Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 110

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 110
110 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Holdafar grunnskólabarna Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að umtalsverður fjöldi barna á Suðurnesjum er of þungur (20%) og of feitur (12%) og er hlutfall of feitra mun hærra en meðaltalið hefur verið á landsvísu en skólaárið 2018-2019 var það 23% of þungir og 6% of feitir (Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, 2019). Þegar horft var til tengsla lífsstíls nemendanna við yfirþyngd og offitu voru mest tengsl í 9. bekk þar sem að fylgja ráðleggingum dró úr líkum á offitu. Einnig kom í ljós að nemendur sem borðuðu morgunmat voru marktækt sjaldnar of þungir eða feitir og er það í samræmi við rannsóknir sem hafa sýnt fram á sterk tengsl milli þess að borða ekki morgunmat og að vera í yfirþyngd eða með offitu (Koca o.fl., 2017; Okada o.fl., 2018). Rannsókn Santos o.fl. (2019) sýndi fram á að börn sem stunduðu einhvers konar hreyfingu voru í mun minni hættu á að vera of feit en börn sem ekki stunda neina hreyfingu. Í þessari rannsókn var slíkt samband eingöngu marktækt hjá nemendum í 7. og 9. bekk. Þá kom fram í þessari rannsókn að nemendur sem náðu viðmiðum um hvíldartíma voru marktækt ólíklegri til að vera of þung eða feit. Er það samhljóma rannsóknum Litsfeld o.fl. (2020) og Weihrauch-Blüher o.fl. (2019) sem fundu marktækt samband milli of lítils svefns og offitu hjá börnum á öllum aldri. Hins vegar sýndi rannsókn Vöku Rögnvaldsdóttur o.fl. (2018) að eingöngu 19,8% stúlkna og 5% drengja ná viðmiðum um ráðlagðan hvíldartíma. Það er því ljóst að mikill meirihluti íslenskra barna fær ekki nægan svefn sem er áhyggjuefni og nauðsynlegt er að bregðast við því. Ekki kom fram marktækur munur á þyngd eftir gosdrykkja- neyslu sem er ólíkt því sem kom fram í rannsókn Bes-Rastrollo o.fl. (2016) sem sýndi bein tengsl á milli neyslu á sykruðum gosdrykkjum og offitu. Auk þess komu ekki fram marktæk tengsl milli Lýsis- og D-vítamíninntöku og offitu en rannsókn Giannios o.fl. (2018) gefur til kynna að D-vítamíngjöf gæti dregið úr offitu barna. Margir samverkandi þættir hafa áhrif á ofþyngd hjá börnum og því brýnt að samfélagið í heild í samstarfi við skólana, einblíni á orsakir vandans með áherslu á bætt mataræði og aukna hreyfingu sem talið er vega þyngst í baráttunni við að draga úr yfirþyngd og offitu (Sahoo, o.fl., 2015). Börn læra það sem fyrir þeim er haft og á það einnig við um heilbrigðan lífsstíl. Talið er að ef foreldrar hvetja til heilbrigðra lifnaðarhátta heima fyrir sé það stærsti áhrifavaldurinn og muni draga verulega úr ofþyngd barna og stuðla að heilbrigðara samfélagi í heild. Í rannsókninni kom fram að ólíklegra er að nemendur í 9. bekk fari eftir leiðbeiningum um heilsuhegðun en þeir yngri og skýrist það líklega af því að foreldrar hafa þá ekki eins mikið um hegðun að segja og hjá yngri nemendum. Með samræmdri skráningu eins og Ískrá skapast möguleikar til að fá upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn á grunnskólaaldri og er því mikilvæg forsenda gæðaþróunar þar sem grundvöllur skapast til að meta gæði þjónustunnar. Einnig veitir hún góða yfirsýn yfir starf skólahjúkrunarfræðinga og einstaklinginn sem nýtur þjónustunnar og skapar samfellu í þjónustunni. Rannsóknin gefur til kynna ákveðnar vísbendingar um lífsstílsþætti sem orsakað geta aukningu á yfirþyngd og offitu UMRÆÐA barna, einkum hjá börnum í efri bekkjum grunnskóla. Auk þess gefa niðurstöðurnar tilefni til að skoða hvort og hvar hægt sé að bæta þjónustu við börn í grunnskólum landsins. Grunnskólar gegna mikilvægu hlutverki hvað varðar að bregðast við þróun á offitu grunnskólabarna með því að stuðla að heilsusamlegri næringu, efla hreyfingu og sinna almennri heilbrigðisfræðslu (WHO, 2018) og gegna skólahjúkrunarfræðingar þar lykilhlutverki. Nýta má þessa þekkingu og leggja áherslu á aukna fræðslu um forvarnargildi þeirra lífsstílsþátta sem sýna tengsl við yfirþyngd og offitu, einkum í eldri bekkjum grunnskóla. Helsti styrkleiki rannsóknarinnar felst í því að gögn fengust um nánast alla nemendur úr umræddum árgöngum eða 1.402 af 1.430 nemendum sem samsvarar svarhlutfalli upp á 98%, sem er því nánast allt þýðið. Einnig er styrkleiki að gögnum er safnað af fagfólki og sama aðferð til gagnasöfnunar er notuð alls staðar. Takmörkun rannsóknarinnar er að einungis er gerð ein mæling hjá hverjum bekk og því ekki hægt að draga miklar ályktanir um orsakasamhengi af niðurstöðum. Til þess er frekari rannsókna þörf. Auk þess er það veikleiki í rannsókninni að líkamsþyngdarstuðull er takmarkaður mælikvarði á holdafari einn og sér en hann gefur ákveðna vísbendingu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.