Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 106
106 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022
Mikilvægt er að stunda reglulega hreyfingu, ekki eingöngu
til að fyrirbyggja ýmsa sjúkdóma, heldur einnig til að öðlast
meiri líkamshreysti, vellíðan og betri lífsgæði. Í ráðleggingum
Lýðheilsustöðvar (2008) um hreyfingu kemur fram að börn
ættu að hreyfa sig í að minnsta kosti 60 mínútur á dag.
Rannsókn Santos o.fl. (2019) sýndi að börn sem stunduðu
einhvers konar hreyfingu einu sinni til þrisvar í viku voru í 69%
minni hættu á að vera of feit og börn sem stunduðu hreyfingu
fjórum til sex sinnum í viku voru í 78% minni hættu en þau
börn sem ekki stunduðu neina hreyfingu.
Rannsóknir hafa sýnt fram á sterk tengsl milli þess að borða
ekki morgunmat og að vera í yfirþyngd eða með offitu (Koca
o.fl., 2017; Okada o.fl., 2018). Tengsl gosneyslu og offitu barna
eru þekkt auk þess sem áhætta á að þróa með sér sykursýki
af gerð 2 og ýmsa aðra sjúkdóma er aukin hjá börnum með
offitu (Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, 2015:
Vos o.fl., 2016). Samkvæmt lýðheilsuvísi frá árinu 2018
kom fram að gosdrykkja, bæði barna og fullorðinna, er
meiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu (Embætti
landlæknis, 2018). Bandarísku hjartasamtökin (2016) hafa
gefið út ráðleggingar sem viðbrögð við þeirri þróun sem
orðið hefur á undanförnum áratugum þar sem fram kemur að
börn og unglingar ættu að takmarka neyslu sína á sykruðum
drykkjum í einn eða færri drykk á viku (um 250 ml).
Í kanadískri rannsókn þar sem þátttakendur voru tveggja til
18 ára börn (n=217) með offitu kom í ljós að 76% þeirra voru
með D-vítamínskort og voru sterk tengsl milli mittismáls
barnanna og skorts á D-vítamíni auk þess sem þau voru
í aukinni hættu á háþrýstingi og skertri insúlínstjórnun í
líkamanum (McDonald o.fl., 2017). Rannsókn Giannios o.fl.
(2018), sem gerð var í Grikklandi (n=232), gaf til kynna að
D-vítamíngjöf geti dregið úr offitu barna og þar með einnig
hættu á heilsufarsvanda svo sem hjarta- og æðasjúkdómum
og sykursýki. Líkamsþyngdarstuðull barna sem tóku þátt
í rannsókninni lækkaði umtalsvert með aukinni inntöku á
D-vítamíni í 12 mánuði. Þetta gefur ákveðna vísbendingu um
að D-vítamíngjöf geti haft jákvæð áhrif í meðferð barna með
ofþyngd og offitu.
Vísbendingar eru um að börn og fullorðnir á Íslandi fái
of lítinn svefn og eigum við það sameiginlegt með fleiri
vestrænum þjóðum (Litsfeldt o.fl., 2020). Í lýðheilsuvísi frá
árinu 2019 kemur fram að hlutfallslega flestir fullorðnir íbúar á
Suðurnesjum sofa of stutt (Embætti landlæknis, 2019). Of lítill
svefn hefur fjölmargar líkamlegar og sálrænar afleiðingar bæði
hjá börnum og fullorðnum. Svefn er ekki síst mikilvægur þegar
kemur að alhliða þroska barna og mikilvægur öllum lífverum
en skortur á svefni hefur neikvæðar afleiðingar fyrir efnaskipti,
ónæmi og innkirtlastarfsemi líkamans sem getur leitt til
ofþyngdar og offitu (Miller og Cappuccio, 2013). Samkvæmt
ráðleggingum svefnmiðstöðvar í Bandaríkjunum (The National
Sleep Foundation) er æskilegt að börn á aldrinum 6-13 ára fái
9-11 klukkustunda svefn og unglingar átta til tíu klukkustunda
svefn (Hirshkowitz, o.fl., 2015). Hins vegar hefur komið í ljós að
þriðjungur 12-14 ára og yfir helmingur 15-17 ára unglinga fá
minna en sjö klukkustunda svefn á nóttunni (Bash o.fl., 2014).
