Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 78
78 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022
Gátlistar vegna bráðra vandamála á skurðstofu
Tafla 3. Svör þátttakenda um mögulega kosti við notkun gátlista,
fjöldi svara og hlutfall af heild (%).
Valkostur T1* T2*
Auka líkur á að meðferð sé rétt og
fullnægjandi
33 (80%) 28 (90%)
Auka öryggi sjúklinga 39 (95%) 30 (97%)
Auka öryggi starfsfólks 26 (63%) 23 (74%)
Bæta starfsánægju 15 (37%) 14 (45%)
Flýta fyrir réttri meðferð í
bráðatilfellum
23 (56%) 21 (68%)
Bæta flæði í venjubundnum
aðstæðum
21 (49%) 19 (61%)
Hafa jákvæð áhrif á teymisvinnu 27 (66%) 26 (84%)
Ég sé enga mögulega kosti við notkun
gátlista á skurðstofum
0 0
*T1 er mælipunktur fyrir innleiðingu gátlista á skurðstofum.
*T2 er mælipunktur eftir tvö þrep af fjórum í innleiðingu á gátlistum vegna bráðra
vandamála á skurðstofu.
Tafla 4. Svör þátttakenda um mögulega ókosti við notkun gátlista, fjöldi
svara og hlutfall af heild (%).
Valkostur T1* T2*
Tefja fyrir framkvæmd
venjubundinnar meðferðar
12 (29%) 7 (23%)
Tefja fyrir framkvæmd meðferðar í
bráðatilfellum
12 (29%) 8 (26%)
Hafa neikvæð áhrif á teymisvinnu 2 (4,9%) 0
Minnka öryggi sjúklinga 0 0
Ég sé enga ókosti við notkun gátlista
á skurðstofum
21 (51%) 17 (55%)
*T1 er mælipunktur fyrir innleiðingu gátlista á skurðstofum.
*T2 er mælipunktur eftir tvö þrep af fjórum í innleiðingu á gátlistum vegna bráðra
vandamála á skurðstofu.
Tafla 5. Svör þátttakenda sértæk fyrir „Gátlista vegna bráðra vandamála á
skurðstofu“. Spurt var við hver af eftirfarandi bráðatilfellum þátttakendur
teldu að gátlistar myndu nýtast. Fjöldi svara og hlutfall af heild (%).
Valkostur T1* T2*
Hjartsláttartruflanir 17 (41%) 20 (65%)
Hjartastopp 25 (61%) 20 (65%)
Lágþrýsting 12 (29%) 13 (42%)
Loftrek til lungna 12 (29%) 16 (52%)
Erfiður loftvegur 19 (46%) 18 (58%)
Lækkað súrefnisinnihald í blóði 13 (32%) 15 (48%)
Ofnæmislost 24 (59%) 21 (68%)
Eldur á skurðstofu 23 (56%) 18 (58%)
Mikil blæðing 25 (61%) 20 (65%)
Illkynja háhiti 22 (54%) 21 (68%)
Há mænudeyfing 14 (34%) 19 (61%)
Staðdeyfilyfjaeitrun 21 (51%) 20 (65%)
Hjartastopp/lost hjá þungaðri konu 23 (56%) 19 (61%)
Ég tel ekki að gátlistar myndu nýtast í
bráðatilfellum
3 (7,3%) 1 (3,2%)
*T1 er mælipunktur fyrir innleiðingu gátlista á skurðstofum.
*T2 er mælipunktur eftir tvö þrep af fjórum í innleiðingu á gátlistum vegna bráðra
vandamála á skurðstofu.
Viðhorf þátttakenda til notkunar gátlista
Spurðir út í viðhorf til notkunar gátlista á skurðstofum
almennt, sögðu 97,6% (n=40) á T1 og 100% (N=31) á T2
viðhorfið vera mjög jákvætt eða frekar jákvætt. Í spurningu um
viðhorf til notkunar WHO-listans sögðust 95,1% (n=39) á T1 og
100% (N=31) á T2 vera mjög jákvæð eða frekar jákvæð.
