Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 18
16
URVAL
einu ári eldri, er hann málaði
Granduca Madonna.
Önnur mjög athyglisverð
rannsókn síðari tíma var fram-
kvæmd af Dr. Termann við
Stanford háskóla, og aðstoðar-
mönnum hans. Fyrir nítján ár-
um prófaði Dr. Termann marg-
ar þúsundir nemenda í skólum
á Kyrrahafsströndinni, en þar
af reyndust 1500 nemendur hafa
gáfnatöluna 150 eða meir.
Fylgst hefir verið með þessum
nemendum síðan, og komið hef-
ir í ljós, að þeim vegnar yfirleitt
mikið betur en skólafélögum
þeirra. Þau giftast snemma,
hjónaskilnaðir eru sjaldgæfir
meðal þeirra, og heilsufarið
gott. Þegar þau voru þrítug,
voru meðaltekjur þeirra $ 3000,
00 (kr. 19500,00) á ári; er það
margfalt meira en meðal skóla-
félaga þeirra, og í rauninni
mjög mikið, þegar þess er gætt,
að þau hófu starf sitt á hinum
erfiðustu tímum.
Nokkur þeirra unnu sér inn
$ 12000,00 (kr. 78000,00) á ári,
og þó var sá elzti ekki nema á
fertugs aldri. Þau hafa skrifað
20 bækur, ótal greinar í tímarit,
og gert 80 uppgötvanir, sem
þau hafa fengið einkaleyfi á.
Almennt má segja, að þessi
gáfuðu börn, sem nú eru full-
tíða menn, hafi valið sér slík
æfistörf, sem af þeim mátti
vænta. Karlmennirnir eru lög-
fræðingar, læknar, verkfræðing-
ar, prestar og vísindamenn.
Nokkrir eru hins vegar leikar-
ar og hljóðfæraleikarar (jazz).
Einn teiknar skopmyndir og
annar er refaræktarmaður. Kon-
urnar eru kennarar, læknar,
hjúkrunarkonur, skrifstofu-
stúlkur, bókaverðir, listakonur,
skrautteiknarar, verkfræðing-
ar, leikkonur, hljóðfæraleikar-
ar, og ein dansmær. Konurnar
eru ekki eins áhugasamar og
karlmennirnir, og er helm-
ingur þeirra giftar og lifa
óbrotnu hjónabandslífi. Bæði
karlmennirnir og konurnar
giftast mökum, sem hafa um
það bil 25 stigum Iægri gáfna-
tölu en þau sjálf.
En nú kemur í ljós hið at-
hyglisverðasta við rannsóknir
Dr. Termanns. Af þessum hóp
hefir 25 af hundraði vegnað
mjög vel, helmingnum sæmi-
lega, en hinum illa. Tekjur
þeirra fyrstnefndu eru tvöfalt
eða þrefalt meiri en þeirra síð-
astnefndu. Hvað veldur þessu
geysilega ósamræmi?
Athuganir Dr. Termanns