Rannsóknir sýna samband milli of lítils svefns og ofþyngdar og
offitu hjá börnum á öllum aldri (Weihrauch-Blüher o.fl., 2019).
Í rannsókn Litsfeldt o.fl. (2020) sem gerð var í Svíþjóð kom
í ljós að samband reyndist vera á milli þess að sofa skemur
Megindleg, lýsandi þversniðsrannsókn (e. descriptive study
design).
Þátttakendur
Í þýðinu (N=1430) voru nemendur í 1., 4., 7. og 9. bekk í öllum
11 grunnskólum á Suðurnesjum skólaárið 2019-2020 en
úrtakið var 1.402 nemendur. Skilyrði fyrir þátttöku voru að
nemendur hefðu verið hæðar- og þyngdarmældir og skráning
væri til um það í sjúkraskrárkerfinu ásamt grunnupplýsingum
úr lífsstílsviðtali við skólahjúkrunarfræðing. Alls uppfylltu
1.402 nemendur þessi skilyrði. Gögn þeirra nemenda sem
skilgreindir voru í yfirþyngd eða með offitu samkvæmt
mælingum voru greind nánar (n=447).
Gagnaöflun
Gagna fyrir rannsóknina var aflað úr Ískrá sem er rafrænt
sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar. Í heilsuvernd skólabarna
er sjúkraskrárkerfið Ískrá notað við skráningu en það var
innleitt á höfuðborgarsvæðinu veturinn 2002-2003 og er
AÐFERÐ
Holdafar grunnskólabarna
en sjö klukkustundir/nótt og yfirþyngdar og offitu hjá 13-15
ára unglingum. Í íslenskri rannsókn var hvíldartími unglinga
í 10. bekk borinn saman við ráðlagðan svefntíma, það er að
segja minnst átta tíma nætursvefn. Niðurstöðurnar sýndu
að einungis 5,0% drengja og 19,8% stúlkna náðu ráðlögðum
hvíldartíma og bæði stúlkur og drengir sváfu skemur á
skóladögum en á frídögum. Á frídögum náðu 68,9% drengja
og 65,6% stúlkna ráðlögðum hvíldartíma fyrir unglinga (Vaka
Rögnvaldsdóttir o.fl., 2018). Af þessu má álykta að íslenskir
unglingar fá ekki nægan svefn og mögulega getur það, að
hluta til, útskýrt aukið algengi á ofþyngd og offitu.
Embætti landlæknis hefur á undanförnum árum stuðlað
markvisst að heilsueflandi starfi í skólum með margvíslegu
forvarnar- og heilsueflingarstarfi. Gefnar hafa verið út
leiðbeiningar um heilsuvernd grunnskólabarna sem
skólahjúkrunarfræðingar starfa eftir og er markmiðið
að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.
Leiðbeiningarnar ná til helstu þátta sem tengjast
heilsuvernd barna í grunnskólum og er þess vænst að
notkun þeirra auki gæði í heilsuvernd grunnskólabarna.
Störf skólahjúkrunarfræðinga fela meðal annars í sér
forvarnir, skimanir, heilsueflingu, fræðslu, bólusetningar,
ráðgjöf og umönnun grunnskólabarna með bráð og
langvinn veikindi (Embætti landlæknis, 2014; Heilsugæsla
höfuðborgarsvæðisins, e.d.). Ekki fundust margar íslenskar
rannsóknir um tengsl lífsstíls og holdafars grunnskólabarna
en vitað er að ofþyngd og offita er vandamál meðal
grunnskólabarna og þá ekki síst á Suðurnesjum. Mikilvægt er
að greina hvaða lífsstílsþættir hafa tengsl við offitu og ofþyngd
til að inngrip skólahjúkrunarfræðinga í lífsstíl grunnskólabarna
til að bæta heilsufar þeirra verði sem markvissast.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna holdafar
grunnskólabarna á Suðurnesjum skólaárið 2019-2020
og tengsl við lífsstílsþættina matar- og drykkjarvenjur,
D-vítamíninntöku, líkamlega hreyfingu og svefn.