Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Page 47
árangurs í þessari grein fyrr en varir. — í fyrrasumar voru
4 menn með 11,5 eða betra, en aSeins' 1 sumarið 1942, í fyrra
voru 11 með 11,8 eSa betra, en sjö 1942, og a. m. k. 17 fengu
tíma undir 12 sek. í fyrra, en aSeins 8 1942, svo að hér er
um framför að ræSa, þó að beztu mennirnir séu eins.
Beztu menn okkar í 200 m. voru óheppnir i fyrrasumar,
þvi þegar þeir kepptu á vegalengdinni, var oftast nær hvass-
viðri, svo aS eiginlega náSist aldrei tími, er sýndi rétta getu
þeirra. Til aS fá nokkurn veginn réttan samanburS hef ég
því orðiS aS taka með meSvindstíma frá Meistaramótinu, en
þar sigraði Brynjólfur Ingólfsson á 23,6. Þann tíma hafSi
hann þó einnig fengiS fyrr sumars, á Akureyri. Er þaS sami
tími og Jóh. Bernhard náSi 1942 og var bezt þá. Finnbjörn
Þorvaldsson var næstur Brynjólfi á Meistaramótinu á 23,8,
en var þá ekki í essinu sínu. Á Septembermóti I.R.R. hljóp
Finnbjörn á 23,5 í undanrás, en Brynjólfur á 24,0 í öðrum riðli,
hvort tveggja i hvassara veSri en á Meistaramótinu og hlaupiS
öfugt vegna vindsins. Því miSur reyndn þeir ekki meS sér í
úrslitahlaupinu, því aS Brynjólfur þurffi aS fara úr bænum.
Þó aS Finnbjörn ynni úrslitahlaupiS í mótvindi á 24,1, þori
ég aS slá því föstu, að Brynjólfur hafi verið Finnbirni ýfiS
snjallari á 200 m. síðastl. sumar, enda hefur hann þann eigin-
leika að merja vinning í harðri samkeppni. Tveir menn hefðu
getað orSið þeim Brynjólfi og Finnbirni erfiðir viðfangs, en
það eru þeir Jóhann Bernhard, K.R. og Oliver Steinn, F.H.,
en hvorugur reyndi við þá á þessari vegalengd. Oliver hljóp
aldrei 200 m., nema í boðhlaupi, en Jóhann fékk 23,9 í innan-
félagskeppni. Næstir eru Guttormur Þormar með 24,0, Sverrir
Emilsson 24,1 (hvorttveggja í meðvindi) og Sævar Magnús-
son 24,6. Sævar, sem er aðeins 19 ára og hefur þvi ótviræða
hæfileika, hljóp á 23,0 í Vestm.eyjum á beinni braut í halla.
Aðeins tveir drengir efnilegri hafa komið fram hin síðustu
ár, þeir Guttormur og Finnbjörn. — 1943 voru þvi 3 menn
undir 24 sek., en tveir 1942, og 10 undir 25 sek., móti fimm
1942. Hér er því einnig um framför að ræða.
í 400 m. hlaupi var keppt mjög sjaldan. Brynjólfur Ing-
ólfsson hefur bezta tíma ársins á 53,5, en næstur er Sigurgeir
Ársælsson, sem verið hefur erfiðasti keppinautur hans 2 síð-
43