Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 66
66 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Samkvæmt kenningum Lazarus og Folkman (1984) er bjargráðum einstaklings lýst sem vitsmunalegum aðferðum eða atferli til að takast á við innri eða ytri streituvalda sem viðkomandi álítur að reyni á eða séu umfram getu hans til að ráða við. Bjargráðunum er samkvæmt þessum kenningum skipt í tvo meginflokka, annars vegar lausnamiðaðar aðlögunarleiðir og hins vegar tilfinningamiðaðar aðlögunar- leiðir. Einstaklingurinn er líklegur til að grípa til lausnamiðaðra aðlögunarleiða telji hann sig geta tekist beint á við tiltekinn streituvald eða vanda eða breytt afstöðu sinni til hans. Dæmi um slík bjargráð er að leita sér upplýsinga eða aðstoðar frá öðrum. Sé tilgangur bjargráðanna hins vegar fyrst og fremst að takast á við tilfinningaleg viðbrögð eða vanlíðan vegna streituvaldsins grípur viðkomandi til tilfinningamiðaðra aðlögunarleiða til dæmis með neyslu áfengis, slökun eða hugardreifingu. Oftast nýta einstaklingar sér báða flokka aðlögunarleiða í senn og geta þær ýmist styrkt streituviðnám einstaklingsins og seiglu hans eða reynst honum þvert á móti óheilsusamlegar (Lazarus og Folkman, 1984). Rannsakendur víðs vegar um heim hafa beint sjónum sínum að bjargráðum sem nemendur í hjúkrunarfræði grípa til vegna streitu, kvíða og þunglyndis í tengslum við COVID-19 faraldurinn (Majrashi o.fl., 2021). Megin niðurstaða annarra rannsókna er sú að nemendur sem nýta sér stuðning nákominna, takast á við hlutina af seiglu og beita skopskyni, eru síður einmana og eiga auðveldar með að takast á við tilfinningar sínar og streitu á tímum COVID-19 (Begam og Devi, 2021; Casafont o.fl., 2021; Labrague o.fl., 2021; Kim o.fl., 2021). Enn aðrar rannsóknir gefa til kynna betri líðan þeirra sem stunda íþróttir, öndunaræfingar eða jóga á tímum heimsfaraldursins meðan enn önnur rannsókn sýndi að óregla á svefni og næringu tengist hærra streitustigi meðal nemenda (Casafont o.fl., 2021). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna streitu nemenda í hjúkrunarfræði og tengsl streitu við stuðning, mat á eigin heilsu og upplifun á gengi náms. Jafnframt að kanna algengustu bjargráð nemenda gegn streitu og viðhorf þeirra til breytinga sem urðu á námi í fyrstu bylgju COVID-19 faraldursins. Þetta var þversniðsrannsókn meðal nemenda í grunnnámi í hjúkrunarfræðideildum HÍ (N=545) og HA (N=212) og var öllum boðin þátttaka. Gagna var aflað rafrænt frá lok maí og fram í júní með REDCap (e.d), þ.e. eftir að vormisseri lauk. Könnunin var opin í 21 dag. Nemendur fengu könnunina í tölvupósti á netföng sem voru fengin frá nemendaskrá skólanna. Könnunin var send út í lok fyrstu bylgju COVID-19 faraldursins sem hafði haft margþætt áhrif á nemendur í hjúkrunarfræði hérlendis, en umtalsverðar breytingar urðu á námi þeirra. Hvað varðar fræðilega námið þá urðu sér í lagi breytingar hjá nemendum í HÍ. Fyrirlestrum var frestað eða féllu niður, námið færðist yfir á netið og nemendur og kennarar þurftu að tileinka sér rafrænt nám fyrirvaralaust, bein samskipti milli nemenda og kennara minnkuðu og færðust yfir á netið. Samskipti nemenda og verkefnavinna fór enn fremur fram rafrænt. Í AÐFERÐ Streita nemenda í hjúkrunarfræði í fyrstu