Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 88

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 88
88 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Útskriftarvandi Landspítalans Í viðtölunum kom fram að það væri tilfinning starfsmanna Landspítalans að of mikil ábyrgð væri sett á stofnunina og starfsfólk hennar. Bára sagðist upplifa „að við eigum bara að leysa allt“ þegar kæmi að úrræðaleysi utan spítalans og Sigrún benti þar á óljós hlutverk og ábyrgð. Hafdís sagði að „það geta allir sagt sig frá verkefnum nema spítalinn“. Útskriftarvinnan er umfangsmikil að mati viðmælenda og margt sem þarf að huga að. Vinnan er þverfagleg og gerð í samráði við sjúklinga og aðstandendur. Að sækja um úrræði utan Landspítalans getur verið tímafrek og erfið vinna en úrræðaleysið hefur áhrif á samskipti milli þjónustuaðila miðað við svör viðmælenda. Allir viðmælendur töldu að hefja þyrfti útskriftarferlið fyrr. Kristín taldi það alveg ljóst að hefja þurfi ferlið fyrr og sagði: „Það er allt of seint farið að huga að útskrift“ og nefndi þá að upplýsingaskráning væri oft ekki næg. Bára taldi að uppvinnsla hjá öldruðum sjúklingum gæti því miður verið ófullnægjandi og því til skýringar sagði hún: „Kannski af því að gamla fólkið verður alltaf útundan.“ Ytri hindranir Ytri hindranir reyndust vera skortur á þjónustuúrræðum fyrir aldraða sem leiddi til seinkunar á útskriftum af Landspítalanum. Allir viðmælendur töldu mikla vöntun á úrræðum, Sigrún sagði að þegar kæmi að útskrift tæki það „allt mið af úrræðum utanhúss.“ Hafdís taldi ástæðuna vera skort á fjármagni í þjónustu við aldraða og sagði það Þemagreining leiddi í ljós sex yfirþemu, hvert og eitt með þrjú til sjö undirþemu eins og sjá má á mynd 1. Yfirþemun voru eftirfarandi: innri hindranir, ytri hindranir, reynsla og upplifun starfsmanna, ytri lausnir, innri lausnir og aukin ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Innri hindranir Innri hindranir innan Landspítalans reyndust vera þrýstingur á flæði, óljós ábyrgð, umfangsmikil útskriftarvinna og seinkun á að hefja útskriftarferlið innan Landspítalans. Margrét benti á hversu slæmt ástandið væri og sagði að það væri „alltaf verið að reyna að ýta fólki áfram í kerfinu ... fólk er að bíða á bráðadeildinni ... það er alveg massíft þar ... og fólk er á bráðalegudeild ... og þegar byrjað í uppvinnslu þar ... og síðan byrjar pressan ....“ Flestir viðmælendur fundu fyrir þessum þrýstingi og sögðu frá því að þeir fengju reglulega símtöl, jafnvel daglega, frá flæðideild og/eða innlagnarstjóra þar sem spurt væri hvort einhver pláss væru ekki að fara að losna. Sjúklingar eru veikari nú en áður, miðað við svör viðmælenda, en á sama tíma er lögð meiri áhersla á hraða. Kristín sagði: „Mér finnst fólk vera mun slappara sem kemur núna inn á deildina þannig að maður er að keyra þetta á meiri hraða í gegn.“ Margrét talaði um að margir aldraðir sjúklingar færu „einhvern svona hring inni á sjúkrahúsinu“ og að einhvern veginn virtist sem ástandið ylli því að enginn væri á réttum stað. NIÐURSTÖÐUR Mynd 1. Meginþemu rannsóknar ásamt undirþemum. Innri hindranir Ytri hindranir Reynsla og upplifun starfsmanna Innri lausnir Ytri lausnir Aukin ábyrgð ríkis og sveitarfélaga Þrýstingur á flæði Úrræðaleysi og of flókið kerfi Lýjandi áhrif og togstreita í starfi Hefja útskriftarferlið fyrr Sóknarfæri í umbótum á heimaþjónustu Breytingar á heilbrigðis- kerfinu með tilliti til aldraðra Óljós ábyrgð Heimahjúkrun eyland Neikvæð áhrif á samskipti Ráðþrota aðstandendur Bæta skráningu, uppvinnslu og samvinnu Betri nýting annarra úrræða Einföldun á kerfi og skýr ábyrgð Umfangsmikil útskriftarvinna Versnandi staða hjúkrunarheimila Ömurlegt að vera eyrna- merktur sem biðsjúklingur Umönnunarbyrði aðstandenda Endurhæfing utan Landspítalans Fyrirbyggja óþarfa innlagnir Aukin ábyrgð sveitarfélaga Seinkun á útskrift Slæm heilsufarsáhrif langrar legu Bjöguð viðhorf gagnvart öldruðum Sameiginleg Heilsugátt og áframhaldandi samþætting Þörf á fjölbreytni í búsetuúrræðum Efla fræðslu, forvarnir og stuðning
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.