Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 107
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 107
nú notað á landinu öllu. Í Ískrá eru skráðar upplýsingar um
nemendur, heilsufarsleg vandamál þeirra, reglubundið eftirlit,
samskipti þeirra og foreldra/forráðamanna við starfsfólk í
heilsuvernd skólabarna, forvarnir, fræðslu og skimanir sem
skólahjúkrunarfræðingar sinna. Skólahjúkrunarfræðingar
skima alla nemendur í 1., 4., 7. og 9. bekk og hæðar- og
þyngdarmælingar eru gerðar hjá þeim auk sjónmælinga og
eru niðurstöður skráðar í Ískrá sem veitir góða yfirsýn yfir
og heldur utan um upplýsingar er varða heilsufar nemenda.
Í kjölfar mælinga er líkamsþyngdarstuðull nemenda
reiknaður þar sem viðmið Cole o.fl. (2000) eru notuð og
frávik metin. Einnig eru tekin lífsstílsviðtöl við börn í þessum
sömu árgöngum og eru þau hugsuð sem mat á fræðsluþörf.
Fyrirmynd lífsstílsviðtala kemur frá Norðurlöndum þar sem
víða eru notaðar sambærilegar spurningar. En spurningarnar
hér á landi voru útbúnar af starfshópi innan Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Framkvæmd
Rannsóknin byggir á grunnupplýsingum úr lífsstílsviðtölum
skólahjúkrunarfræðinga við nemendur í 1., 4., 7. og 9. bekk
auk niðurstaðna hæðar- og þyngdarmælinga sem skráðar
eru í sjúkraskrárkerfið Ískrá. Gögnin eru fyrir skólaárið 2019-
2020 og voru skráð í Excel-gagnagrunn og fengu nemendur
rannsóknarnúmer. Þeir flokkast eftir litum í sjúkraskrárkerfi
Ískrár eftir því hvort þeir eru í undirþyngd=blár, kjörþyngd=
grænn, yfirþyngd=gulur eða ofþyngd=rauður. Við flokkun er
notast við viðmiðin Cole o.fl. (2000) en þau eru kynjaskipt
og notuð eru heil og hálf aldursár barna, reiknuð út frá
fæðingardegi og skráningardegi mælinga. Börn á aldrinum
fimm til nítján ára eru almennt talin vera of þung ef aldurs-
tengdur LÞS þeirra er einu staðalfráviki fyrir ofan meðaltal
en of feit ef þau eru tveimur og hálfu staðalfráviki fyrir ofan
meðaltal (Cole o.fl., 2000). Rannsóknarbreyturnar voru
settar upp í gagnagrunn rannsóknar og gildi þeirra skráð við
rannsóknarnúmer hvers nemanda. Rannsóknin takmarkaðist
við þær spurningar úr lífsstílsviðtölum sem tengdust
mataræði, hreyfingu og hvíld, og sem var spurt um í að
minnsta kosti þremur af fjórum árgöngum sem skimað var í.
Rannsóknarbreytur
Líkamsþyngdarstuðull (LÞS) nemenda í 1., 4., 7. og 9. bekk,
aldur og kyn. Til viðbótar eru 11 spurningar um lífsstílsþætti
sem eru viðtalsrammi lífsstílsviðtala og flokkast í þrjá þætti. A)
spurningar sem tengjast mataræði: Borðaðir þú morgunmat
í morgun? (já/nei); Tókst þú lýsi eða D-vítamín í morgun?
(já/nei); Hversu oft í viku drekkur þú gosdrykk)? 0-1x/viku,
2-3x/viku, 4-5x/viku, 6-7x/viku. B) spurningar sem tengjast
hreyfingu: Hvernig komst þú í skólann í morgun? Gangandi/
hjólandi/á bíl; æfir þú einhverjar íþróttir? (1. og 4. bekkur) (já/
nei); hversu oft í viku æfir þú íþróttir eða stundar reglulega
hreyfingu? (7. og 9. bekkur) 0-1x/viku, 2-3x/viku, 4-5x/viku,
6-7x/viku. C) Spurningar sem tengjast svefni/hvíld: Hvenær
áttu að fara að sofa þegar það er skóli daginn eftir? Fyrir
1. og 4. bekk; fyrir kl 21, kl 21-22, eftir kl 22, veit ekki. Fyrir
7. og 9. bekk: Hvenær ferð þú venjulega að sofa á kvöldin
þegar það er skóli daginn eftir? Fyrir kl 22, kl 22-23, kl 23-24,
eftir kl 24. Þessu til viðbótar eru nemendur í 4., 7. og 9. bekk
spurðir að: Gengur þér vel að sofna á kvöldin? Finnur þú fyrir
þreytu á daginn? Með svarmöguleikum, Aldrei – Sjaldan –
Stundum – Oftast – Alltaf. Gengið var út frá leiðbeiningum
um heilsuhegðun: Að borða morgunmat, taka Lýsi/D-vítamín,
Alls voru 1.402 nemendur í 1., 4., 7. og 9. bekk í grunnskólum
á Suðurnesjum skimaðir skólaárið 2019-2020. Af þeim voru
alls 447 nemendur (32%) sem reyndust of þungir eða of feitir.
