Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Side 14
Iþróttamótin í Reykjavík 1943.
Sumarið 1943 voru lialdin í Reykjavík 6 opinber mót, þar af
tvö drengjamót, en auk þeirra fóru fram tvö víðavangshlaup,
tvö götuboðhlaup og loks innanfélagsmótin. Þátttaka var yfir-
leitt ágæt og virðist þeim stöðugt vera að fjölga, sem leggja
rækt við frjálsar íþróttir.
Að sjálfsögðu háði það talsvert, hve seint völlurinn varð tii-
húinn, en eins og kunnugt er, var lögð alveg ný hlaupabraut,
auk ýmissa smálagfæringa. Og þó menn yrðu þess þegar var-
ir í fyrrahaust, hve nýja hrautin er mun betri en sú gamla,
ætti árangurinn að koma betur í ljós i ár, ef að líkum lætur.
Ails voru sett 10 íslandsmet, 8 hjá körlum (þar af 1 í boð-
hlaupi) og tvö hjá konum (annað i boðhlaupi), en 18 drengja-
met, þar af 4 boðhlaupsmet. Sýna þessar tölur vel, að ís-
lenzkum frjálsíþróttamönnum fer fram að sama skapi sem
aðstæður til æfinga og keppni batnar.
28. VÍÐAVANGSHLAUP Í.R. fór fram að vanda á sumar-
daginn fyrsta, nú 22. april. Ármann vann hlaupið glæsilega
með lægstu fáanlegri stigatölu, 6 stigum. Leiðin var styttri
en áður. Þessir urðu fyrstir að marki: 1. Haraldur Þórðarson,
Á. 13:09,8, 2. Hörður Hafliðason, Á. 13:15,2, 3. Árni Kjartans-
son, Á. 13:19,0 og 4. Óskar Jónsson, Í.R. — í sveitakeppninni
vann Ármann, eins og fyr var sagt, með (5 stigum. Í.R. fékk
15 stig, K.R. 31 og B-sveit Í.R. 32 stig. Sextán menn alls þreyttu
hlaupið, en engin þátttaka var utan af landi.
21. DRENGJAHLAUP ÁRMANNS var haldið 2. maí. Í.R. vann
hlaupið með 11 stigum (átti 1., 3. og 7. mann). K.R. hlaut
13 stig (átti 2., 5. og 6. mann) og Ármann 21 stig (4., 8. og 9.).
Alls mættu 19 keppendur til leiks af 23 skráðum og komu
þessir fyrstir í mark: 1. Jóhannes Jónsson, Í.R. 7:49,2, 2. Har-
aldur Björnsson, K.R. 7:50,6, 3. Kjartan Jóhannsson, Í.R. 7:55,4
og 4. Gunnar Gíslason, Á. 8:00,0.
TJARNARBOÐHLAUP K.R. fór fram sunudaginn 16. maí í
fyrsta sinn. Hlaupið er í 10 manna sveitum, 3x200 m., 1x120
m. og 6x100 m., því vegalengdin er alls 1320 m. Átta sveitir
tóku þátt í hlaupinu eða 80 manns, og er það lang-fjölmenn-
10