Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 77
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 77
Að kynna: Kynning fór fram með rafrænum hætti. Allir í
þýðinu fengu gátlistana senda í tölvupósti, auk þess sem
þeim var komið fyrir á skurðstofum og sameiginlegum
rýmum einingarinnar. Rafræn glærukynning og
kynningarmyndbönd voru einnig send á sömu aðila.
Óskað var eftir athugasemdum varðandi innihald
listanna, framsetningu og notkun.
Framkvæmd
Þátttakendur svöruðu sama spurningalista í september
2020 og í janúar 2021, en við seinni fyrirlögn var bætt við
spurningum varðandi innleiðingarferlið, meðal annars hvort
þátttakendur hefðu kynnt sér nýju gátlistana. Kynningarbréf
var sent í tölvupósti en spurningalistinn á pappír í
innanhússpósti. Þátttakendum voru gefnar þrjár vikur til að
svara hvorum spurningalista og var áminningarbréf sent í
tölvupósti eftir tvær vikur. Spurningalistum var skilað í merktu
umslagi í skilakassa innan SAk.
Greining gagna
Lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa viðhorfum þátttakenda
til einstakra þátta en t-próf óháðra hópa voru gerð til að
bera saman viðhorf milli mismunandi hópa eftir starfsstétt,
starfssviði og starfsaldri á sérsviði. Breyting á viðhorfi fyrir og
eftir kynningu á gátlistum var mæld með pöruðu t-prófi. Við
gagnagreiningu var starfsaldur tekinn saman úr fimm hópum
og settur í tvo. Miðað var við ≤ 15 ára reynslu á starfssviði
og ≥16 ára til að hafa sem jafnastan fjölda í hvorum hóp.
Tölfræðiforritið SPSS (útgáfa 27) var notað við greiningu
gagna.
Ritrýnd grein | Peer review
2.
Yfirlit um svörun í september 2020 (T1) og janúar 2021
(T2) má sjá í töflu 1. Þátttakendur sem svöruðu báðum
spurningalistum voru 59,6% (n=28), 6,4% (n=3) svöruðu ekki
og 6,4% (n=3) svöruðu bara seinni spurningalistanum.
NIÐURSTÖÐUR
Spurning
T1* T2* T1* T2* T1* T2* T1* T2* T1* T2* T1* T2*
Hversu vel/illa telur
þú að gátlistar myndu
nýtast við venjubundin
störf á skurðstofum?
22
(54%)
17
(55%)
15
(37%)
12
(39%)
4
(9,8%)
2
(6,5%)
0 0 0 0 41
(100%)
31
(100%)
Hversu vel/illa telur
þú að gátlistar myndu
nýtast í bráðatilfellum
sem mögulega koma
upp á skurðstofum?
16
(39%)
16
(52%)
17
(41%)
13
(42%)
6
(15%)
2
(6,5%)
1
(2,4%)
0 1
(2,4%)
0 41
(100%)
31
(100%)
Í venjubundnum
störfum, hversu vel/
illa treystir þú þér til að
framkvæma þau verk
sem þarf, með því að
stóla á þekkingu þína
og minni eingöngu?
14
(34%)
9
(29%)
21
(51%)
18
(58%)
6
(15%)
4
(13%)
0 0 0 0 41
(100%)
31
(100%)
Í bráðatilfellum sem
mögulega koma upp
á skurðstofu, hversu
vel/illa treystir þú þér
til að framkvæma þau
verk sem leysa þarf,
með því að stóla á
þekkingu þína og minni
eingöngu?
7
(17%)
4
(13%)
25
(61%)
11
(35%)
8
(20%)
14
(45%)
1
(2,4%)
2
(6,5%)
0 0 41
(100%)
31
(100%)
Tafla 2. Svör þátttakenda við spurningum um hversu vel þátttakendur töldu að gátlistar myndu nýtast og hversu vel þátttakendur treystu sér til að
framkvæma störf sín án gátlista. Fjöldi svara og hlutfall af heild (%).
Mjög vel Frekar vel Hvorki vel né illa Frekar illa Mjög illa Samtals
T1 er mælipunktur fyrir innleiðingu gátlista á skurðstofum.
*T2 er mælipunktur eftir tvö þrep af fjórum í innleiðingu á gátlistum vegna bráðra vandamála á skurðstofu.
Leyfi fyrir rannsókn – samþykki þátttakenda
Sótt var um leyfi til siðanefndar SAk, sem taldi ekki þörf
á samþykki fyrir rannsókn en skriflegt leyfi fékkst hjá
framkvæmdastjórum lækninga og hjúkrunar á SAk. Í
kynningarbréfi var þátttakendum kynntur réttur til að hafna
þátttöku, að svör yrðu ekki rakin til einstakra þátttakenda og
atriði tengd vörslu og eyðingu rannsóknargagna. Þátttaka í
rannsókn var túlkuð sem upplýst samþykki.
Tafla 1. Heildarsvörun þátttakenda, svörun eftir starfsstétt og skipting svar-
enda eftir starfssviði og starfsaldri á sérsviði. Fjöldi og hlutfall af heild (%).
Svörun T1* T2*
Heildarsvörun 41/47 (87,2%) 31/46 (67,4%)
Svörun sérfræðilækna 25/26 (96,2%) 17/26 (65,4%)
Svörun hjúkrunarfræðinga 16/21 (76,2%) 14/20 (70,0%)
Tilheyrðu svæfingasviði 12/41 (29,3%) 12/31 (38,7%)
Tilheyrðu skurðsviði 29/41 (70,7%) 19/31 (61,3%)
Höfðu starfsaldur ≤15 ár 17/41 (41,5%) 16/31 (51,6%)
Höfðu starfsaldur ≥16 ár 24/41 (58,5%) 15/31 (48,4%)
*T1 er mælipunktur fyrir innleiðingu gátlista á skurðstofum.
*T2 er mælipunktur eftir tvö þrep af fjórum í innleiðingu á gátlistum vegna bráðra
vandamála á skurðstofu.