Þar af voru 284 nemendur (20%) í yfirþyngd og 163 (12%) með
offitu.
Tafla 1 sýnir hlutfall og tíðni nemenda eftir bekkjum sem eru í
undir-, kjör- og yfirþyngd og þeirra sem eru með offitu, flokkað
eftir kyni og bekk. Þar sést að hlutfall nemenda í yfirþyngd
er hæst í 7. bekk (23%), hjá stúlkum í 7. bekk (24%) og þar á
eftir hjá drengjum í 7. bekk (22%) og stúlkum í 4. bekk (22%).
Hæsta hlutfall nemenda með offitu sést í 9. bekk (14%), en hjá
drengjum í 9. bekk (17%) og þar á eftir hjá drengjum í 7. bekk
(16%). Hjá stúlkum er hlutfallið jafnt í 1., 7. og 9. bekk með
10% og 9% í 4. bekk og er það lægra en hjá drengjum.
Í töflu 2 sést að þegar athugað var hvort munur væri á
þyngd nemenda eftir þáttum sem tengdust mataræði kom
í ljós að eini þátturinn í þeim flokki sem hefur tölfræðileg
marktæk áhrif er hvort borðaður er morgunmatur eða
ekki (p=0,004). Marktækt færri nemendur sem borðuðu
morgunmat voru í yfirþyngd eða með offitu en þeir sem ekki
borðuðu morgunmat. Inntaka á lýsi/D-vítamíni (p=0,407)
og tíðni gosdrykkjaneyslu í 4. bekk (p=0,483) og gos- og
orkudrykkjaneyslu í 7. og 9. bekk (p=0,501) hafði ekki marktæk
áhrif á þyngd.
Tafla 3 sýnir mun á þyngd nemenda eftir þáttum sem tengjast
hreyfingu. Í ljós kom að íþróttaiðkun/regluleg hreyfing hjá
nemendum í 7. og 9. bekk (p=0,013) tengist marktækt minni
NIÐURSTÖÐUR
drekka gos-/orkudrykk sjaldnar en x1/viku, ganga/hjóla í
skólann, æfa íþróttir eða stunda hreyfingu í 60 mínútur á dag,
fari að sofa kl 21 eða fyrr í 1. og 4. bekk, fara að sofa kl 22 eða
fyrr í 7. og 9. bekk.
Greining gagna
Lýsandi og ályktunartölfræði var notuð. Tíðnitölur og hlutföll
voru notuð við lýsingu á úrtakinu. Kíkvaðratpróf var notað til
að kanna hvort ákveðnir lífsstílsþættir hafi áhrif á það hvort
nemendur eru í yfirþyngd eða offitu. Í tölfræðiútreikningum
voru nemendur í ofþyngd og með offitu settir í einn hóp og
kannað hvort fylgni væri milli lífsstílsþátta og þess að vera
í yfirþyngd eða með offitu. Til að skoða nánar tengsl milli
líkamsþyngdar og lífsstílsþátta var búinn til kvarði þar sem
lagður var saman fjöldi jákvæðra lífsstílsþátta sem nemendur
uppfylltu og framkvæmd tvíkosta aðhvarfsgreining þar
sem yfirþyngd og offita var fylgibreyta en fjöldi jákvæðra
lífsstílsþátta var frumbreyta. Marktektarmörk voru miðuð við
p=0,05.
Við skráningu og úrvinnslu gagna var töflureiknirinn Excel og
tölfræðiforritið SPSS (útgáfa 27) notað.
Siðfræði
Leyfi fyrir rannsókninni fékkst frá Vísindasiðanefnd. Engin
persónuauðkenni voru í þeim gögnum sem notuð voru í
rannsókninni.
Ritrýnd grein | Peer review