bylgju COVID-19 HA voru þessar breytingar minni þar sem bóklegt nám var þegar að hluta til kennt með rafrænum hætti. Í báðum skólum breyttist námsmat, próf og próftími. Hvað varðar klínískt nám var náin samvinna milli vettvangs klíníska námsins og heilbrigðisvísindadeilda HA og HÍ um möguleg viðbrögð við COVID-19, og þeim aðstæðum sem kynnu að skapast. Sérstök áhersla var á að nemendur á útskriftarmisseri gætu lokið námi og leitað var leiða til að sem flestir gætu haldið áfram klínísku námi, svo þeir gætu lokið áföngum þess misseris sem þeir voru á. Ýmsar leiðir voru farnar, m.a. sú leið að lágmarka tilfærslu nemenda milli deilda. Það þýddi að nemendur voru stundum lengur í klínísku námi á sömu deild og luku þar áföngum sem ekki tilheyrðu sérgrein deildar, eða að nemendur tóku klínískt nám á deildum þar sem þeir voru í starfi með námi. Mælitæki Streita var mæld með streitukvarðanum Perceived Stress Scale 10 (PSS-10; Cohen og Williamson,1988) sem metur einkenni streitu með 10 spurningum um hugsanir og líðan síðastliðinn mánuð. Svarmöguleikar eru á skalanum 0-4 (aldrei=0, næstum aldrei=1, stundum=2, nokkuð oft=3 og mjög oft=4), samanlögð stig 0-40 (Cohen og Williamson,1988). Innri áreiðanleiki mælitækisins hefur reynst góður (Berglind Harpa Svavarsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir, 2020; Cohen og Williamson, 1988). Í þessari rannsókn reyndist áreiðanleiki spurningalistans 0,68 (Chronbach's α). Í rannsóknum á streitu hjúkrunarnema á tímum COVID-19 hefur niðurstöðum verið skipt upp eftir stigafjölda streitu á PSS-10-kvarðanum og alvarleiki streitu flokkaður á eftirfarandi hátt: <13 væg streita, 14-26 miðlungs streita og 27-40 alvarleg streita (Sheroun o.fl., 2020; Kim o.fl., 2021). Þátttakendur svöruðu einnig sex spurningum um streitu og stuðning í námi en þær spurningar voru þróaðar og forprófaðar í lokaverkefnisrannsókn þeirra Guðrúnar Bjartmarz og Steinunnar Birnu Aðalsteinsdóttur á grundvelli fræðilegs lesefnis (2007). Þrjár spurninganna sneru að upplifun streitu tengdri ástundun háskólanáms, samskiptum við kennara og skorti á námsleiðbeiningum, ein spurning sneri að stuðningi við námið, í einni var spurt hvort tími til námsins væri nægur og annarri að því hver veiti stuðning í náminu (sjá svarmöguleika í töflu 1). Auk þess voru fimm spurningar samdar af höfundum, um nám á tímum COVID-19, þrjár spurningar þar sem þátttakendur mátu almenna, líkamlega- og andlega heilsu sína (sjá svarmöguleika í töflu 1) og tvær spurningar um viðhorf til þeirra breytinga sem urðu á náminu. Svarmöguleikar um mat á heilsu svarar til svarmöguleika á þekktum spurningalista, SF-36-spurningakvarðanum. Spurningar um bjargráð nemenda við streitu var þróuð á grundvelli fræðilegs lesefnis í lokaverkefnisrannsókn Sigríðar Lilju Magnúsdóttur og Valdísar Ingunnar Óskarsdóttur (2016), og byggir m.a. á listunum Brief COPE (Carver, 1997) og The Coping Behavior Inventory (Sheu o.fl., 2002). Gefnir voru 18 valkostir (sjá mynd 1) og mátti merkja við alla sem við áttu. Að lokum var spurt um bakgrunn þátttakenda s.s. aldur, kyn, hjúskaparstöðu, hvort væru foreldrar, námsár, vinnu með námi (starfshlutfall) og hvort nemendur hefðu íhugað að hverfa frá námi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.