Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Side 79
grein. Meðal þátttakenda, ank skánska meistarans Flink, var
nú sjálfur Bertil Ronneby Andersson, bezti 800 m.-hlaupari
Svíþjóðar. Hlaupið var ákaflega spennandi, einkum þó bar-
áttan um annað sætið, þvi vitanlega var Andersson öruggur
rneð sigurinn. Nú tókst Ólafi loks að sigra skánska meistar-
ann og verða nr. 2, á eftir sjálfum Ronneby Andersson. Tím-
inn var: 1. B. R. Andersson 1:56,3; 2. Ólafur Guðmundsson
2:00,2 (nýtt ísl. met); 3. B. Flink 2:00,4; 4. A. Martensson
2:02,5.
Því miður hefur ekki tekizt að fá fréttir af Ólafi síðan í
byrjun árs 1940, og er því ómögulegt að segja nema hann
hafi, jafnhliða náminu, haldið hlaupunum áfram og tekizt
að ná takmarkinu, að vera innan við tvær mínútur með 800
metrana. En sem sagt, hið núgildandi ísl met Ólafs i 800 m.
er 2:00,2 mín., og honum hefur á þessu eina sumri, 1939, tek-
izt að sanna okkur, hve miklum framförum ísl. iþróttamenn
geta tekið, þegar þeir æfa við góð skilyrði og keppa við sér
betri menn.
Auk þessara 5 manna, sem hér hafa verið taldir, eru enn
nokkrir, sem hafa dvalið erlendis við nám eða annað, í lengri
eða skemmri tíma og lagt jafnframt stund á frjálsar íþróttir
og keppt á mótum. En sökum þess, hve erfiðlega hefur gengið
að afla ítarlegra upplýsinga um dvöl flestra þessara manna
og afrek þeirra erlendis, verður aðeins minnst lauslega á
þá í þetta sinn.
Þorsteinn Scheving Thorsteinsson dvaldi erlendis 1917, við
lyfjafræðinám í Kaupmannahöfn. Iðkaði hann þá talsvert
hlaup, einkum ianghlaup. Hljóp hann t. d. 20 km. 79 min.,
sem er prýðilegt afrek og samsvarar ca. 35% mín. i 10 km.
hlaupi. 34 km. hljóp Þorsteinn á 2 klst. 5 mín. og 12 sek.,
og er það einnig góður tími. Sýna þessi afrek, að Þorsteinn
hefir ekki verið neinn viðvaningur i hlaupum, þvi bara það,
að geta hlaupið svo langar vegalengdir, er mikið afrek.
Ingimar Jónsson, hinn þekkti hlaupári Ármenninga, dvaldi
í Kaupmannahöfn um svipað leyti og Þorst. Scheving. Tók
hann þátt i löngum víðavangshlaupum við ágætan orðstí.
Einnig keppti hann nokkrum sinnum á hringbraut, og þá