Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 100

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 100
100 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Að efla virðingu í daglegri hjúkrun sjúklingana, að það sé hreint, bjart og laust við hávaða (Nightingale, 1859) sem er samhljóma líkaninu sem hefur verið þróað með þessari fræðilegu samantekt. Líkanið virðing í daglegri hjúkrun (mynd 4) lýsir eiginleikum og áherslum í hjúkrun sem stuðla að virðingu sjúklinga á sjúkrahúsum. Á sjúkrahúsum er virðing ekki alltaf viðhöfð sem skyldi og er þá ekki endilega við einstakt starfsfólk að sakast heldur er það menningin á stofnuninni sem stýrir hegðun þess. Hvernig stofnun er stjórnað hefur áhrif á virðingu (Lin o.fl., 2012). Menning innan stofnunar leggur grunn að ýmsum hefðum og reglum eins og að blanda saman kynjum á stofu og hvernig tjöldin sem eru umhverfis rúm sjúklinganna hylja. Menning innan stofnunar getur haft áhrif á framkomu hjúkrunarfræðinga en samkvæmt Walsh og Kowanko (2002) er vanvirðing á ábyrgð kerfisins vegna tímaskorts og álags, það væri ekki við starfsfólkið að sakast. Skortur á starfsfólki ylli því að því væri ekki gert kleift að starfa faglega eins og það óskaði sér helst. Það yrði þreyttara, hefði minni tíma fyrir hvern sjúkling og samskiptin minnkuðu sem allt ógnaði virðingu sjúklingsins (Bagheri o.fl., 2012). Afleiðingin gæti því orðið minnkandi starfsánægja og kulnun meðal hjúkrunarfræðinga. Stofnunin gæti bætt virðingu með því að huga að þessu og leggja áherslu á og styðja við framkomu sem stuðlar að virðingu við sjúklinga. Það hefur verið sýnt fram á að hægt sé að stuðla að þessari framkomu með kennslu og fræðslu um virðingu og skilgreiningar á henni og hvernig birtingarmyndir hennar kæmu fram í umönnun. Hluti af þessari kennslu væri að fá hjúkrunarfræðinga til að ígrunda störf sín og auka þekkingu á viðhorfum og framkomu sem efla virðingu. Samkvæmt rannsókn Kyle, Medford, Blundell, Webster, Munoz og Macaden, (2017) er hægt að kenna virðingu gegnum hlutverkaleiki og af reynslu sjúklinga sem segðu frá aðstæðum sínum sem efldu virðingu eða lýstu virðingarleysi. Tilfellarannsóknir og samúðaræfingar sem hjálpa okkur við að setja okkur í spor annarra eru einnig leiðir til að kenna virðingu, en þá væri gott að láta umræður fylgja í kjölfarið. Hjúkrunarfræðingar hafa oft góða þekkingu á samskiptum og strax í grunnnámi er til dæmis lögð áhersla á virka hlustun og óyrta tjáningu. Niðurstöður rannsóknar á tengslum virkrar hlustunar, samkenndar, sjálfsmeðvitundar og persónumiðaðrar hjúkrunar (Haley o.fl., 2017) sýndi fram á að með virkri hlustun gætum við lært samkennd. Vinnufyrirkomulag og verkferlar stofnunar eins og t.d. að standa við rúm sjúklings og tala yfir hann geta verið ógn í samskiptum er varðar óyrta tjáningu þó að það að veita upplýsingar sé vissulega einn þáttur samskipta. Einnig er ítrekað rætt við sjúklinga um viðkvæm málefni þrátt fyrir að annar sjúklingur sé inni á stofunni. Við þurfum jafnframt að vera meðvituð um hvernig við tölum við fólk og hvaða orð við notum, það eru ekki allir hrifnir af því að vera kallaðir elskan og vinur og slík orðanotkun getur hreint og beint virkað niðurlægjandi. Líkanið virðing í daglegri hjúkrun var sett fram til að hægt væri að efla virðingu í daglegu starfi með því að huga að fjórum undirstöðum hennar í umönnun sjúklinga. Ef við hugum að umhverfi sjúklinga, erum meðvituð um hvernig við höfum áhrif á líðan þeirra í gegnum eiginleika okkar og samskipti og hugum að einstaklingsmiðuðum þörfum þeirra eflum við virðingu þeirra. Markmið hjúkrunar felur alltaf í sér að bæta líðan sjúklinga og það getum við gert með því að hagnýta okkur þekkingu á virðingu í daglegri hjúkrun. Kostir og gallar Kostur þessarar rannsóknar var að hugtakið virðing var skoðað út frá mismunandi hópum eins og sjúklingum, hjúkrunarfræðingum, hjúkrunarnemum, öðru heilbrigðisstarfsfólki, umönnunaraðilum og starfsfólki í félagsþjónustu. Gallar rannsóknarinnar voru að flestar rannsóknirnar voru eigindlegar og lýsa upplifun sem takmarkar yfirfærslu á þýði. Einnig er hugtakið virðing mjög víðfeðmt. Hjúkrunarfræðingar geta í sínu daglega starfi nýtt sér nokkra samverkandi þætti til að viðhalda og efla virðingu sjúklinga, sem beinast af því að hver sjúklingur upplifi að á hann sé hlustað og óskir hans virtar. Þarna skiptir persónumiðuð hjúkrun máli og mikilvægt er að hafa heildræna þekkingu á sjúklingnum. Forðast þarf að mismuna og/eða hlutgera sjúklinga en styðja við sjálfstæði þeirra og val. Hjúkrunarfræðingar verða að geta sýnt sjúklingum góðmennsku og athygli og verið málsvarar þeirra og félagar. Það eru litlu þættirnir sem viðhalda eða efla virðingu sjúklinga sem felast oft í að bregða út frá rútínunni og hafa löngun til að gera eitthvað meira fyrir sjúklinginn. Áhrifin af litlu þáttunum eru að sjúklingarnir upplifa sig sem einstakar manneskjur. Samskipti eru mikilvægur þáttur virðingar. Það þarf að gefa sjúklingum tíma, hlusta á þá, veita þeim upplýsingar og sýna þeim trúnað. Það þarf að gefa því gaum hvernig við tölum um og við sjúklingana. Umhverfið þarf að hlúa að virðingu, það þarf að vera hreint í kringum sjúklinga og auðvelt að geta veitt þeim næði. ÁLYKTANIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.