Úrval - 01.06.1942, Side 21
„ÉG HEFI UPPLIFAÐ UMRÓT GENGISHRUNSINS"
19
varð þessi frændi minn ríkasti
maðurinn í fjölskyldunni. í des-
ember 1923 var einn dollar orð-
inn 22.200.000.000 marka virði.
Frændi minn fékk þannig 330.
000.000.000 marka á hverjum
mánuði fyrir þessa 15 dollara
sína.
Um þessar mundir bjó gamall
maður á annari hæð i húsi okkar
í Berlín. Hann hafði um langan
tíma safnað að sér alls konar
munum, hnöppum, frímerkjum,
fiðrildum og fleiru. Nú safnaði
hann peningum. Dag nokkurn
sýndi hann mér eitt herbergið
sitt, sem var klætt innan með
eintómum billjón marka seðium.
Hann fór með mig í kjallara
þýzka seðlabankans, þar sem
seðlarnir voru prentaðir. I heil-
an klukkutíma gengum við eftir
endalausum neðanjarðargöng-
um miili fjallhárra stafla af
billjón og trilljón marka seðl-
um. Engum datt í hug að stela
fáeinum af þessum seðlum. Þeir
voru einskis virði. Eins og gam-
all, þreyttur safnvörður skýrði
vinur minn þetta fyrir mér:
„Það eru fjögur hundruð prent-
smiðjur í Þýzkalandi, sem
prenta peningaseðla dag og
nótt. En vei okkur, ef einhver
af þessum vélum stöðvast nokk-
urntíma!“ Ég skildi víst ekki
þá, við hvað hann átti.
Við strákarnir töluðum með
eins mikilli aðdáun um peninga-
smyglara, og strákar höfðu áður
talað um villta Indíána. Saga af
einum slíkum smyglara er mér
sérstaklega minnisstæð. Um
þessar mundir var bannað að
flytja út erlendan gjaldeyri.
Falleg ung kona hitti gamlan,
virðulegan öldung í lestinni milli
Vín og Budapest. Þau voru ein
í klefa. Maðurinn sá, að konan
varð því órólegri sem lestin
nálgaðist meir landamærin.
„Segið mér, hvað amar að
yður,“ sagði gamli maðurinn,
„þér getið treyst mér.“
„Ég er með hundrað dollara
á mér,“ sagði konan.
Gamli maðurinn ráðlagði
henni að fela peningana undir
sætinu. Hún fór að ráðum hans.
Fáum mínútum seinna nam
lestin staðar á landamærastöð-
inni. Þegar ungverski tollþjónn-
inn kom upp í lestina, tók gamli
maðurinn hann á eintal og hvísl-
aði einhverju að honum. Toll-
þjónninn kom aftur inn í klef-
ann, dró peningana fram undan
sætinu og gerði þá upptæka.
Þegar lestin lagði af stað aftur,
snéri konan sér reið og grátandi