allir saman að settum markmiðum og samstaða myndast. Styðjandi yfirmaður ber virðingu fyrir starfsfólki sínu og sýnir þeim traust sem veitir þeim viðurkenningu í starfi. Þá leggur hann sig fram um að draga úr streitu í vinnuumhverfi sem hefur í för með sér jákvæð áhrif. Þau áhrif skila sér í betra starfsheilbrigði, hjálpa starfsmönnum að þekkja viðvörunarljósin, draga úr kulnun og bæta almenna heilsu og vellíðan. Heilbrigðiskerfið stendur og fellur með starfsfólki innan þess. Þar eru hjúkrunarfræðingar ein af burðarstoðunum. Til mikils er að vinna og getur áhrifarík stjórnun bætt starfsheilbrigði þeirra, sem er mikilvægur hlekkur til að viðhalda og uppfylla hjúkrunarþörf framtíðarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.