Úrval - 01.06.1942, Side 6
4
ÚRVAL
ingu? Ef svo er, þá hafið þér
fest hugann við einstök orð. En
ef þér hefðuð beint athyglinni
að setningum og inntaki máls-
ins, munduð þér hafa lesið hik-
laust.
Gott ráð til að auka leshrað-
ann, er að stækka sjónarsvið
sitt. Þegar þér lesið þessar lín-
ur, færast augu yðar eftir þeim
í rykkjum. Á milli rykkjanna
nema augun staðar brot úr sek-
úndu. Það er þá, sem þér beitið
sjóninni — lesið. Því færri sem
þessar sjónbeitingar eru, því
hraðar lesið þér og því meiri
líkur eru til, að þér getið til-
einkað yður í einu inntak heilla
setninga.
Ein aðferð, sem nemendum
mínum hefir reynzt vel, er sú,
að renna augunum niður eftir
miðjum blaðadálki með einni
sjónbeitingu á hverja línu. I
fyrstu höfðu þeir litla hugmynd
um, hvað þeir lásu. En eftir
nokkurra daga æfingu hafði
sjónarsvið þeirra stækkað svo,
að þeir gátu séð það mikið af
línunni, að þeir náðu alveg efni
hennar.
Annað ráð er að forðast að
festa augun við síðasta orð í
línu, eða fyrsta orð í næstu línu.
Augu yðar sjá bæði hægra og
vinstra megin við þann stað,
sem þér beinið þeim á. Ef þér
horfið beint á fyrsta eða síðasta
orðið í línu, þá fer næstum helm-
ingur af sjónarsviði yðar á auða
spássíuna.
Ef augu yðar fara öðru hvoru
eitt eða tvö orð til baka til frek-
ari skilningsauka, eigið þér að
reyna að venja yður af því.
Haldið að minnsta kosti áfram,
þangað til þér hafið lokið við
setninguna.
Allir ættu að tileinka sér mis-
munandi leshraða fyrir mismun-
andi lestrarefni. Nefna mætti
þrenns konar leshraða: I fyrsta
lagi skyndilestur, sem handhæg-
ur er, þegar þér viljið fá fljót-
legt yfirlit yfir fréttir dagsins.
Æfið yður í skyndilestri á dag-
blöðunum. Látið kunningja yðar
segja yður efni einhverrar smá-
klausu og vitið, hvað þér getið
verið fljótur að finna hana.
Reynið að tileinka yður efni
heillar málsgreinar með einu
augnatilliti. Sagt er um Thomas
Carlyle og Theodore Roosevelt,
að þeir hafi getað lesið heila
blaðsíðu með einu augnatilliti.
Þó að þetta'sé 'ef til vill orðum
aukið, þá er enginn vafi á því,
að þeir hafa kunnað þá sjald-
gæfu list að tileinka sér inntak