Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Síða 57
veraldar. Xæstir Huseby eru Bragi Friðriksson K.R. 38,94,
Þorvarður Árnason, Seyðisfirði 38,30, sem er nýtt Áusturlands-
met og Sigurður Finnsson, Iv.R. 37,88. Allt eru þetta menn,
sem eiga mörg ár framundan, og má því vænta framfara í
þessari klassisku íþróttagrein á næstu árum. Yfir 35 metra
eru 5 menn í viðbót, og' þar af 4 á bezta aldri. — S.l. sumav
var 1 maður yfir 42 m. og einnig 1942, 4 yfir 38 metra móti
tveimur 1942, og 9 yfir 35 metra móti fimm 1942. :
I spjótkasti er sigurvegarinn á Ungmennafélagsmótinu, Tóm-
as Árnason, Seyðisfirði, fremstur, með afrek, er hann vann í
Reykjavík, en það var 53,46 m. íslandsmeistarinn, Jón Hjart-
ar, K.R., er þá aðeins 8 cm. á eftir, með 53,38, en þessir
tveir menn reyndu aldrei með sér á árinu. Aftur á móti háði
Jón einvígi í september við Jóel Sigurðsson, Í.R., og sigraði
hann, en Jóel hafði þó svo gott afrek sem 52,59 og leiddi
fram á síustu stund? Einn maður enn er yfir 50 metra, Þor-
varður, bróðir Tómasar, með 50,95. Þrír menn eru rétt undir
50 m.: Jónas Ásgeirsson, Siglufirði, 49,55, Ingólfur Arnarson,
K.V. 48,86 og Sigurður Finnsson 48,58. — S.l. sumar voru 4
yfir 50 metra, en 1942 aðeins einn (Jón Hjartar með 55,60),
7 yfir 48, móti 3 1942 og 14 yfir 45 metra, en aðeins fjórir
1942. Ágæt framför. Toppurinn er ekki eins góður og 1942, en
breiddin er miklu betri.
í sleggjukasti er hægt að fara fljótt yfir sögu. Að minnsta
kosti fjórar keppnir hafa farið fram í sleggjukasti, en aðeins
í eitt skipti var keppt með löglegum áhöldum. Það var á innan-
félagsmóti K.R. Á meistaramótinu var notuð drengjasleggja,
af vangá (en þá sigraði Gunnar Huseby á 43,24). Á innanfé1-
lagsmóti K.R. sigraði Gunnar einnig, á 36,79, en Helgi Guð-
mundsson var næstur á 26,89. Helgi hafði þá ekki snert á
sieggju allt suma.rið vegna veikinda, en hann kastaði 38,45
m. árið áður. Þriðji var Einar Guðjohnsen, nýliði, sem virðist
geta sitt af hverju, en vantar enn æfingu og keppnisvana.
Methafinn og íslandsmeistarinn 1942, Vilhjálmur Guðmunds-
son, K.R., keppti aldrei á sumrinu. Vonandi lcemur Vilhjálmur
aftur franl í sumar, því að hann getur enn tekið miklum fram-
förum, og sama er að segja um Helga Guðmundsson. — í
sleggjukasti hefur orðið talsverð afturför. Enginn yfir 40 m.
53