Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Qupperneq 63
1934 Glenn Cunningham, U.S.A...................... 4:09,8
1937 Sidney Wooderson, England ................... 4:0G,4
1942 Gunder Hagg, Svíþjóð ........................ 4:06,2
1942 Arne Andersson, Svíþjóð ..................... 4:0G,2
1942 Gunder Hagg, Svíþjóð ....................... 4:04,6
1943 Arne Andersson, Svíþjóð .................... 4:02,6
Annars má segja, að ekki væri minna talað um vesturför
Gunders Hagg, en hin nýju met Anderssons. Hagg kom, eins og
kunnugt er, vestur i júní og fyrsta keppni hans var við Greg-
ory Hice, á meistaramótinu 20. júni, og vegalengdin 5000 m.
Rice hafði borið sigur úr býtum i síðustu 66 hlaupum sínum,
en Svíinn reyndist ofjarl hans og vann á 14:48,5 (rúmum 50
sek. lakara en heimsmet hans), en Rice varð' annar á 14:53,9.
Eftir það keppti Hágg eingöngu í mílunni og tveggja milna
hlaupi. Hann beið aldrei ósigur, nema ef svo mætti kalla,
þegar hann náði ekki einum keppenda, sem fengið hafði 400
m. forskot á 2 mílum, en þá setti Hágg Bandaríkjamet 8:51,3
Skæðustu keppinautar hans vestra voru Gilbert Dodds og Bill
Hulse. Sá fyrrnefndi hlaut hina frægu og eftirsóttu „Sullivan“-
styttu fyrir þetta ár og var þar með kjörinn „frægasti íþrótta-
maður Aineríku 1943“. Síðasti handhafi var stangarstökkvar-
inn Warmerdam.
Gunder Hágg dvaldi í Ameríku um þriggja mánaða tíma.
Keppti síðast 11. ágúst, og kom ekki heim fyrr en að öllum
mótum loknum.
í 3000 m. hlaupi náði Svíinn Arne Ahlsén bezta tima ársins
8:17,2 mín.
Svíinn E. Elmsáter sló heimsmet Iso Hollo í 3000 m. hindr
unarhlaupi og var mettími hans 9:03,4.
í 5000 m. hlaupi eru yfirhurðir Svíanna líkir og i 1500 m„
en á 10 km. eiga þeir tvo skæða keppinauta, Finnann Heino
og Szilagyi, 34 ára gamlan Ungverja. Reyndist sá síðarnefndi
ofjarl Svíanna í milliríkjakeppni Ungverja og Svía í Stokk-
hólmi 15. og 16. júlí. Keppnina unnu Svíar með 95 stigum
gegn 67. Tvo næstu daga, 17. og 18. júlí, háðú svo Danir og
Svíar slíka keppni í Kaupmannahöfn og unnu Svíar með 131
:72 stigum
59