Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Side 70
Kaldal keppti fyrir hönd Dana á Olynipíuleikunum 1920 og
munaði litlu að hann kæmist i úrslit
En sú varð raunin með Kaldal, eins og svo marga aðra íþrótta-
menn, að hann hætti of snemma, en hann gerði það lika nauð-
ugur, þvi læknirinn bannaði honum að halda áfram.
Það á vel við að ljúka þessum línum um dvöl Kaldals með
eftirfarandi orðum, lauslega þýddum úr félagsblaði A.I.K.
íþróttafélagsins 1925. Gefa þau einmitt góða mynd af þeirn
hug, sem danskir íþróttamenn og íþróttafrömuðir báru til
Kaldals: „....Glaðir í huga minnumst við ennþá keppn-
anna, sem hann tók þátt í, og kom alltaf svo sigursæll frá,
einungis ef hann var í nokkuri æfingu. En þótt sjúkleiki
drægi hann meira og meira frá leikvanginum, var langt frá
því að áhugi hans fyrir okkur og hlaupunum væri þrotinn.
Enginn var eins upplífgandi fyrir keppendur okkar fyrir keppn-
ina og Kaldal. Hann sneri sér að þeim, mælti til þeirra hvatn-
ingarorð — og að keppni lokinni var svo eitt hrósyrði af vörum
hans sem smyrsl fyrir þann sigraða, svo hann gæti orðið
upplitsdjarfur og vonglaður að nýju. Já — aðeins nærvera
Kaldals á keppnisdaginn var næg til þess að róa taugarnar.“
Garðar Gíslason í Ameríku 1922—26, og Þýzkalandi
og Svíþjóð 1937—38.
2. ágúst 1922 sigldi tæpra 16 ára íslendingur til Vesturheims
og settist að í Winnipeg. Var ]>að Garðar S. Gíslason, fæddur
20. sept. 1906. Fór hann utan til verzlunarnáms, en átti auk
þess skyldfólk í Winnipeg.
Garðar lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum, að ganga
í knattspyrnufélagið Western Ilowers, enda hafði hann iðkað
talsvert knattspyrnu hér heima í K.R. og keppt fyrst i 3.
flokki 1918. Enda þótt hér verði eingöngu rætt um árangur
Garðars í frjálsum íþróttum, skaðar kannske ekki að geta
þess, að Garðar var 3 ár i röð knattspyrnumeistari í Mani-
tohafylki.
Árið 1923 fór Garðar fyrst að fást við hlaup og aðrar
frjálsar íþróttir. Að vísu má geta þess, að hans fyrsta hlaupa-
keppni var hér heima, á Reykjanesi við ísafjarðardjúp, árið
60