Árbók frjálsíþróttamanna - 01.05.1944, Side 91
Allsherjarmótinu vann Guðjón aftur öll lengri hlaupin: 1500 m.
á 4:25,8 mín., sem var nýtt met — 5000 m. á 16:06,0 mín.,
sem var einnig nýtt met og það mjög glæsilegt, því veður
var óhagstætt. Var Guðjón heilum hring á undan næsta manni.
Þessi tími stendur enn óhaggaður sem bezti tími i 5000 m.
hiaupi hér á íslandi. — 10 km. hlaupið vann Guðjón á 34:19,2,
og vantaði þar* aðeins 51/!' sek. upp á metið. Var hann tæpum
hring á undan næsta manni. í 800 m. hlaupi varð Guðjón ann-
ar á 2:13,0, en sú vegalengd var allt of stutt fyrir hann.
Á leikmóti Í.R. 8.—9. júli vann Guðjón að vanda öll löngu
hlaupin, 1500 m. á 4:29,6, 5 km. á 16:19,0 og 3 kin. sveitahlaup
á 9:46,0. Stóð síðastnefndi tíminn sem ísl. met, þar til tími
Kaldals á 9:01,5 var staðfestur. — Á íþróttamóti Kjósarsýslu
16. júlí vann Guðjón víðavangshlaupið á 11:32,4 mín.
Þetta sumar tók Guðjón þátt í Álafosshlaupinu og vann á
1 klst. 5 mín. 48,5 sek. Varl það nýtt met í hlaupinu og næst-
bezti tími, sem náðist í því hlaupi yfirleitt.
Á Haustmótinu 27. ág. vann Guðjón 5 km. á 16:33,2.
Árið 1923 byrjaði Guðjón á því að vinna Víðavangshlaupið
og gerði þaðí auk þess glæsilega, því tími hans var nýtt met,
12:59,4, og bezti tími, sem náðist á þessari vegalengd.
Á Allsherjarmótinu vann hann enn öll löngu hlaupin, þótt
hann hefði haft erfið skilyrði til æfinga, 1500 m. á 4:33,6,
5 km. á 17:07,0 og 10 km. á 35:44,6.
í Álafosshlaupinu þetta ár varð Guðjón annar. Magnús Ei-
riksson vann og setti nýtt met, tæpri sek. betra en met Guðjóns.
Á Jeikmóti Í.R. 15.-16. sept. vann Guðjón enn bæði lengri
hlaupin. Setti hann auk þess nýtt ísl. met í 1500 m. (4:25,6).
5 km. hljóp hann á 16:57,8 mín.
1924 var síðasta árið, sem Guðjón tók þátt í hlaupum, þótt
aldurinn væri ekki nema 24 ár. Átti hann óhægt um æfingar
atvinnu sinnar vegna, og tók því þann kostinn, að hætta
Iceppni. Á Allsherjarmótinu vann hann 5 km. á 17:15,0 mín„
en veiktist í 10 km. hlaupinu og varð að hætta.
Á Haustmótinu 14. sept. varð Guðjón annar í 800 m. á
2:18,0, en fyrstur í 5 km. á 17:48,0,, sem var hans síðasta hlaup.
Lýkur hér með þessari stuttu frásögn af einhverjum mesta
hlaupagarpi, sem við höfum átt. J. B.
87