Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 69
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 69
Tafla 3. Stuðningsaðilar þátttakenda á tímum COVID-19 (N=256)
Hver veitti þér stuðning í náminu n %
Fjölskylda 205 80,7
Samnemendur 171 67,3
Vinir 166 65,4
Maki 159 62,6
Kennarar 48 18,9
Námsráðgjafar 13 5,1
Aðrir 10 3,9
Hef ekki þurft stuðning 10 3,9
Ritrýnd grein | Peer review
Helstu bjargráð nemenda í hjúkrunarfræði,
stuðningur og tengsl við streitu
Eins og sjá má á mynd 1 notuðu þátttakendur fjölbreytt bjarg-
ráð til að bregðast við streitu.
Algengustu bjargráð við streitu voru að tala við einhvern
(69,3%) eða hreyfa sig (66,5%), að verða pirraður (59,8%) og
leita í mat, sætindi eða snarl (53,5%). Nemendur sem sögðust
gráta eða loka sig af höfðu að meðaltali fleiri streitustig
(M=20,7; sf=7,5) en þeir sem sögðust ekki bregðast við streitu
á þann hátt (M=17,5; sf=6,8; t=-2,8(72); p=0,007), nemendur
sem sögðust reiðast sem viðbragð við streitu höfðu einnig
að meðaltali fleiri streitustig (M=20,4; sf=6,3) en þeir sem
merktu ekki við það viðbragð við streitu (M=17,7; sf=7,1; t=-2,3
(53); p=0,024). Nemendur sem sögðust bregðast við streitu
með því að leita í mat höfðu að meðaltali fleiri streitustig
(M=19,2; sf=6,8) en þeir sem notuðu ekki slíkt bjargráð við
streitu (M=16,7; sf=7,0; t=-2,9(237); p=0,004). Nemendur sem
sögðust forðast vandann höfðu að meðaltali fleiri streitustig
(M=20,2; sf=7,1) en þeir sem sögðust ekki bregðast við á þann
hátt (M=17,1; sf=6,9; t=-3,7(125); p<0,001), þeir sem sögðust
bregðast við með því að gagnrýna sjálfan sig höfðu fleiri
streitustig (M=20,4; sf=7,0) en þeir sem sögðust ekki bregðast
þannig við (M=15,9; sf=6,4), t=-5,4 (245); p<0,001) og þeir sem
sögðust bregðast við með því að verða pirraðir höfðu fleiri
streitustig (M=19,2; sf=6,8) en þeir sem sögðust ekki bregðast
þannig við (M=16,4(7,1); t=-3,1(209); p=0,003). Ekki mældist
marktækur munur á streitustigum eftir notkun annarra
bjargráða sem fram koma á mynd 1.
Flestir þátttakenda (82,7%) töldu sig hafa nægan stuðning
við námið og þeir sem töldu svo vera höfðu marktækt
færri streitustig (M=17,3; sf=6,5) en þeir sem sögðust ekki
hafa nægan stuðning (M=21,6; sf=8,3; t=-3,5 (55); p=0,002).
Nemendur leituðu helst eftir stuðningi hjá fjölskyldu sinni
(80,7%) en síst til námsráðgjafa (5,1%) og tæpur fimmtungur
þátttakenda sagðist leita eftir stuðningi til kennara (18,9%)
(tafla 3).
Mynd 1. Bjargráð nemenda í hjúkrunarfræði við streitu
Breytingar á námi í fyrstu bylgju COVID-19
Ríflega þriðjungur þátttakenda (37,1%) svaraði því til að rof
hefði orðið á klínísku námi vegna COVID-19 og 31,2% sagði að
klínískum námsstað hefði verið breytt. Meirihlutinn (61,2%)
var mjög ánægður/frekar ánægður með þá breytingu sem
gerð var á klínísku námi, en 8,2% var mjög óánægður/frekar
óánægður með breytinguna. Um þriðjungur þátttakenda
(34,7%) taldi að breyting á klínískum námsvettvangi hefði
engin eða lítil áhrif haft á gæði klíníska námsins, 26,5% taldi
breytingarnar hafa haft nokkur áhrif og 38,7% taldi þær hafa
haft talsverð eða mikil áhrif. Lítill hluti (14,3%) taldi að það
hefði verið vænlegri kostur að fresta náminu fram á sumar eða
haust.
Yfir helmingur þátttakenda (65,7%) sagðist ánægður/mjög
ánægður með hvernig hjúkrunarfræðideildirnar við HÍ og HA
tókust á við þær aðstæður sem sköpuðust í klínísku námi. Enn
fleiri eða 74,2% sögðust frekar ánægðir/mjög ánægðir með
hvernig tekist var á við aðstæður í fræðilegu námi og 72,3%
voru mjög ánægðir/frekar ánægðir með hvernig deildirnar
tókust á við það ástand sem COVID-19 faraldurinn skapaði
vegna prófa og námsmats.
Tala við einhvern (n=176)
Hreyfi mig (n=169)
Verð pirruð/pirraður (n=152)
Leita í mat/sætindi/snarl (n=141)
Dreifi huganum (n=163)
Gagnrýni sjálfa/n mig (n=122)
Slaka á/íhuga (n=114)
Hlusta á tónlist (n=108)
Leita mér upplýsinga (n=81)
Skrepp í sund (n=75)
Forðast vandann (n=72)
Leita aðstoðar/stuðnings (n=69)
Græt/loka mig af (n=51)
Reiðist (n=37)
Annað (n=35)
Drekk áfengi (n=20)
Stunda hugræna atferlismeðferð (n=21)
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80%