Spurðir út í áhrif WHO-gátlistans á öryggi sjúklinga, þá töldu
93% (n=38) á T1 og 100% (N=31) á T2 notkun hans auka
öryggi sjúklinga en 2,4% (n=1) töldu að notkun listans hefði
engin áhrif á öryggi sjúklinga á T1. Enginn taldi notkun listans
minnka öryggi sjúklinga. Einn þátttakandi tók sérstaklega
fram undir möguleikanum „annað“ að hann teldi listann
tryggja það að sýklalyf væru gefin fyrir aðgerð.
Samantekt á viðhorfi til notkunar gátlista í venjubundnum
störfum annars vegar og bráðatilfellum hins vegar má sjá í
töflu 2. Þar sést að flestir töldu að gátlistar myndu nýtast vel
en engu að síður treysti meirihluti þátttakenda sér mjög vel
eða frekar vel til að framkvæma verk sín án gátlista.
Spurðir út í kosti gátlista, töldu flestir notkun þeirra auka
öryggi sjúklinga en helstu ókostir voru taldir möguleg töf
á meðferð. Samantekt á svörun má sjá í töflum 3 og 4.
Við möguleikann „annað“ lýstu nokkrir þátttakendur yfir
áhyggjum af því að gátlistar yrðu notaðir í stað gagnrýninnar
hugsunar, til dæmis sagði einn: „... geta gefið falskt öryggi ef
fólk fer að tikka í box, án þess að hugsa“.
Þegar þátttakendur voru spurðir út í viðhorf til þess að
notaður yrði gátlisti ef upp kæmi bráðatilfelli þar sem þeir
sjálfir þyrftu að undirgangast svæfingu eða skurðaðgerð,
sögðust 82,9% (n=34) á T1 og 97,7% (n=30) á T2 vera jákvæð
eða frekar jákvæð en 17,1% (n=7) á T1 og 3,2% (n=1) á T2
sögðust hvorki jákvæð eða neikvæð. Enginn þátttakandi var
neikvæður gagnvart því að notaður væri gátlisti í þeirra eigin
meðferð.
Þátttakendur voru einnig spurðir út í hvað af þeim bráða-
tilfellum sem Gátlistar vegna bráðra vandamála á skurðstofu
ná yfir, þeir teldu að gátlistar myndu nýtast. Samantekt á
svörum má sjá í töflu 5 en 19,5% (n=8) á T1 og 35,5% (n= 11)
á T2 töldu að gátlistar nýttust í öllum þeim 15 tilfellum sem
gátlistarnir ná yfir. Nokkrir þátttakendur tóku það fram við
möguleikann „annað“ að þeir teldu þessu betur svarað af
starfsfólki svæfingadeildar en skurðstofu og einn vildi bæta við
gátlista varðandi tækjabilanir.
Nokkur svör bárust við opinni spurningu í lokin, meðal annars
atriði tengd útliti, lengd og aðgengi listanna. Dæmi um svör
eru: „ættu að innihalda mikilvæga þætti ... ekki að vera of
langir“; „... vera við höndina, ekki þurfa að leita að þeim“, „...
fer eftir hönnun ... aðgengi og kúltúr sem þeim er búinn ...“,
„vera hannaðir með lágmarksáhrif á vinnuflæði“.
Í seinni fyrirlögn sögðust 77,4% (n=24) hafa kynnt sér innihald
gátlistanna. Þá sögðust 83,9% (n=26) þátttakenda vera mjög
jákvæð eða frekar jákvæð fyrir notkun nýju gátlistanna í
mögulegum bráðatilfellum en 16,1% (n=5) sagðist hvorki vera
jákvætt né neikvætt. Enginn sagðist frekar neikvæður eða
mjög neikvæður fyrir notkun þeirra. Svör við opinni spurningu
í lokin bentu á mikilvægi þess að fólk kynnti sér listana, þar
sem takmarkaður tími væri til uppflettinga í bráðatilfellum