Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 27
Hin svonefnda sambandsrikjahugmynd er nú
mikið rædd um allan heim. 1 grein þessari
er hún rædd frá tveim ólikum sjónarmiðum.
Er myndun sambandsríkis hinna ensku-
mœlandi lýðrœðisríkja tímabœr?
Samþjöppuð grein ur „Reader’s Digest“.
O amkvæmt upplýsingum Gall-
upstofnunarinnar eru um
8,000,000 kjósenda í Bandaríkj-
unum á þeirri skoðun, að upp úr
þessari styrjöld muni rísa ný og
öflug friðarhreyfing.
Hvernig þessi hreyfing muni
verða eru æði skiptar skoðanir
um. En ein þeirra er sú, að
mynda eigi sambandsríki allra
enskumælandi lýðræðisríkja
(Stóra-Bretland, Eire, Kanada,
Ástralía, Nýja Sjáland, Suður-
Afríka og Bandaríkin), og aðr-
ar þjóðir eigi svo að ganga í
þetta sambandsríki síðar. Clar-
ence K. Streit, sem lengi hefir
verið fréttaritari amerískra
blaða víða úti um heim, er höf-
undur þessarar skoðunar. Fylg-
ismenn hans fullyrða, að í
Bandaríkjunum séu 120 félög,
sem stofnuð hafa verið til efl-
ingar þessarar skoðunar, í Bret-
landi 250 og mörg önnur víðar
um heim. Hugmynd þessi er í
fáum orðum á þessa leið:
Bandaríkin eiga að bjóða
brezka heimsveldinu að mynda
nú strax með sér ríkjabandalag,
með sameiginlegu þingi, út-
nefndu af núverandi stjórnum
ríkjanna í hlutfalli við fólks-
fjölda, og stjórn, sem skipuð
væri forystumönnum núverandi
ríkisstjórna. Þetta sambands-
ríki eigi að hafa sameiginlegan
her, borgararéttindi, póststjórn,
mynt og afnema eigi alla tolla
innan þess.
Þetta ríkjasamband eigi svo
strax að bjóða möndulveldunum
frið með þeim skilyrðum, að þau
sleppi tilkalli til allra ríkja, sem
þau hafa lagt undir sig, og að
engar skaðabótakröfur verði
bornar fram. Síðar meir eigi svo
þegnar ríkjasambandsins —
200.000.000 talsins — að kjósa
þing, sem semja eigi stjórnar-
skrá fyrir sambandið, sniðna
eftir stjórnarskrá Bandaríkj-
anna. Öðrum þjóðum eigi svo að
gefa kost á að ganga í samband-